ORGANIZING MANIA PART II

Það er svo magnað hvað umhverfið mótar mann. Fyrir LA búsetu þá var ég jú alveg naglalakkamanneskja en ég stressaði mig samt ekki á því að skipta um lakk þegar lakkið var orðið sjúskað. Kaliforníusælan býður aftur á móti upp á talsvert meiri notkun á opnum skóm og sandölum svo að það er skemmtilegra að vera með snyrtilega lakkaðar tásur. Jafnframt verða neglurnar á höndunum einhvernveginn meira áberandi - maður er í efnisminni fötum og er einhvernveginn í meiri stuði fyrir litadýrð á nöglunum. Það skemmir heldur ekki fyrir að maður borgar innan við 3.000 krónur fyrir hand og fótsnyrtingu wink Það er því komið upp í vana hjá mér að taka kósýkvöld einu sinni í viku vopnuð naglalakkaeyði, þjölum og nýju naglalakki yes

Naglalakkasafnið mitt óx hratt á meðan ég bjó í LA því það var svo auðvelt að kippa með sér 1-2 naglalökkum á innan við 500 kall þegar maður skrapp í Target. Lökkin hrúguðust upp í skúffunum hjá mér og þörfin fyrir betri hirslu varð meiri og meiri. Á sama tíma og ég keypti snyrtivöruhirsluna góðu þá fjárfesti ég því í naglalakkastandi í svipuðum dúr. Ég hélt reyndar að ég væri að kaupa stand sem væri í svipaðri stærð og A3 blað og brá pínu þegar pósturinn kom með kassa sem var stærri en stærsta ferðataskan sem ég var með! Einhvernveginn náðum við að blikka fólkið í Jet Blue innrituninni á LAX til þess að hleypa okkur með þetta frítt í gegn sem þriðju töskuna í stað $75 aukagjalds. Það hefði verið grátlegt fyrir stand sem kostaði bara $30 wink

Á vætusömu laugardagskvöldi fyir nokkrum vikum tók ég svo sívaxandi naglalakkasafnið mitt í gegn og raðaði því fallega í hirsluna.

  

Hillan góða komin upp á vegg inni á baði.

Búið að flokka lökkin gróflega - Sally Hansen, OPI og Sinful Colors eru þau lökk sem ég kaupi mér oftast núorðið.

Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég ætti svona mörg Sally Hansen lökK! Ég ætti að vera á prósentum...

Sinful Colors lökkin kosta $1.99 í Target og eru til í öllum regnbogans litum.

  

Meistaraverkið orðið klárt!

Litaröðuð naglalökk - ekki leiðinlegt fyrir skipulagsfríkið!

Ég er bara mjög sátt við útkomuna - standurinn hefði eiginlega ekki mátt vera minni svo að það sé pláss fyrir ný lökk. Þetta verður líka ekki eins fallegt ef standurinn er troðfullur. 

Ég mæli með Amazon eða Container Store fyrir þá sem vilja taka til í snyrtidótinu sínu, það er SVO mikið af sniðugum lausnum til. Það er líka svo margfalt betra að hafa dótið sitt sjáanlegt og þurfa ekki að róta í skúffum og körfum eftir því sem maður er að leita að wink

NORTH WEST

Kardashian veldið er frekar magnað - ég sló "Blue Ivy" inn í Google og upp komu 123.000.000 niðurstöður. Næst sló ég "North West" inn í Google og upp komu 1.720.000.000 niðurstöður. Tæpir 2 milljarðar! 

Bandaríkjamenn hafa beðið óþreyjufullir eftir fyrstu myndinni af North og slúðurblöðin hafa ítrekað boðið Kim&Kanye allt að 3 milljónir bandarískra dollara fyrir einkarétt á fyrstu myndunum. 

Samskiptamiðlar fóru því nánast á hliðina í gær eftir að fyrsta myndin af North West leit dagsins ljós í fjölmiðlum vestanhafs. Kanye West "frumsýndi" myndina í lokaþætti KRIS - sem er spjallþáttur sem mamma hennar Kim Kardashian hefur verið að reyna fyrir sér með. Vel spilað hjá þeim hjúum - þetta mun að öllum líkindum verða til þess að Kris fær að halda áfram með spjallþáttinn sinn en FOX tók þáttinn til prufu í sex vikur. Áhorfið hefur verið upp og niður en hefur mjög sennilega skotist lengst upp í þessum lokaþætti. Svo má dæma um hversu siðlegt/siðlaust þetta útspil hjá þeim K&K var - ég verð allavega að játa að ég var orðin spennt að sjá framan í þetta margumtalaða barn wink

Skömmu síðar birti Kim myndina á instagram og eftir það flaug myndin eins og eldur í sinu vítt og breitt um internetið:

360 milljóna króna mynd ? wink

Kanye sýndi áhorfendum KRIS að auki nokkrar aðrar myndir úr safni parsins, þar á meðal þessa mynd en parið gefur sig út fyrir að vera miklir skóunnendur:

Þáttinn í heild sinni má sjá á youtube síðu The Kris Jenner Show.

DEAR MR CAMPBELL

Nýtt lookbook frá meistara Jeffrey Campbell var að detta í hús. Ég er alltaf jafn hrifin af lookbook-unum frá JC - skemmtilega stíliseruð og frekar grófur og grungy fílíngur í gangi.

Nöfnin á skónum eru merkt neðst í horninu á myndunum fyrir áhugasama.

Skemmtileg pæling að smella barbie hausum inn í hælinn á Icy skónum. Sjálf er ég hrifnust af Scully skónum enda gullfallegir og með uppáhalds haust trendinun mínu - ná hátt upp á ristina.

Ég er hinsvegar ekki búin að gera upp við mig hvað mér finnst um þennan grófa botn sem er einkennandi í gegnum lookbookið. Hann minnir mig hættulega mikið á Cheap Monday Monolit skóna sem voru allsráðandi sumarið 2011 hjá Solestruck og fleiri verslunum. Ég er því ekki alveg nógu sátt við þessa leið hjá mínum uppáhalds hönnuði - ég hefði viljað sjá örlítið meiri nýbreytni. Ég er orðin of góðu vön þar sem hann hefur stanslaust sent frá sér hvert meistaraverkið á fætur öðru síðustu 3 árin.

Fallegt lookbook engu að síður og verður gaman að sjá haustskóna detta inn eina af öðrum wink

NASTY GALS DO IT BETTER

Ég er svo hrifin af Nasty Gal vefversluninni - eins og ég hef áður komið inn á.

Ég leyfði sjálfri mér að panta dágóða sendingu frá þeim á meðan ég var í LA:

Hvítur bolur sem passar við allt sem er upphátt - þýðir samt ekki að fara út að borða í honum nema maður láti sér nægja eitt salatblað. Foodbelly fer ekkert sérstaklega vel saman við þennan bol wink

Fullkomnar peplum buxur sem mig er búið að langa í lengi lengi. Ég er komin með nett ógeð af peplum á bolum og pilsum en þetta finnst mér geggjað! Ég varð jafnframt enn sáttari þegar ég fékk buxurnar í hendurnar og mátaði þær því þær eru úr smá stretchy efni svo að þær eru mjög þægilegar í þokkabót.

Gullfallegt gult pils sem er fullkomið í sniðinu. 

Maxi kjóll með skemmtilegum áherslum.

Fáránlega flott og öðruvísi pils - það er mun skærara heldur en það virðist á myndinni. Það er hálf gegnsætt svo það er smá áskorun að dressa það upp en mér finnst það geggjað við t.d. samfellu og sokkabuxur.

Svartur toppur með pínu peek-a-boo á hliðunum wink

Hvítur loose-fitted sumarkjóll. Á eftir að finna gott tilefni til að nota þennan wink

Svart og hvítt pils með skemmtilega zik-zak sniðinu.

Ég er svo sátt með þessi kaup - hver einasta flík passaði fullkomlega og ég sé fram á að nota allar þessar flíkur mikið. Og er í raun strax byrjuð:

  

Svarthvíta pilsið fékk að koma með í kokteilakvöld í Santa Monica í lok júlí.

  

Græna pilsið er á hraðri uppleið á uppáhalds listanum mínum.

  

Svarti bolurinn og pilsið góða á frænkurölti í Brooklyn heart

  

Svarti toppurinn og gula pilsið á árshátíð menntaskólahópsins í gær.

Næstu kaup munu þó vonandi innihalda eitt skópar þar sem NastyGal er með svo skemmtilegt úrval af skóm frá t.d. Jeffrey Campbell, Steve Madden, Miista og UNIF. 

Fyrir þær ykkar sem ætlið að leggja í ykkar fyrstu NastyGal kaup þá langar mig þó að vara aðeins við stærðunum. Ég myndi segja að stærðirnar séu frekar stórar en eftir að hafa lesið nokkur reviews á netinu ákvað ég að taka áhættu og panta allt í frekar litlum stærðum. Ef þið eruð t.d. á milli stærða myndi ég alltaf mæla með minni stærðinni. 

Endilega kíkið á NEW ARRIVALS hjá Nasty Gal - þetta er svo skemmtileg verslun!

INTERVIEW & FUN TIMES

Ég lét plata mig í smá viðtal hjá Bleikt.is á dögunum:

Áhugasamir geta lesið það HÉR

Ég var ræst snemma út í morgun en í dag höldum við menntaskólavinkonurnar upp á okkar fimmta árlega skemmtidag (árshátíð). Ég er að fara að henda mér í svakalegan búning og sem krafðist þess að grafa upp 15 ára gömul föt og skó - þetta verður eitthvað! 

Leyfi ykkur að fylgjast með í gegnum instagram - @aglaf

Gleðilegan laugardag heart

ORGANIZING MANIA PART I

Ég lét loks verða af því að fjárfesta í hinni einu sönnu snyrtivöru hirslu, eftir að hafa margskoðað ódýrari "eftirlíkingar" hér og þar á netinu. Ég er svo ótrúlega sátt við þessi kaup þrátt fyrir að þetta hafi kostað mig hálfa ferðatösku í plássi á leiðinni heim frá LA sumardvölinni.

Fyrsta föstudagskvöldið mitt á klakanum neitaði ég því öllum gylliboðum um rauðvínsdeit eða partýhittinga og fór heldur í það að skipuleggja málningardótið mitt frá A til Ö. Hvað gerir maður ekki fyrir gott skipulag ? wink

Hér er gersemin, nýkomin til landsins:

  

Þessi snilldar make-up organizer (sem fæst á Amazon) kemur með þar til gerðum "skilrúmum" svo þú getur hólfað hverja skúffu niður í færri hólf ef þú vilt. Hver skúffa er líka ótrúlega djúp svo það er í raun lygilegt hvað maður kemur miklu fyrir í hverri skúffu.

Og þá var hafist handa:

Ég hef prófað ótal margar aðferðir við að geyma snyrtidót en aldrei fundið neitt sem virkar til lengdar - skilrúm í skúffur, hillur, körfur og alls kyns hirslur. Málningadótið mitt var því núna bókstaflega í einni hrúgu:

Hálfnað er verk þá hafið er. Uppáhalds snyrtivörurnar mínar (MAC varalitasafnið) var eitt af því fyrsta sem fékk samastað í nýju hirslunni:

Og hér má svo sjá afrek kvöldsins - klárlega besta (og fallegasta) snyrtivöruhirsla sem ég hef nokkurntímann átt:

   

Næst sýni ég ykkur naglalakka-rekkann sem ég keypti í stíl við þessa hirslu - algjört þarfaþing fyrir naglalakkasafnara wink Það er svo ljúft að koma skipulagi á dótið sitt!

FALL SHOES

Loksins eru haust trendin að detta í verslanirnar. Ég er búin að bíða eftir ÞESSU trendi svooo lengi eins og ég talaði um í febrúar.

Jeffrey Campbell veit hvað hann syngur:

  

  

  

Snillingurinn er búinn að blanda þessu trendi við hina klassísku Mary Jane skó. 

Þessir skór eru búnir að taka dágott stökk efst á WANTED listann minn. Fáanlegir hjá Karmaloop.

heartheartheart

BRANDY & MELVILLE

Ég elska að uppgötva nýjar verslanir þegar ég er á faraldsfæti.

Ég elti vinkonur mínar inn í ótrúlega skemmtilega búð sem heitir Brandy & Melville og er staðsett á Santa Monica 3rd Street Prominade. Við stöllur vorum í mjög "beachy fílíng" - í strandarkjólunum yfir bikiníin og með sandinn í hárinu eftir langan dag á Malibu beach. Það fyndna við þetta var að við pössuðum bara nokkuð vel inn í stemninguna í búðinni sem er einmitt með frekar "messy" uppstillingar og beachy þema.

  

The store name Brandy & Melville was inspired by two people in love. (Brandy) was this American girl, and Melville was this English guy. They fell in love in Rome. … It was a cute love story.”

Þessi verslun er ættuð frá Ítalíu og eru allar vörur hannaðar og framleiddar þar í landi. Verslunin hefur dreift sér mjög hratt á síðustu árum og geta kaupglaðir Íslendingar t.d. fundið hana á Broadway í New York, á Newbury verslunargötunni í Boston og á Kings Road í London. Búðin er meira að segja að opna í Stokkhólmi núna í sumar! Eitthvað segir mér nú að búðin muni breiða enn frekar úr sér á Skandinavíkuskaganum á næstu árum wink

Þær skvísur sem fíla Urban Outfitters og American Apparel ættu ekki að vera sviknar af vörunum í þessari búð en ég myndi staðsetja stílinn einhversstaðar á milli þessara tveggja verslana. Fílíngurinn er frekar hippa/rokkaralegur en samt sem áður hægt að finna mjög klassískar flíkur. Verðið er alls ekki svo slæmt en ég myndi segja að verðlagið sé að meðaltali lægra heldur en í UO og AA.

Fyrir utan það að vera með flott föt þá eru þau líka með mjög skemmtilega aukahluti eins og töskur, skartgripi, iphone hulstur að ógleymdu mínu uppáhaldi - skiltunum. Gretchen úr Mean Girls poppaði öskrandi upp í hugann á mér þegar ég rakst á Iphone hlustur með áletruninni "YOU CAN'T SIT WITH US" og ég átti bágt með mig að grípa það ekki með mér ásamt 3-4 skemmtilegum skiltum. 

Mæli með að þið heimsækið þessa búð ef þið heimsækið þessar borgir einhverntímann í náinni framtíð!

KRISTIN CAVALLARI FOR CHINESE LAUNDRY

Kristin Cavallari er sennilega þekktust fyrir "hlutverk" sitt sem vonda stelpan í "raunveruleikaþáttunum" Laguna Beach og The Hills. Hlutverk og raunveruleikaþættir eru í gæsalöppum þar sem að í lokaþætti The Hills var gefið í skyn að þættirnir hefðu verið scriptaðir að einhverju leyti - einn flottasti lokaþáttur sem ég hef séð yes Svo er það bara áhorfendans að meta hvað var raunverulegt og hvað var leikið í þessum sex seríum - blurred lines much ? 

Kristin hefur einnig vakið athygli fyrir það að vera flott skóuð í gegnum tíðina og hefur fengið talsvert lof fyrir skóval hjá tískusérfræðingum vestanhafs. Ég man sérstaklega eftir því þegar að loðbomsur voru að byrja að koma aftur í tísku fyrir ca 8-9 árum og ég var að horfa á Laguna Beach þættina eitthvert kvöldið. Þá setti Kristin það ekkert fyrir sig að búa í sólarsælunni í Kaliforníu og valsaði um í loðbomsum við gallastuttbuxur og hlýrabol - allt til að vera með í nýjasta trendinu.

Árið 2011 hófst samstarf hennar við Chinese Laundry þar sem hún gerðist guest editor á heimasíðu fyrirtækisins og birti þar ýmis tískuráð ásamt því að velja reglulega sína uppáhalds Chinese Laundry skó. Í desember 2012 gekk hún skrefinu lengra í samstarfinu og gaf út sína fyrstu skólínu í samstarfi við fyrirtækið. 

Fljótlega eftir að skórnir hennar komu í sölu hjá Chinese Laundry fletti ég í gegnum þá í vefverslun CL og fannst þeir ekkert sérstaklega flottir. Mér fannst hún taka litla sem enga áhættu og í raun bara stæla það sem aðrir voru að gera. Hinsvegar hefur hún bætt skóm við línuna núna jafnt og þétt og þegar ég heimsótti CL verslun í LA núna í júlí kom úrvalið mér skemmtilega á óvart. Línan hennar samanstendur af bæði flatbotna skóm og hælum ásamt stígvélum og vetrarskóm í öllum mögulegum stílum. LA ferðafélaginn minn endaði meira að segja á því að kaupa sér skóna sem Kristin er í hér að ofan enda koma þeir ótrúlega vel út á fæti.

  

Þar sem að Bandaríkjamenn eru miklir aðdáendur raunveruleikasjónvarps þá velti ég því fyrir mér hvort að ímynd Kristin í The Hills þáttunum hafi gert henni erfitt fyrir. Sérstaklega þegar hún fór út í það að selja vörur þar sem brandið byggist nær eingöngu á nafninu hennar. Vinkona mín sem keypti sér skó frá henni var t.d. ekkert allt of æst í það að kaupa skó frá henni þrátt fyrir að henni fyndist þeir flottir (enda fylgdist hún með Laguna Beach og The Hills á sínum tíma og hafði þróað með sér sterkar skoðanir um Kristin). Spurning hvort að fólk setji það fyrir sig þrátt fyrir að finnast skórnir mjög flottir ?

Kristin giftist svo NFL leikmanninum Jay Cutler í sumar, á þeim dýrðardegi 8. júní (afmælisdagurinn minn) og klæddist gullfallegum kjól frá Monice Lhuillier ásamt skóm sem hún hannaði sjálf fyrir Chinese Laundry.

  

Skórnir sem hún hannaði fyrir brúðkaupsdressið sitt heita "LOVE" sem verður að teljast sérlega viðeigandi wink Áhugasamir geta nálgast skóna HÉR.

Mæli einnig með að þið tékkið á nýjustu skóm vikunnar sem eru einir af mínum uppáhalds frá Kristin yes

P.S. fyrir aðdáendur The Hills þá var tekinn upp annar endir á seríunni með Lauren Conrad sem var ákveðið að nota ekki á sínum tíma. MTV hefur hinsvegar ákveðið að sýna þessar upptökur næsta föstudagskvöld og því verður sennilega hægt að nálgast þær á veraldarvefnum strax á laugardaginn. Ég skýt á það að þessi endir sýni Lauren og Brody enda saman! crying

MANGO YELLOW

Karrýguli liturinn er búinn að vera mjög ráðandi síðustu tvo vetra. Einn af sumarlitunum í ár er alls ekki svo ólíkur þeim karrýgula - nokkrum tónum ljósari og aðeins "sumarlegri".

  

Sá þennan mangógula lit út um allt í USA í sumar. Fjárfesti í skyrtu&bol frá HM í þessum lit og er búin að nota báðar flíkurnar mjög mikið - passa líka fullkomlega við svart sem gerir notkunargildið ekki erfitt.

  

  

  

Nú langar mig í einhvern fallegan mangógulan kjól til að vera í á árshátíð vinkonuhópsins eftir nokkrar vikur:

  

  

  

Flottur litur í stíl við þessa gulu skvísu á himninum sem ég er búin að gera sérsamning við út september að minnsta kosti yes

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook