ALL ABOUT MULES

Ég svíf enn um á bleiku Coachella skýi. Þrátt fyrir margra mánaða eftirvæntingu náði hátíðin að toppa allar mínar væntingar og vel það. Ferðasagan birtist hér von bráðar, í þremur hlutum wink

En fyrst - löngu tímabært skóspjall. Ég hélt yfir til LA í smá frí eftir Coachella og eyddi m.a. páskadegi í búðarráp og JC skókaup (ekki leiðinlegt það). Sumarið í ár öskrar á Mules skó úr öllum áttum og það er orðið nokkuð ljóst að við þurfum að viðra hælana á okkur í sumar. Jeffrey Campbell sendi til að mynda frá sér lookbook eingöngu tileinkað Mules skóm.

  

  

   

  

Ég er nú þegar komin á bragðið með þessa tísku því ég fékk þessa fínu Rebeccu Minkoff Mulara í NY í nóvember. Ég freistaðist svo til þess að bæta öðrum í safnið og verslaði mér eina Jeffrey Campbell skó í páskagjöf frá mér til mín:

  

  

Þessir skór heita Jeffrey Campbell Vinton Mule og eru fáanlegir í svörtu og brúnu. Virkilega fallegir og þægilegir.

Nú fær hællinn að tana í sumar wink

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

This summer it's all about the Mules. I got my second pair of Mules while shopping in Santa Monica on Easter Sunday and grabbed these gorgeous looking JC's at Lorin, 3rd Street. These shoes are called Jeffrey Campbell Vinton Mule and are available in brown and black leather. Very beautiful and super comfortable.

Looks like my heel finally gets to tan this summer wink

A COACHELLA FAREWELL

Þá er ég mætt í sólina í D.C. til að sækja upp ferðafélagann og spennan magnast með hverri mínútunni.

Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom heim af flugvellinum í gær var að rífa upp Coachella pakkann okkar - um leið og fékk miðana í hendurnar varð þetta fyrst raunverulegt. Þetta er að gerast ekki á morgun heldur hinn!

Það er búið að gefa út nákvæma dagskrá og það er orðið ljóst að ég þarf að færa nokkrar fórnir, en það var svosem vitað fyrst að hátíðin fer fram á 5 sviðum samtímis. Svona lítur minn óskalisti út:

FRIDAY

Tom Odell
HAIM (næ hálfu showinu þeirra því þá þarf ég að hlaupa á annað svið til að ná Bastille)
Bastille
Ellie Goulding
Chromeo
The Knife
Outkast (ég á eftir að missa það þegar þeir stíga á svið til að loka föstudeginum)

SATURDAY

Sander Kleinenberg
Bombay Bicycle Club
Kid Cudi
MGMT
Lorde (næ hálfu showinu því þá þarf ég að rjúka á annað svið til að ná Foster The People)
Foster the People (missi af Fatboy Slim og Solange sem spila á sama tíma)
Empire of the Sun (missi af síðasta korterinu því ég verð að sjá Pharrell, finnst þetta langversti áreksturinn)
Pharrell Williams (missi af Tiga á meðan)
Pet Shop Boys/Muse (eftir að ákveða hvort það verður, held að Magga muni draga mig á Muse)
Nas

SUNDAY

The 1975
Rudimental
Alesso
Calvin Harris
Lana Del Rey
Beck (fyrri helmingurinn)
Disclosure
Duck Sauce

Það var alveg viðbúið að laugardagurinn yrði erfiður en ég er samt með tárin í augunum yfir því að Empire of the Sun og Pharrell þurfi að rekast á. Annars er ég bara glöð með hvað föstudagurinn og sunnudagurinn raðast vel smile

Ég raðaði bestu lögunum með þessum artistum hér að ofan niður á nokkra mix diska sem verða í spilaranum á meðan við keyrum í gegnum eyðimörkina til Palm Springs:

Dagurinn í dag fer í lokaundirbúning fyrir hátíðina og borgarrölt í DC. Ég setti saman nokkur Coachella outfit til gamans áður en ég lagði af stað frá Íslandi, ætla að melta það í dag hvað verði fyrir valinu eða hvort ég sjái eitthvað hentugra á búðarrölti í dag:

  

Ég endaði á því að hálffylla töskuna mína af skóm - mjög eðlilegt allt saman.

Á MORGUN hefst svo ferðalagið til Kaliforníu - við Magga þurfum að vakna um miðja nótt til að taka flug til LA og ætlum svo að nostra við okkur allan daginn. Sólbað á ströndinni, hand- og fótsnyrting ásamt dinner&drinks með gömlum LA vinum.

Verð stjórnlaus á snapchat og virk á gramminu - @aglaf

Lífið er ljúft heart

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

I'm sitting here in Magga's living room in D.C., looking at my beautiful Coachella package. Wristbands, shuttle passes along with all the necessary information for the festival. This is becoming all to real now!

The set times have been released and unfortunately I'm looking at some clashes on Saturday. I 'll miss Fatboy Slim and Solange while attending Foster the People and two of my favorite acts, Pharrell and Empire of the Sun, are performing almost at the same time. I'll miss the last part of Empire of the Sun so I can run to the big stage and catch Pharrell. At least I'll get a little bit of both smile

Other than that I'm just one happy girl who's looking at a wonderful day in D.C. I have some final shopping to do before the festival and a date with one of my BFF - the sun. While packing for Coachella I filled my suitcase with shoes (perfectly normal) and prepared some Coachella outfits (pictured above), but I might add some more outfits while shopping today. It's not only about the music wink

Tomorrow we'll then continue on to LA and spend some quality time on the beach, get a mani and pedi and have dinner and drinks with good old LA friends.

Follow my Coachella adventures on instagram - @aglaf

Life is good smile 

COACHELLA COUNTDOWN - IT’S ON!

Þá er loksins komið að þessu eftir 11 mánaða bið, niðurtalningu og endalausa spennu.

Ég er hálf skjálfhent að skrifa þessa færslu - ég trúi einfaldlega ekki að þetta sé að fara að gerast!

Ég var að lenda frá Boston, sjúklega jetlagged og þreytt eftir mikla vinnutörn síðustu vikur. Þrátt fyrir að ég sé í skemmtilegustu vinnu í heimi þá verður ótrúlega ljúft að stíga upp í flugvélina á morgun og halda áleiðis til Kaliforníu í smá frí. Notabene - Á MORGUN!

Fyrsta stoppið verður í heimabæ ferðafélagans, Washington DC, þar sem dagarnir verða nýttir í afslöppun ásamt lokaundirbúningi fyrir hátíðina. Á fimmtudeginum fljúgum við svo yfir í USA heimabæinn minn þar sem við skálum við gamla vini áður en við keyrum yfir til Palm Springs, eldsnemma á föstudagsmorgninum.

Veðrið virðist ætla að leika við okkur og mér sýnist besta vinkona mín ætla að fylgja okkur alla leið til Coachella, þar sem hún ætlar að tjalda og sjá um að tana okkur aaaalla hátíðina wink 

Veðrið í DC þriðjudag og miðvikudag:

Veðrið í LA fimmtudag og föstudag:

Síðast en ekki síst, veðrið á Coachella:

Ég er í hamingjukasti - fíla sérstaklega "Chance of rain: 0%" ALLA dagana á Coachella. Þetta verður aðeins öðruvísi upplifun heldur en pollagallinn í Eyjum wink

Síðasti listamaður vikunnar áður en ég fer á hátíðina er aðili sem ég er hvað spenntust fyrir því að sjá LIVE og það er ástmaðurinn minn hann Pharrell Williams. Þetta er tónlistarmaður sem ég er búin að vera alvarlega skotin í síðan á unglingsárunum þegar hann gerði garðinn frægan með hljómsveitinni sinni N.E.R.D. Hann skaut aftur upp kollinum í fyrra þegar hann fór í samstarf með Daft Punk fyrir nýjustu plötuna þeirra ásamt Robyn Thicke fyrir umdeilda smellinn "Blurred Lines". Herra Williams gerði svo endanlega allt vitlaust  þegar hann gaf út smellinn Happy fyrir myndina "Despicable Me 2", nú á dögunum.

Pharrell hefur altlaf farið sínar eigin leiðir í klæðavali og oft mætt á Hollywood viðburði í skemmtilegum dressum í stíl við konuna sína. Hann hefur a.m.k.einu sinni hlotið titillinn "Best klæddasti maður heims" og nokkrum sinnum toppað lista yfir best klæddustu hip hop og RnB stjörnurnar. Hann toppaði swag skalann gjörsamlega þegar hann mætti í stuttbuxna-jakkafötum á síðustu Óskarsverðlaunaafhendingu.

   

  

Ég hlakka mikið til að sjá show-ið hans á hátíðinni, hvort sem um er að ræða fatnaðinn hans, hvort hann fái til sín einhverja óvænta leynigesti, hvort hann taki N.E.R.D/Daft Punkt/Robyn Thicke smelli þrátt fyrir að vera einn síns liðs og jafnframt hvernig show-ið hans verður sett upp. Hann hefur gefið út lög með ófáum tónlistarstjörnum og því ætla ég að spá því að það verði einn ef ekki tveir óvæntir gestir sem mæta með honum á svið. Íííísk - ég er svo spennt!

Hvort sem að Pharrell verður einn eða í góðra vina hópi þá er allavega nokkuð víst að hann muni taka lagið sem ég valdi sem seinasta Coachella lag vikunnar. Ég get ekki beðið eftir að heyra þetta lag LIVE:

 
Ég mun valhoppa klappandi upp í vél á morgun, sönglandi Happy fyrir alla viðstadda. Einum of sátt gella á leiðinni á sína fyrstu og LANGÞRÁÐU Coachella hátíð!
 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

It's finally happening. I'm leaving for Coachella TOMORROW. This is beyond surreal.

The last Coachella song of the week is by an artist which might just be my favorite from the lineup this year. Agla heart Pharrell Williams.

I can't even deal, I'm so excited!

RFF 2014

Á svona dögum er svo gaman að búa á Íslandi.

Ég elska þegar bærinn er jafn lifandi og stútfullur af uppákomum og um síðustu helgi. Þá fór bæði fram Hönnunarmars og Reykjavík Fashion Festival, sem var í ár haldið í fimmta skipti.

  

  

   

  

Ég leit víða við, eins og símamyndir helgarinnar láta í ljós.

Ég kíkti í Off Venue partý hjá Trendnet bloggurum með þessum þremur gullmolum sem sjá má hér að ofan, rak inn nefið á hönnunargjörninga með Svönu minni (og þóttist skilja allt sem var í gangi þarna enda mikill artisti innra með mér), eyddi laugardeginum með sálufélaganum mínum á tískusýningum í Hörpunni og eftirpartýaðist örlítið seinna um kvöldið. Ég kíkti líka í opnunarteiti hjá HAF en þau hjú hönnuðu einmitt nýju umbúðirnar sem við notum um borð hjá Icelandair. 

Outfit á RFF Off venue: blúndutoppur og buxur frá Urban Outfitters, Kimono frá F21, Glænýir skór frá Rebeccu Minkoff og HM Maison Martin Margiela jakki.

Outfit á RFF tískusýningum í Hörpu: bolur frá HM, buxur frá Nasty Gal, Helmut Lang inspired jakki frá GoJane, hælar frá Jeffrey Campbell og Michael Kors taska.

Ótrúlega viðburðarrík helgi í alla staði, með góðu fólki. Dröslaðist loksins til að taka upp almennilegu myndavélina og tók slattann allan af myndum á tískusýningum laugardagsins enda sat ég í bestu sætum í húsinu. Smelli þeim inn við fyrsta tækifæri smile

Litli útlandabúinn í mér tekur svona viðburðarríkum helgum fagnandi - lifi menningin heart

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

I'm in love with last weekend - both Design March and Reykjavík Fashion Festival were held during the weekend with lots of exciting events, all around the city.

I stopped by quite a few places and my iphone pictures give you a little glimpse into my weekend of fun. I actually pulled out my professional camera this weekend, when I attended the fashion shows at Harpa on Saturday. I'll share those with you soon.

The city girl in me wants all weekends to be like this weekend smile

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook