GRAMMY’S 2014

Hið svokallaða "awards season" er í fullum gangi. 

Grammy's verðlaunahátíðin var haldin hátíðleg síðastliðinn sunnudag í Staples Center í Los Angeles. Sigurvegarar kvöldsins voru tvímælalaust frönsku vinir mínir í Daft Punk sem hlutu þrenn verðlaun, m.a. fyrir smellinn Get Lucky í samvinnu við meistara Pharrell Williams. Fyrir utan Daft Punk dúóið þá var líka annað dúó sem gjörsamlega stal senunni, strax í opnunaratriði hátíðarinnar. Þau eru ekki bara fáránlega hæfileikaríkt tónlistarfólk heldur líka eitt flottasta par sem ég veit um og sennilega með mestu marketing&business snillingum í bransanum:

 

Rauði dregillinn á Grammy's er alltaf talsvert afslappaðri en á kvikmyndahátíðunum, þar sem fólkið í tónlistarbransinn tekur lífinu kannski ekki alveg eins alvarlega. Þarna má alltaf sjá mikið af skemmtilegum týpum, artí stemningu og umtöluðum dressum. Hér eru helstu trendin þetta árið.

GLIMMER

  

    

Glimmer-sanseraðir kjólar voru sennilega eitt mest áberandi trend kvöldsins. Taylor Swift þótti einna best klædd í silfurlituðum glimmer kjól frá Gucci.

ORANGE-RED

  

  

Líkt og á Golden Globes hátíðinni fyrir 2 vikum síðan voru kóralrauðir kjólar áberandi. Mér fannst Natasha Bedingfield æðisleg í sínum kjól!

VELVET SUITS

  

  

Flauelsjakkaföt voru áberandi hjá karlpeningnum en Macklemore tók þetta trend skrefinu lengra við misgóðar undirtektir smile

BUZZING

  

Einn af umtöluðustu kjólum kvöldsins var kjóllinn hennar Katy Perry. Drottningin sjálf, sem hefur ekki síður gaman af því að vekja umtal en að syngja, mætti í kjól úr spring couture línu Valentino 2014 og þótti sérlega vel við hæfi.

  

Pharrell mætti á rauða dregillinn í casual klæðnaði ásamt umtalaðasta höfuðklæðnaði kvöldsins - hatti frá Vivienne Westwood.

  

Madonna og sonur hennar mættu í stíl í jakkafötum frá Ralph Lauren. Það var svosem ekki það sem vakti umtal heldur tanngarðurinn á poppstjörnunni sem ákvað að fá sér "grill".

FAVORITES

  

Keltie Knight var ein af mínum uppáhalds í þessum fallega Paolo Sebastian kjól. Sniðið á toppnum er sjúklega fallegt!

  

Rita Ora var stórglæsileg í metal kjól frá Lanvin. Hún mætti með Coachella vin minn, hann Calvin Harris upp á arminn en á þeim er týpýskur Hollywood stærðarmunur (30 cm). Ég var ekki jafn hrifin af hringjahrúgunni og naglalakkavalinu hennar en hey, það er víst allt leyfilegt á The Grammy's wink

  

Queen B fellur ekki alltaf í kramið hjá mér með sínu kjólavali en það gerði hún heldur betur í ár. Hún mætti í stórglæsilegum kjól frá Michael Costello, með vínrauðan varalit og nýjustu hárgreiðsluna sína sem ég bara fæ ekki nóg af. Klárlega flottasti kjóll kvöldsins yes

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Here are the highlights from the Grammy's red carpet arrivals this year. Lots of trends and buzzing outfits, like usually.

The Daft Punkt duo were the big winners at the Grammy's this year, taking home 3 awards. However, there was another duo who stole the scene right at the beginning of the ceremony with their outstanding performance - who else than the power couple Beyoncé and Jay-Z. Beyoncé's dress was also my favorite look of the night yes

COACHELLA COUNTDOWN - 10 WEEKS

10 vikur í Coachella - jesús hvað vikurnar fljúga!

Hljómsveit vikunnar er í miklu uppáhaldi hjá mér og er því á algjörum must-see lista hjá mér á laugardagskvöldinu á Coachella, rétt á eftir meistara Pharrell. 

Dúóið sem skipar hljómsveitina Empire of the Sun kemur frá Ástralíu og tónlistin þeirra fellur sennilega í elektró/dance flokkinn. Ég elska lögin þeirra, textana, búningana, ævintýrahugsunina, myndböndin og lífsgleðina sem umkringir þá. Ég eiginlega verð að föndra Empire of the Sun búning fyrir hátíðina yes

Mæli með lögum eins og Walking on a dream, Standing on a shore, Half mast, Alive og DNA. We are the people verður samt alltaf mitt uppáhalds lag með þeim:

 
Nick Littlemore on the band's name: "The name comes more from the idea of and the fact that we're traveling around the world going to all the places of empires of the civilization where the sun has been a theme of worship."
 
Luke Steele on how they seek inspiration"Anything is inspiration. The vision of this band, it's built on imagination, so it comes from studying the samurais in art school to digital graphics, to topography, to filming under the ocean, to oil paintings, anything really."
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Coachella in 10 weeks! It's not even funny how the weeks just fly by, one after another.
 
The band of the week is Empire of the Sun. One of my favorite electro bands and a very important part of my Saturday night at Coachella.
I just love everything about this band - their energy, songs, videos, the consistency in their costumes and make-up and just the overall ambience.

Doesn't hurt that they're Australian wink

 

SCRATCH MAP

Það var pínu þema í jólagjöfunum mínum í ár - mínir nánustu þekkja litla ferðalanginn sinn greiniliega út og inn heart

Ég fékk nefnilega tvennskonar "scratch maps" til að skrásetja heimsóknir mínar víðs vegar um heiminn: 

Kortinu er skellt upp á vegg og svo er skafað jafnóðum af þeim löndum sem maður heimsækir. Löndin eru fyrst í möttum gullituðum lit en svo koma skemmtilegir litir í ljós þegar maður hefst handa við að skafa. Mér finnst þetta svo ótrúlega skemmtileg hugmynd, sérstaklega núna þar sem heimskort eru í svo miklu uppáhaldi hjá Íslendingum. Þetta kort fæst í tveimur stærðum bæði í Hrím og Minju. 

Þá er það hitt kortið sem ég fékk. Við systurnar vorum búnar að vera að skoða kortið hér að ofan því hún keypti svona fyrir kærastann sinn og mér tókst að finna einn galla á gjöf Njarðar. Mér fannst eitthvað svo spes að geta skafað af öllum Bandaríkjunum þó þú hefðir kannski bara heimsótt eitt fylki. Kananum í mér finnst Bandaríkin vera heill heimur út af fyrir sig, fyllkin eru svo gjörólík og því alls ekki hægt að segja að þú þekkir Bandaríkin eftir að hafa heimsótt eitt, tvö fylki. (Eflaust hefur fólk sömu sögu að segja um lönd eins og Indland og Kína sem hafa að geyma svo ótrúlega ólíka landshluta).

Haldiði ekki að snillinn hún systir mín hafi leyst þetta vandamál fyrir mig og tekist að hafa uppi á þessu fína korti í Dogma:

Þetta er nákvæmlega sama hugsun og hitt kortið nema hér skafar maður af þeim fylkjum sem maður hefur heimsótt. Þannig að nú fá þessi kort að hanga hlið við hlið uppi á vegg hjá mér og Kaninn í mér getur andað rólega yes

Þá er það bara að finna fallega glerlausa ramma svo að kortin njóti sín sem best - skelli mynd hér inn þegar þau eru komin upp á vegg!

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

My relatives seem to know me pretty well, at least there was a very evident theme in my Christmas presents. I got two scratch maps so I can document my trips around the world, because I tend to get very bored if I stay in Iceland for too long wink

I really love the idea behind these maps, you hang it up on your wall and then just scratch off the countries you've visited. Since I'm essentially an LA girl (at least over the winter months..brrr) I didn't think it was fair to scratch off the entire US when you've maybe only visited a few of the states.My sister, the genius, solved that problem by getting me a scratcy map just for the US states yes

A perfect gift idea for people who love to travel!

COACHELLA COUNTDOWN - 11 WEEKS

Nú eru 11 vikur í Coachella og spennan magnast.

Lag vikunnar er ekki með einum heldur tveimur Coachella listamönnum en Kid Cudi og MGMT slá saman hæfileikum sínum í þessu flotta lagi, "Pursuit of Happyness". Bæði Kid Cudi og MGMT munu stíga á svið á laugardagskvöldinu og eru bæði atriðin mjög ofarlega á lista hjá mér, þrátt fyrir að MGMT sé örlítið ofar í forgangsröðinni. 

Coachella fun facts:

- Hátíðin er haldin í Indio í Californiu fylki, í miðri Palm eyðimörkinni. Indio er í um 2ja klukkutíma akstursfjarlægð frá Los Angeles.

- Um 160.000 tónlistargestir sækja hátína á ári hverju (80.000 manns hvora helgi fyrir sig)

- Forsala miða fór fram í maí 2013 og seldust allir miðar upp á 3 dögum. Almenn miðasala hófst 10. jan sl. og seldist upp á innan við þremur tímum, enda talið að dagskrá hátíðarinnar sé ein sú besta hingað til.

- Hátíðin var fyrst haldin árið 1999 og hefur verið haldin á hverju ári síðan (að undanskildu árinu 2000).

- Í ár munu yfir 150 tónlistarmenn og hljómsveitir koma fram á hátíðinni.

- Árið 2012 voru tekjur af miðasölu Coachella um $47.000.000 og talið er að Indio borg hafi halað inn um $254.000.000 í tekjur vegna hátíðarinnar, sama ár.

 
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
11 Sundays until Coachella.

The song of the week is a collaboration between two Coachella artists - Kid Cudi and MGMT. Both playing Saturday night at Coachella and both on my list of must-sees. Who knows, maybe they'll team up at Coachella and perform this song ? I know one girl who would be very very happy heart

 

Golden Globes 2014

Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin hátíðleg í Beverly Hills í gærkvöldi með öllu tilheyrandi - þar á meðal red carpet arrivals sem mér finnst það skemmtilegasta við þessar verðlaunahátíðir.

Golden Globes hátíðin er í uppáhaldi hjá mér því þarna fær maður að sjá allan Hollywood skalann - tónlistarfólk ásamt leikurum úr bæði kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Stemningin á rauða dreglinum er líka frekar afslöppuð og kjólarnir "meðalfínir" en ekki alveg gala GALA eins og á Óskarnum.

Ég verð reyndar að segja að það var ekki eins skemmtileg fjölbreytni á rauða dreglinum eins og í fyrra. Eins fannst mér ekki nógu mikið um ný trend - greinilega eitthvað hugmyndaleysi í gangi hjá stílistunum Vestra. 

ORANGE-RED

  

  

Appelsínurauður var áberandi á rauða dreglinum enda skemmtilegur og skær litur. Þær Lupita Nyongo, Savanna Guthrie, Lousie Roe og Emma Watson tóku sig vel út. Sú síðastnefnda komst reyndar efst á topp listann minn eftir kvöldið, aðallega vegna þess hvernig kjóllinn hennar er að aftan. Nánar um það hér neðar.

PREGGERS

  

Það er alltaf í tísku að vera ólétt í Hollywood. Það geislaði af þeim Olivia Wilde og Kerry Washington og æj þær voru báðar svo fínar og sætar.

FLOWER POWER

  

  

  

  

Ef það er eitthvað trend sem gjörsamlega átti þessa Golden Globes hátíð þá var það blómamunstur í öllum stærðum og gerðum. Svarthvít blómamunstur, 3D blómamynstur, ásaumuð blóm í sama lit og kjóllinn ásamt nude fantasíu blómakjólum - allt þetta og meira til var sjáanlegt á rauða dreglinum í gær. Blómin einfaldlega steinlágu á Golden Globes í ár. 

COLOR BLOCKING

  

Taylor Swift var jafn flott og Sandra Bullock var hallærisleg. Fer samt þetta trend ekki að verða svolítið þreytt eða er það bara ég ? smile

BLACK AND WHITE

  

  

Þetta klassíska trend ratar enn og aftur inn á rauða dregillinn. Jennifer Lawrence heldur áfram í ástarsambandi sínu við Dior og mætti í kjól sem var ekki svo ósvipaður kjólnum sem hún mætti í á Óskarinn í fyrra (þegar hún datt svo eftirminnilega í tröppunum á leiðinni upp á svið).

THE GENTLEMEN

  

Ég varð að leyfa þessum tveimur herramönnum að fljóta með - sýna það svo sannarlega að jakkaföt eru ekki bara jakkaföt wink

FAVORITES

Í lokin eru svo hér mínir uppáhalds kjólar frá kvöldinu:

  

Maria Menounos í svo fallega bleikum kjól með smá geometry munstri, frá Max Azria Atelier. Tatiana Maslany í gullfallegum en jafnframt látlausum kjól með rómantísku ívafi frá Jenny Packham.

  

Það sem mér fannst kúl við kjólinn hennar Rocsi (til vinstri) var 90's sniðið á efri hlutanum á kjólnum. Kjóllinn er líka með fallegu munstri og smá Veru Wang fílíngur í því hvernig pilsið fellur. Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í ofsalega fallegum "Audrey Hepburn" kjól frá Georges Hobeika. 

  

Elisabeth Moss var á útopnu í gærkvöldi. Hún gaf áhorfendum E! fingurinn meðan hún sýndi skargripina sína í svokallaðri "Mani-Cam", missti út úr sér "Holy-Shit" þegar hún hlaut titillinn besta leikkonan fyrir leik sinn í þáttaröðinni "Top of The Lake" og síðast en ekki síst mætti hún í sjúklega flottum kjól frá J. Mendez.. Ég fíla svona fólk sem er örlítið rough around the edges yes

  

Zoey Deschanel ratar vanalega ekki inn á uppáhalds listann minn en þessu dressi kolféll ég fyrir. Loose-fitted toppur og tjull pils með smjörþef af high-low sniði, beint af tískupöllunum hjá Oscar De La Renta. Vávává heart

  

Þá er það uppáhalds dressið mitt frá Golden Globes í ár. Kemur kannski ekki á óvart að það sé jafnframt það frumlegasta wink Það er hún Emma Watson í ótrúlega skemmtilegum "hálf-kjól" frá Dior. Þetta finnst mér rauði dregillinn snúast um - að koma með skemmtilegar nýungar og þora að vera djarfur í kjólavali. P-E-R-F-E-C-T yes

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

It's January and the award season has officially begun!

Hollywood celebrated the 71st Golden Globe awards last night. My favorite thing about the award shows are the red carpet arrivals of course. This year, it was all about flowers, orange red, bland and white and color blocking. My favorites by far were Emma Watson and Zoey Deschanel - they were among the very few who actually took a risk and dared to be different. That's what fashion is all about smile

LINE-UP FOR COACHELLA 2014

Ég var ennþá hálfsofandi þegar ég slökkti á vekjaraklukkunni síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Á meðan ég sannfæri sjálfan mig um að það sé komin morgun þrátt fyrir svartamyrkur, tek ég daglega morgunrúntinn minn á instagram.  Tveimur sekúndum síðan er ég sprottin fram úr rúminu og hleypi nokkrum hásum píkuskrækjum út á meðan ég stari stóreygð á iphone skjáinn. Ójá, þarna blasir við mér hið dýrlega og langþráða LINE-UP fyrir Coachella hátíðina í ár.

Ég keypti miðann minn fyrir heilum 8 mánuðum síðan og núna eru einungis 3 mánuðir í þessa langþráðu tónlistarveislu. Nú fyrst fer þetta að verða raunverulegt! Ég á varla orð yfir þessu line-upi, mér finnst þetta margfalt betra heldur en í fyrra og það var nú ekki af verri endanum.

Ég er ennþá í hálfgerðu losti yfir því að Outkast ætli að koma saman aftur á Coachella eftir 7 ára hlé. Og hvað þá að ég muni sjá minn heittelskaða Pharrell syngja live - mann sem ég er búin að dýrka og dá síðan ég var 14 ára. (Fyrir þá sem ekki vita þá býr lítill "gangsta" innra með mér sem finnst fátt skemmtilegra en að hlusta á rapp, blús og RnB).

Ég er búin að gera gróft uppkast af MUST-SEE á hátíðinni en á sama tíma ætla ég líka að taka mér tíma í að hlusta á öll nöfnin sem eru þarna á blaði og kanna þar með ótroðnar slóðir. En eins og er þá lítur MUST-SEE listinn svona út:

Friday - Outkast, Chromeo, The Knife og Bastille

Saturday - Pharrell, Empire of the Sun, Fatboy Slim, MGMT, Solange, Tiga, NAS, Lorde, Foster the People, Muse og Kid Cudi

Sunday - Calvin Harris, Lana Del Rey, Disclosure, Beck og Rudimental. (Neibb, headline bandið á sunnudeginum er ekki á must-see lista hjá mér)

Það verður fróðlegt að sjá hvaða bönd bætast við hjá mér eftir nánari athugun. Laugardagurinn minn verður allavega nokkuð þéttur smile

Ég held ég geti ekki lýst því hvað ég hlakka mikið til! Tónlistar og tískuveisla á eina og sama staðnum (og mögulega smá celeb-sightseeing) -  og það í Californiu loftslaginu góða. Það er alveg einstaklega góð blanda af mínum áhugamálum heart Blómakransinn, gallastuttbuxurnar, blúndubolurinn,kímonóið og myndavélin er strax komið ofan í tösku - eina sem þarf. 

ShoeJungle fær að vera smá litað af tónlist fram að hátíð og skór vikunnar fá að víkja fyrir Coachella bandi vikunnar. Band 1 af 12 er Foster the People sem á allt of marga gullmola sem hafa ekki komist að í íslensku útvarpi - Houdini er eitt af þeim.

Og að sjálfsögðu verður instagrammið mitt yfirfullt af Coachella stemningu á meðan að á hátíðinni stendur - elsku aprílmánuður, flýttu þér til mín heart

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

The Coachella lineup is FINALLY here. I literally jumped out of my bed last Thursday, when I saw it during my daily morning-browse on Instagram. Can't believe I get to see Outkast perform together live after 7 years of silence. Or Pharrell, the ultimate (music) love of my life heart This is all starting to feel very very real now with the line-up out in the open and only 3 months to go. Music, fashion, sunshine and a bit of celebrity sightseeing, all in one place - this festival must practically have my name on it! All I have to do is pack my denim shorts, lace-shirt, kimono and a few flowers in my hair and I'll be good to go.

The festival is only 12 weeks away now so I'm going to pick a Coachella band each week and post a song by it here - just as a little teaser. 

And of course, I'll be on "instagram-overload" during the festival. You should probably hide me if you don't think you can handle it wink

Dear April - please hurry and get here soon!

F21 SHOES

Verslunina Forever 21 þekkja flestar skvísur sem hafa komið til Bandaríkjanna. Nokkurskonar HM Norður-Ameríku og gott betur en það - úrvalið er meira og verðið lægra. Ég fíla búðina sérstaklega vel vegna þess hvað viðbragstíminn hjá þeim er stuttur - um leið og eitthvað trend kviknar er það komið í verslanir innan nokkurra daga. Á sama tíma er reyndar mikið um skopstælingar á hönnun og það má deila um hversu siðlegt það nú er.

F21 hefur undanfarin ár skartað ágætis skóúrvali þar sem verðinu er haldið í algjöru lágmarki og þar með eru gæðin kannski ekki þau allra bestu. Hinsvegar hef ég alltaf verið talsvert hrifnari af F21 skóm heldur en t.d. skóm frá HM. HM skórnir eiga það til að vera svo stífir og plastkenndir á meðan að F21 skórnir eru í það minnsta vel gönguhæfir.

Á undanförnum mánuðum hef ég svo tekið eftir miklum betrumbótum á gæðunum hjá F21. Ég keypti mér nokkur pör í Boston í haust á algjört klink og ég hef notað alla þessa skó óspart - hvort sem það er í vinnunni eða í trylltum dansi með vinkonunum. Mjög flottir skór, þægilegir og þar með auðvelt að ganga á þeim tímunum saman. 

Ljósbrúnu skórnir hér að ofan fengu t.d. að rölta með mér um ófá stræti New York borgar án þess að vera með nokkur leiðindi. Og þessir skór eru ekki þeir lægstu sem maður finnur smile

  

  

Núna hafa skóhönnuðirnir hjá F21 svo algjörlega toppað sig en þeir voru að senda frá sér nýja skólínu "Premium Leather Collection" sem samanstendur af skóm sem eru úr ekta leðri en kosta samt allir undir $100.

Margir ofsa fínir skór - og enn og aftur á hlægilegu verði:

  

  

Ég er sjúk í skóna efst til vinstri. Hér eru fleiri myndir af þeim:

  

Ekki amalegt að fá ekta leður ökklastígvél á $80 eða um 9200 kr. 

Ánægð með þetta framtak hjá F21 yes

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ohh, how to start the praising of one of my favorite store - Forever 21.

Great selection, low prices and you can't beat their time to market. As soon as a new trend becomes popular - you can already find it at the F21 stores. I've always preferred F21 shoes over HM shoes. Their quality is way better, even though they manage to offer lower prices than HM. Over the last few months they've also improved the quality of their shoes even further. I bought a few pairs while in Boston this fall and I've used these shoes nonstop - whether during long days at the office or when I'm clubhopping with my BFF's.

As if that's not enough - they've released a new shoe collection, called "Premium Leather Collection". All the shoes in the collection are made out of 100% leather and available for under $100, which is ridiculous. The black boots in the top left corner are my favorite - I need them in my life heart

Even though some of their shoe releases are questionable as they tend to imitate some high-end designs very closely, a store like F21 is necessary for all the emerging shoe-divas out there. It doesn't matter if you're a broke student or a millionaire - you can embrace and wear the newest trends. Without declaring bankruptcy smile

HM & ISABEL MARANT

Gleðilegt ár elsku skóunnendur heart

Ég tók mér frí frá gjörsamlega öllu yfir hátíðarnar og snerti ekki við neinu tengdu vinnu eða tölvum frá Þorláksmessu og fram yfir áramót. Ég var búin að búa til lista af bíómyndum og heimildarmyndum til að horfa á þar sem ég gef mér aldrei tíma í svoleiðis og við systur lágum því tímunum saman eins og skötur og nutum þess að vera í kærkomnu fríi. Þetta voru virkilega ljúfir og afslappandi dagar - en á sama tíma var líka gott að komast í samband við umheiminn aftur í síðustu viku.

Ég átti yndislega daga í New York í nóvember þar sem ég meðal annars kíkti á samstarf HM og Isabel Marant. Ég lenti í New York á sama degi og fatalínan datt í hús og því var ansi tómlegt um að lítast í fyrstu HM búðinni sem ég heimsótti.  Langar raðir höfðu myndast fyrir utan helstu HM verslanirnar á Manhattan þennan dag en tískuunnendur höfðu beðið með mikilli eftirvæntingu eftir því að næla sér í flík úr þessu samstarfi.

Sem betur fer var búið að fylla á birgðirnar í næstu HM verslun sem ég rambaði á en fatalínan tók á móti mér í allri sinni dýrð um leið og ég steig inn í búðina:

Ég varð strax ástfangin af ákveðnu efni og munstri en átti mjög erfitt með að gera upp á milli þessara tveggja flíka:

Þá voru góð ráð dýr og ég endaði á því að hringja eftir neyðaraðstoð. Elskulega samstarfskona mín kom hlaupandi til mín úr Macy's (með troðfulla poka af fíneríi) og hjálpaði mér að taka lokaákvörðun. Við sammældumst um það að ég ætti fleiri en einar og fleiri en tvennar buxur í þessu sniði hér að ofan og að kjóllinn væri því sérstakari flík. Ég hef orðið sáttari og sáttari með ákvörðunina frá kaupunum en þessi kjóll er eitthvað svo einstakur í sniðinu. Uppáhaldið mitt er örmjóa "skoran" á bakinu.
Það er ekki laust við örlitla Kardashian stemningu í þessum kjól wink

Ég gjörsamlega elska þessi framtök hjá HM - að fara reglulega í samstarf við þekkta hönnuði og geta selt okkur tískusjúklingunum hönnunarvöru á viðráðanlegu verði. Ég hef keypt mér flíkur úr samstarfi HM við Vercace, Maison Martin Margiela og nú Isabel Marant og það er svo gaman að eiga nokkrar svona öðruvísi og vandaðar flíkur.

Ég hlakka til að sjá hvaða samstarf þeir kynna næst smile

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Happy new year, my fellow shoe-lovers heart

I got my Christmas outfit from a collection that Isabel Marant designed for HM. The collection hit stores in November and I was lucky enough to be in New York exactly around that time. This dress is so beautiful and unique - I just fell in love with the fabric and the pattern. I did have a hard time choosing between the pants and the dress above but in the end the dress felt more special. The design of it was simply too unique to bypass.

I adore these collaborations between HM and all these designers. I've got items from the collaborations with Vercace, Maison Martin Margiela and now Isabel Marant and these clothes have become the diamonds in my closet.

Simply can't wait to see who they will collaborate with next!

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook