POLAROID PARTÝ

Ég á ansi þéttan vinahóp sem myndaðist á gömlu góðu HR árunum - á þeim dýrðartímum þegar það kostaði undir 5000 kalli að fylla litla Yarisinn minn, góðærið var á hátindi sínum og fyrirtækin kepptust við að baða okkur verkfræðinema upp úr kampavíni og jarðarberum í föstudagsvísindaferðunum. Good times smile

Ef það er eitthvað sem við HR-ingarnir kunnum, þá er það að skemmta okkur vel saman og finna nýjar leiðir til að gefa lífinu lit. Veit hreinlega ekki hvar ég væri án þessara snillinga.

Eitt af því sem við tókum upp á fyrir nokkrum mánuðum var að skjalfesta hittingana okkar á Polaroid filmu. Þetta er ein sú mesta snilld sem ég veit um og eitthvað sem allir ættu að gera þegar þeir eru að hitta vini sína við góð tilefni - árshátíðir, afmæli, innflutningspartý ofl. Ekki nóg með það að það sé viss stemning að vera vopnuð Polaroid vélinni og veggfóðra vegginn með mómentum kvöldsins - hláturskastið þann næsta dag, þegar maður kíkir yfir atburðarrás gærkvöldsins er það allra allra besta. 

  

Hver framkallar líka myndir í dag ? Þetta er svo mikil snilld því gullin andartök eru fest á filmu (án þess að taka "má ég sjá myndina sem þú tókst, æj nei bíddu... taktu aðra" á þetta) og svo er hægt að safna þessu saman í albúm seinna meir.

Þetta er strax orðið að hálfgerri hefð hjá okkur og miðbæjarrottan sem tekur oftast að sér að vera elsku besti partýhaldarinn er komin með sérstakan vegg undir herlegheitin, og er sá veggur alltaf þakinn polaroid myndum frá síðasta hitting.

Mæli með þessu heart

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nothing beats a night out with good friends... except a night out with good friends AND a polaroid camera.

This is something me and my college friends started doing recently, everytime we get together and this has turned into a tradition for our group. To be able to capture the golden moments without the typical "hey can I see the picure.. no I don't like it, take another one" is a freedom in itself. But what's even better is to look at all the pictures the next day, and catch up on last night's crazy events (including the moments everyone had forgotten about). 

Our designated party-host (the one who lives closest to downtown) now even has a specific wall that is our "polaroid" wall and it's usually covered with pictures from our last party. 

One of the best ways to document memories!

COACHELLA COUNTDOWN - 6 WEEKS

Hljómsveit vikunnar er tvöföld þar sem ég missti úr síðustu viku. Ég er nefnilega búin að vera rosalega dugleg að heiðra eitt af nýju mottóunum mínum fyrir árið 2014, ein af mínum bestu benti mér á þetta hér sem er nokkuð gott:

  

Hin breska Bastille er hljómsveit síðustu viku (7 vikur í Coachella). Ég er rosalega lítil remix manneskja en einhverra hluta vegna kann ég virkilega að meta lagið "Of the night" með Bastille sem er endurgerð af gamla góða 90's smellinum "Rythym of the night" með Corona.

Bastille verður mikilvægt must-see fyrir mig á föstudagskvöldinu, gefið að þeir verði ekki að spila á sama tíma og Outkast og Pharrell.

 
Hljómsveit þessarar viku er mikið nostalgíu band fyrir mig, sænska dúóið The Knife. Þeir sem eru á mínum aldri muna klárlega eftir því þegar lagið "Heartbeats" var spilað í ræmur hér á klakanum árin 2006 og 2007. Það fyndna við það er samt að lagið var fyrst gefið út árið 2002, en varð ekki frægt fyrr en acoustic cover-útgáfa af laginu var notuð nokkrum árum síðar í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum (One Tree Hill, Bones, Scrubs ofl).
 
Heartbeats er gott lag en ég ætla samt að setja lagið "Pass It On" sem lag vikunnar, sérstaklega þar sem mér finnst steel-drums æðislegt hljóðfæri (kannski af því að Litla Hafmeyjan var uppáhalds Disney myndin mín þegar ég var lítil og það hljóðfæri notað í næstum öllum lögunum í þeirri mynd) wink
 
 
Vikurnar fljúga - bara 6 vikur í sólskin og tónlistarveislu!
 
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Double doze of Coachella bands this week since I didn't post any last week - I've been very busy being not busy with work or other assignments (and not signing onto facebook every other minute!). Just enjoying the now and spending time with my people. Highly recommended wink
 
Bastille and The Knife are both playing Friday night at Coachella and both on my must-see list - given that they're not performing while either Outkast or Pharrell take the stage. 
 
Only 6 weeks now heart

 

COACHELLA COUNTDOWN - 8 WEEKS

2 mánuðir í herlegheitin og valið um listamann vikunnar vandast akkúrat ekki neitt þó að hátíðin nálgist óðfluga - dagskráin í ár er svo stútfull af flottu fólki að ég gæti valið Coachella listamenn út árið án vandræða.

Lorde er tónlistarmaður vikunnar með lagið sitt "Team" sem er búið að vera á repeat hjá mér síðustu daga. Fyrstu 40 sekúndurnar eru eitthvað svo mikil snilld - takturinn nær lengst inn að hjartarótum hjá mér. Lorde semur líka mjög krúttlega texta og fer sínar eigin leiðir í sviðsframkomu.

Ég fékk mjög sterka "stóru systur verndartilfinningu" eftir Grammy's hátíðina í ár, þegar þessi elska var gjörsamlega lögð í einelti á samskiptavefjum heimsins fyrir það eitt að vera öðruvísi. Lorde dansar ekki hálfber á sviði, setur söng framar kynþokka  og syngur af sinni einskæru innlifun þegar hún kemur fram. Er það virkilega tilefni til niðurrifs ? Eigum við ekki að fagna fjölbreytileikanum ? heart

 

Þetta lag er tileinkað vinnufélögunum mínum en ég hefði sennilega verið útskúfuð úr innsta hring ef Lorde hefði ekki fengið að vera ein af listamönnum vikunnar fram að hátíð. Fyrst eftir að Royals kom út var það á stöðugu repeat hér á skrifstofunni og átti m.a. stóran þátt í að koma okkur heilum frá rekstraráætlunargerð í fyrra yes

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

The Coachella artist of the week comes all the way from New-Zealand. I've played the song "Team" by Lorde continuously over the last few days and I'm just in love with it, especially the first 40 seconds.

Lorde has a way with the lyrics and keeps her listeners grounded while pointing out the beauty of imperfection, which is pretty good for a sixteen year old smile  The big sister in me woke up and got furious when she was buried alive in social media after the Grammy's this year, simply for being different. Lorde doesn't dance half-naked onstage, she focuses on singing instead of being sexy and pours her heart into performing which gives her a very unique stage performance. Shouldn't we embrace diversity ? I wish I could give her a big sister hug and make sure she doesn't mind the bullies.

No matter how many weird faces she'll make while performing, I simply can't wait for Lorde's performance at Coachella.  I suspect a very natural look with some black lipstick smile

SHOEGASM

Á horninu á 5th Avenue og 19th street á Manhattan er lítil sæt skóbúð. Skóbúð sem ég hefði ekki uppgötvað nema afþví ég var á röltinu þarna í grenndinni, nýbúin að sleikja sólina & lesa tískublað í Madison Square Park, nokkrum "blocks" ofar. Kosturinn við að vera í New York með ekkert plan.

Ætli það hafi ekki verið nafnið á búðinni sem fangaði athyglina mína til að byrja með.

  

Búðin er með bæði dömu- og herraskó og hin ýmsu merki, þ.á.m. Dolce Vita, Chinese Laundry, Irregular Choice, Luichiny, Steve Madden, Matiko, Minnetonka, New Balance ofl. Búðin er með skemmtilegu ívafi; múrsteinsveggjum, upprunalegu parketi og gömlum grófum húsgögnum. Skemmtilegar útstillingar og New York fashionistur á bakvið afgreiðsluborðið, eins og við er að búast á þessum slóðum.

Ég stóðst ekki mátið og varð að koma heim með minjargrip úr þessari jómfrúarferð minni í ShoeGasm verslunina. Ég datt inn á sjúklega fallega Dolce Vita hæla ásamt Chelsea Crew flatbotna skóm (sem voru bjargvættur minn seinna um daginn þegar fæturnir mínir þoldu ekki meiri göngu á núverandi skóm).

  

  

  

Ég hef notað Dolce Vita hælana alveg óspart, m.a. á kokteilrúnti í Greenwich Village/Soho síðar sama kvöld. Þrátt fyrir að vera örmagna eftir endalaust labb útum alla Manhattan sama dag þá fór ansi vel um þreytta fætur í nýju skónum. 

Þeir fengu meira að segja að vera jólaskórnir í ár heart

  

Mæli með þessari verslun en hún er staðsett á þremur stöðum í New York borg ásamt því að vera með öfluga vefverslun.

Það er ekki tilviljun að ég bloggi um eitthvað tengt New York borg en í dag hófst þar tískuvikan fyrir A/W 2014. Ég sit því hér og hlusta á þetta skemmtilega compilation af New York lögum og læt mig dreyma um að vera stödd í nágrenni Lincoln Center með myndavélina á lofti og innblástursmaskínuna á hæsta styrk.

 
  
  
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
I stumbled accross this really cute shoestore while I was strolling around in Manhattan in November. And when I say strolling, I mean walking very fast and illegally crossing red walking signals - you know, like New Yorkers do. (I'm such a NY wannabe.. Two random people came up to me and said "hey, you look like you're from here, where can I find xxxx". This made me happier than it probably should have.)

This store is on the corner of 5th avenue and 19th street and is called ShoeGasm. I guess it was the name that intruiged me wink The store has the nicest setup - brick walls, old wooden floors and vintage furniture. They carry a wide selection of brands, both for men and women. Of course I had to bring back a souvenir from my maiden voyage to ShoeGasm - a pair of Dolce Vita heels and some Chelsea Crew ballet flats. I can't believe how comfortable the Dolce Vita shoes are, compared to the super high heel (pictured above). I even went barhopping in those shoes later that night in Greenwich Village and Soho. My feet didn't complain at all.
 
I'm very happy I came accross this store and definitely recommend paying it a visit. It has three locations in New York, besides having a webstore
 
This is why it pays off to go to New York without any plans - this city somehow manages to surprise me every single time I visit heart
 
Also - the reason why I'm blogging about New York is because today is the first day of New York fashion week. I'll be refreshing the hashtag #nyfw on instagram every 5 minutes this week wink

COACHELLA COUNTDOWN - 9 WEEKS

Getur einhver sagt mér hvað varð um janúarmánuð ? Tíminn flýgur allt of hratt, þetta er ekki einu sinni fyndið. En.. því hraðar sem tíminn liður því meira styttst í Coachella. Kvörtum ekki yfir því í mínum húsum yes

Coachella listamaður vikunnar litla systir hennar Beyoncé - Solange Knowles. Hún mun stíga á stokk á laugardagskvöldinu sem verður ansi þétt skipað hjá mér, en þá munu flestir af mínum uppáhalds tónlistarmönnum koma fram. 

Solange er 27 ára gömul (og þar með jafnaldra mín), mikill tískusérfræðingur, móðir, lagahöfundur og söngkona. Það vita það kannski ekki margir en hún hefur samið mikið af tónlist fyrir Destiny's Child og Beyoncé sjálfa. Mér finnst hún sjúklega skemmtileg týpa og ég fæ ekki leið á laginu "Losing You" sem hún sendi frá sér árið 2012. Lag sem er virkilega vanmetið og komst aldrei inn í mainstream tónlistarflóruna.

Hvet ykkur til að hlusta á þetta fantafína lag:

 
Coachella myndir af Solange sem hefur ekki látið sig vanta á síðustu hátíðir:
 
  
  
  
  
 
Coachella fróðleikur dagsins: hátíðin stendur í 3 daga með einu "headlining" bandi fyrir hvern dag. Í ár munu Outkast headline-a á föstudeginum, Muse á laugardeginum og Arcade Fire á sunnudeginum.
 
Dæmi um bönd sem hafa headline-að á Coachella í gegnum tíðina:
 
-Oasis
-Red Hot Chili Peppers
-Björk
-Rage against the Machine
-Beastie Boys
-Radiohead
-The Cure
-Coldplay
-Daft Punk
-Madonna
-Prince
-The Killers
-Paul McCartney
-Jay-Z
-Gorillaz
-Muse
-Kanye West
-Strokes
-Kings of Leon
-Dr. Dre
-Snoop Dogg
-Tupac Shakur í gegnum hologram
 
 
 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Only 9 weeks until Coachella.
 
This week's artist is Solange Knowles (Beyoncé's little sister). A fashionista, mother, song writer and a singer. Most people actually don't know about her song writing skills but she wrote a lot of songs for both Destiny's Child and Beyoncé a few years back. She's got lots of talent - both in the music and fashion world.
My kind of woman yes
 

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook