CALIFORNIA ENDLESS LOVIN

Þá er ég enn og aftur stödd á Keflavíkurflugvelli, tilbúin að stinga af á vit ævintýranna. Upplifun mín af flugvallarhangsi gjörbreyttist eftir að ég fór að sækja Saga Lounge-inn fyrir brottför í Leifsstöð (það gerðist þegar ég ákvað að taka enn eitt skrefið í átt að því að verða fullorðin og fá mér alvöru visakort). Þetta er það besta sem ég veit fyrir langt flug - afslöppun í hæsta gæðaflokki með góðum mat, drykkjum og þægilegum legubekkjum yes

Einn af kostunum við að færa sig úr skólalífinu yfir á vinnumarkaðinn er heill mánuður í sumarfrí. Ég ætla að taka mér góðan rúnt um Bandaríkin og byrja á því að heimsækja USC vin minn í elsku bestu San Francisco. Því næst er förinni heitið "heim" til LA þar sem ég og vinkona mín ætlum að lifa ansi ljúfu lífi í tæpar 3 vikur. Ferðinni lýkur svo í New York með elsku bestu frænku og öðrum skólafélaga úr USC. Not too shabby smile

  

Vegna anna í vinnunni hefur bloggið setið á hakanum undanfarnar vikur - leiðinlegt því ég er með svo mörg blogg í kollinum en vantar bara fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Vonandi næ ég að raða þeim inn meðan ég sóla mig á sundlaugarbakkanum. 

Verð virk virkari virkust á instagram - @aglaf

MAKE UP ORGANIZER

Eins og ég hef áður minnst á þá er ég sökker fyrir raunveruleikasjónvarpi. Bandaríkin eru konungsríki raunveruleikasjónvarpsins og þegar maður hefur búið þar þá hefur maður bókstaflega séð allt. Það eru til þættir um fjölkvæni, 16 ára óléttar unglingsstúlkur, keppni um besta brúðkaupið - you name it.

Þegar ég var í mastersnámi úti í LA þá þróaði ég með mér þann ósið að vera með kveikt á sjónvarpsstöðinni E! á meðan ég var að læra og það leið því ekki á löngu þar til ég var búin að sogast allsvakalega inn í Kardashian hringiðuna (dagskrá E! samanstendur að miklu leyti af sjónvarpsþáttum um þessa stórfjölskyldu). Lífið í Kardashian fjölskyldunni er ekki alltaf dans á rósum - það þarf að velja hvaða kjól maður á að vera í á hinum og þessum viðburðum, vakna stífmálaður fyrir myndavélarnar, sverja fyrir það á hverjum degi að maður sé ekki með sílíkon í rassinum og fá 50 milljónir fyrir að mæta á næturklúbb og segja hæ við viðstadda. Úff púff.

Að öllu gamni slepptu þá er alls ekki leiðinlegt fyrir tískuáhugafólk að fylgjast með þáttunum en þær stöllur reka til að mynda DASH fatabúðirnar í LA, Miami og NY. Ég fjárfesti í jakka úr samstarfi BeBe og DASH árið 2010 og ég hef aldrei notað neinn jakka svona mikið - fullkomin í sniðinu og mjög vandaður. Og burtséð frá því að fá að fylgjast með rekstri fatabúðanna í gegnum þættina þá eru þær stöllur frekar fyndnar og gaman að fylgjast með lúxusvandamálunum þar á bæ - svo eru þær nú  alveg að díla við vandamál okkar ómerkilega fólksins wink Það sem gerði það að verkum að ég festist í þáttunum er samt fatastíll elstu systurinnar (Kourtney) en mér finnst hún með ótrúlega skemmtilegan stíl og eins fer hún sínar eigin leiðir í fatavali.

Jæja þetta er orðinn frekar langur inngangur að því sem ég ætlaði að segja hérna smile Allavega, ég sat einn sólríkan LA dag í stofunni minni og las stærðfræðisannanir (með inniveiki á háu stigi) á meðan ég fylgdist með lúxusvandamálum Kardashian fjölskyldunnar með öðru auganu. Ég rétt svo lít upp úr sannanabrjálæðinu þegar ég rek augun í hina fullkomnu snyrtivörugeymslu hjá henni Kourtney vinkonu minni:

Þetta var fyrir 2,5 árum síðan og ég hef ekki enn hætt að hugsa um þessa hirslu. Vandamálið er að svona akrýl hirslur eru alls ekki ókeypis en þær eru að kosta í ódýrasta falli um 150 dollara sem er tæpur 20 þúsund kall. LA námsmaðurinn og skóáhugamanneskjan gat því ekki réttlæt þau kaup á sínum tíma og ég fjárfesti því í einhverjum wannabe plastskúffum úr Target til að byrja með.

Núna hinsvegar, eftir ótal misheppnaðar tilraunir til að reyna að koma snyrtidótinu mínu þægilega fyrir, er ég alltaf að færast nær því að þessar akrýl hirslur séu málið. Þær eru fallegar, halda utan um snyrtidótið á einfaldan og þægilegan hátt og það er jafnframt auðvelt að gramsa eftir hlutum í þessu. Ég hef lesið fjölmörg reviews um þessar hirslur og þau skemma ekki fyrir - allir sem taka skrefið og fjárfesta í þessum hirslum virðast lofa þær fram í rauðan dauðann.

Fyrir áhugasama þá fæst mín draumahirsla hér á Amazon  (þ.e.a.s. með tilliti til verðs). Ofsa falleg og litlu krúttlegu handföngin skemma ekki fyrir:

Þá er bara spurningin hvort maður eigi að sleppa næstu JC kaupum og splæsa í eina svona frekar ? yes

 

New beginnings

Það er allt að gerast hjá mér þessa dagana.

Síðustu dagar hafa farið í flutninga en eftir að hafa nú flutt þrisvar sinnum á síðasta eina og hálfa ári (og þar af einu sinni yfir hnöttinn) get ég með sanni sagt að ég sé komin með upp í KOK af búslóðarflutningum. Nú er mín líka komin í flutningabann wink

Eftir að hafa stritað síðustu daga við að pakka ofan í og upp úr kössum, spasslað, málað og græjað - þá var mjög kærkomið að stökkva upp í flugvél í gær og kíkja í heimsókn til BFF í Washington D.C. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og ég er strax kolfallin fyrir borginni. Fallegar byggingar og mikið af krúttlegum townhúsum, kaffihúsamenning á hverju horni, góðar almenningssamgöngur og mikið af görðum og fljótum.

Stefnan í dag er tekin á Target, Container Store og Bed Bath and Beyond en þessi USA ferð verður ekki notuð í skókaup heldur ætla ég að birgja mig upp af fallegum hlutum fyrir nýja fína heimilið mitt.

Ég verð virk á gramminu - @aglaf

YEARS GO BY

Þegar fólk fætt "nítíuogeitthvað" fór að gera garðinn frægan þá fór mér fyrst að finnast ég gömul. 

Selena Gomez er ein af þessum unglömbum en hún er fædd árið 1992 - sama ár og ég fór á Aladdín í bíó, heimsótti Disneyland í fyrsta skipti og settist á (franskan) skólabekk. Það er eitthvað svo krúttlegt við Selenu, hún er lítil og sæt, varð fræg fyrir að leika í einhverjum krakkaþætti á Disney Channel, varð ennþá frægari fyrir að vera fyrsta alvöru kærastan hans Justin Biebers og færði svo út kvíarnar fyrir stuttu og hóf söngferil.

Selena er einmitt í ótrúlega flottum dressum í nýjasta myndbandinu sem hún sendi frá sér, við lagið "Come and Get It".

Flott dress eftir norska hönnuðinn Kristian Aadnevik. Lagið sjálft er heldur ekki svo slæmt, þó það sé frekar ólíkt því sem ég hlusta venjulega á:

Já það er magnað hvað manni finnst maður standa í stað gagnvart tíma og árafjölda - enda er þetta auðvitað allt spurning um viðhorf. Ég fór mikið að pæla í þessu viðhorfi eftir að ég byrjaði í núverandi vinnunni minni, en þrátt fyrir að vera langyngst í mínu vinnuteymi hef ég aldrei fundið fyrir því á neinn hátt. Burtséð frá allt að 20 ára aldursmuni þá get ég hlegið, fíflast og dansað með vinnufélögunum eins og enginn sé morgundagurinn.

Ég ætla því að hlakka til að verða afmælisbarn eftir 2 daga og hætta að kvíða ört fjölgandi kertum á afmæliskökunni - maður verður bara betri og betri með árunum yes Og eins og ég og mín bestasta sammældumst um á góðri stundu í Las Vegas nú á dögunum þá ætla ég aldrei að hætta að hafa gaman og haga mér eins og vitleysingur þegar svo ber við.

Svo get ég líka huggað mig við það að vera fædd á sama ári og háttsettir töffarar eins og Lady Gaga, Olsen tvíburarnir, Lana Del Ray og fleiri. Við getum þá grenjað saman í kór á þrítugsafmælinu okkar með Selenu litlu Gomez á fóninum wink

BACK TO HELL

Loksins LOKSINS eru UNIF Hellbound skórnir komnir aftur í sölu eftir að hafa verið uppseldir í marga mánuði!

Núna tek ég enga sénsa og panta þá strax í dag, því þeir eigi eftir að seljast upp á nokkrum dögum.

Skórnir komu aftur í sölu bæði á UNIF síðunni og Solestruck og eru strax nærri uppseldir í svörtu á UNIF síðunni.

Ji hvað ég hlakka til að eignast þessa langþráðu skó loksins yes

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook