FORSTJÓRI HM Í VIÐTALI

Forstjóri HM, Karl-Johan Persson, var í viðtali við Metro news í gær. Ég var ánægð með kappann - sérstaklega þegar hann kom inn á siðferðislega skyldu HM, bæði gagnvart vinnuaðstæðum og vali á módelum fyrir herferðir fyrirtækisins.

  

There’s a lot of debate about anorexic models right now. Shouldn’t H&M introduce curvier models?

We have a huge responsibility here. We’re a large company, many people see us, and we advertise a lot. I don’t think we’ve always been good. Some of the models we’ve had have been too skinny. That’s something we think a lot about and are working on. We want to show diversity in our advertising and not give people the impression that girls have to look a particular way. By and large, I think we’ve succeeded: we’ve many different kinds of models from different ethnic backgrounds. In our last campaign we had a somewhat more buxom model, and now we’re having Beyoncé, who’s a bit curvier as well.

I believe that the models in our advertising should look sound and healthy. There are models who’re too thin or obviously underweight, but there are also those who’re just thin, and they’re the ones we should keep working with, as long as they look sound and healthy. We can get more disciplined, because sometimes there have been mistakes.

Hann talar einnig um þá vinnu sem hefur verið í gangi varðandi bættar vinnuaðstæður í verksmiðjum fyrirtækisins í Bangladesh en fyrirtækið er með miklar framkvæmdar í gangi  til að bæta vinnuöryggi og hefur tvisvar hækkað launataxta hjá starfsfólki sínu.

Verfræðinördinn í mér hefur líka gaman af því að forvitnast um tekjumódelið þeirra en mér fannst áhugaverð pælingin hans um launahækkanirnar. Karl-Johan hefur oft fundað með forsætisráðherra Bangladesh varðandi þessar launahækkanir en forsætisráðherrann hefur ekki alltaf verið hlynntur þessum aðgerðum. Oft eru mörg mismunandi fyrirtæki að vinna innan sömu verksmiðju og því er erfitt fyrir þau fyrirtæki sem eru að vinna í sömu verksmiðju og HM að fylgja ekki eftir þeirra launahækkunum - fók sem situr hlið við hlið í verksmiðjunni býst við að fá greitt sömu laun hvort sem það vinnur fyrir HM eða aðra fatakeðju. Þetta gæti því hrint af stað keðju launahækkana sem á endanum gæti hrakið fataframleiðendur frá Bangladesh (svipað og gerðist í Kína fyrir nokkrum árum) - og það vill hvorki forsætisráðherrann né fólkið í landinu.

Hann kemur líka inn á góðan punkt varðandi high-end fatakeðjurnar. Þær eru oft á tíðum að framleiða fötin sín í sömu verksmiðjum og HM og eru að greiða launþegum sínum nákvæmlega sömu laun. Munurinn er að þau leggja talsvert meira á sínar vörur smile

Hér er greinin í heild sinni fyrir áhugasama.

COACHELLA 2014

Þá er það staðfest - ég er á leiðinni á mína fyrstu (og langþráðu) Coachella hátíð!

Ég og BFF frá LA erum komnar með miðana í hendurnar og getum farið að hefja tilhlökkunina. Ekki nema 10,5 mánuðir til stefnu yes

Fyrir þá sem ekki vita þá er Coachella stór tónlistarhátið sem er haldin rétt hjá Palm Springs, inni í Kaliforníu eyðimörkinni. Nokkurskonar þjóðhátíð í tíunda veldi. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1999 og er haldin að fyrirmynd gömlu góðu Woodstock hátíðarinnar. Line-upið í ár var ekki af verri endanum og mátti sjá nöfn eins og Hot Chip, Wu Tang Clan, XX, Red Hot Chili Peppers, Phoenix, Modest Mouse, La Roux, Franz Ferdinand, Fedde Le Grand og Eric Prydz að ógleymdum íslensku böndunum Of Monsters and Men og Sigur Rós. Dagskrá næstu hátíðar verður ekki birt fyrr en í janúar en ég hef litlar áhyggjur af því hvaða bönd mæta til leiks - nafnalistinn hefur ekki klikkað hingað til. 

Æj, það verður ansi ljúft að geta farið á "þjóðhátíð" og sleppt ullarpeysunni og stokkið frekar í gallastuttbuxur og hippalegan blúndubol. Svo skelli ég klárlega á mig blómakransi og John Lennon sólgleraugunum til að toppa Coachella lúkkið smile 

  

  

  

Þar sem Coachella hátíðin er svo einstaklega vel staðsett svona líka rétt hjá mekka kvikmyndaiðnaðarins þá hafa stjörnurnar heldur betur látið sjá sig á þessari hátíð, hver af annarri:

  

Kate Bosworth og Solange Knowles

  

Jessica Alba og Hilton erfinginn

  

Módelið Chanel Iman ásamt Katy Perry

Herra Wang

  

Diane Kruger & Joshua Jackson ásamt Julianne Hough í banastuði

  

Bella Thome og önnur af Kate Bosworth

  

PLL skvísurnar Ashley Benson og Troian Bellisario (Hanna og Spencer) ásamt Twilight parinu Kristin Stewart og Robert Pattinson

Eitthvað segir mér að instagram, snapchat og hvaða forrit sem verður komið í apríl 2014 verði ofnotað yfir Coachella helgina! 

 

ÓÐUR TIL INSTAGRAMS

Enn og aftur að instagram smile

Vinkona mín sagði við mig um daginn að hún héldi að instagram myndi falla með tilkomu snapchats alveg eins og myspace féll með tilkomu facebook. Ég varð alveg pínu hrædd við þessa staðhæfingu því ég sæki svo mikið af innblæstri og hugmyndum af instagram. Það að skrolla í gegnum myndir og geta leitað að hugmyndum í gegnum hashtags er einhvern veginn svo allt annar fílíngur heldur en að þræða mismunandi tískublogg. En ég held ég þurfi ekkert að hafa neinar áhyggjur - eftir tilkomu snapchats er instagram orðið laust við "fréttaveitu" stemninguna og er meira orðið að hnitmiðuðum hugmyndabanka.

Mér datt í hug að lista hér upp nokkra af mínum uppáhalds instagram notendum:

MISS KL - @realmisskl

Þeir sem fíla grunge tísku með örlitlu goth ívafi mega ekki láta þetta framhjá sér fara. Það eru algjörir snillingar sem sjá um MISS KL instagramið og ekki skemmir sérlega kaldhæðinn húmor fyrir wink

Haha ég elska þessa tösku á myndinni hér fyrir ofan - tilvalin fyrir bitrar stelpur eins og mig sem hafa ekki efni á draumaveskinu frá Chanel / Louis Vuitton / Michael Kors wink

 

SOLESTRUCK - @solestruck

Kannski augljóst val fyrir skóáhugakonu en samt svo mikilvægt. Instagram myndirnar þeirra hafa oft verið kveikjan að löngun í nýja skó frá þeim svo að markaðsfræðin á bakvið instagramið þeirra klikkar í það minnsta ekki. Svo pósta þau líka dúllulegum kisumyndum í bland við skó - hverjum finnst það nú ekki krúttlegt smile

INSTYLE - @instylemagazine

Fyrir nörda eins og mig sem hafa gaman af því að fylgjast með því hvað gerist á bakvið tjöldin hjá einu þekktasta tískuriti heims.

LAUREN CONRAD - @laurenconrad

Ég slysaðist inn í Laguna Beach þættina þegar ég var 18 ára gelgjuskott að flakka á milli sjónvarpstöðva á köldu íslensku vetrarkvöldi. Ég féll fyrir einni af aðalpersónunum í þáttunum og öfundaði hana ekkert lítið þegar hún ákvað að elta drauminn sinn og flytja til LA (ekkert ósvipað því sem ég átti eftir að gera 5 árum síðar). Tveimur Laguna Beach seríum og sex The Hills seríum síðar er ég enn að fylgjast með Lauren enda ótrúlega flott stelpa þar á ferð. Tískufrömuður, skemmtilegur ljósmyndari og ágætis rithöfundur (mæli með LA Candy seríunum fyrir ykkur sem vantar heilalaust lesefni utan vinnu/skóla).

JEFFREY CAMPBELL - @jeffreycampbell

En ekki hvað. Skór og frumleg outfit í bland við skemmtileg kvót fyrir skóunnendur. What more can you ask for ?

Leðurbuxurnar hér að ofan eru TO DIE FOR! 

Fleiri skemmtilegir grammarar sen skera sig úr fjöldanum:

@fashionflashion - skemmtilegar outfit myndir

@blaireadiebee - instagram tískubloggarans og NY búans Blair Eadie

@beyonce - þarf vart að kynna nánar smile

@jessicaalba  - myndir frá tískuviðburðum, fjölskyldulífi, Hollywood glamúr, ferðalögum,girnilegum máltíðum ásamt innsýn inn í fyrirtækjarekstur. Ein sú skemmtilegasta á instagram, eins og ég hef nefnt áður

@ryanseacrest - skemmtilegar hliðar Hollywood lífsins

@urbanoutfitters - bland af tískumyndum og daglegu lífi hjá starfsfólki UO. Alls konar skemmtilegheit þess á milli en þau voru t.d. með live feed frá Coachella smile

Að lokum, grammarar sem ég mæli ekki með að followa:

@badgalriri - Rihanna fær mörg mínusstig fyrir myndirnar sem rata inn á instagramið hennar. Myndir af áfengisdauðu fólki, henni hálfnaktri ásamt óviðeigandi yfirsriftum eru ekki að gera sig.

@christinamilian - Elsku sæta Christina Milian - ég elskaði "Am to Pm" lagið frá þér meira en allt en ég er alveg búin að ná því að þú ert kynnir í The Voice og að þú hittir Adam Levigne og Shakiru á hverjum degi smile Fáránlega flott stelpa með fáránlega leiðinlegt instagram.

Instagram lífið er yndislegt heart Endilega fylgið mér á gramminu - @aglaf  eða skoðið myndir undir hashtagginu #shoejungleis en þangað rata allar myndir sem ég pósta tengdum skóm.

HELMUT LANG BLAZER

Afsakið bloggleysið - var með LA vinkonu í heimsókn og hver einasta mínúta var nýtt í dýrmæta samveru heart En þá er það bara back to business.

Fyrir ca hálfu ári síðan keypti ég mér eftirlíkingu af Helmut Lang blazer sem ég gjörsamlega elska:

  

  

Fékk hann fyrir algjört slikk í einni uppáhalds USA vefverslun. Ofsa líkur original týpunni:

  

  

Ótrúlega ánægð með þessi kaup - datt ekki í hug að ég gæti ofnotað hvítan blazer svona mikið wink

LA SHOES

Enn að LA ferðinni góðu.

Þar sem ég kom heim með troðfulla tösku af skóm þegar ég skrapp til Denver í desember þá einblíndi ég á fatakaup í þessari ferð. (Það voru heldur engar Black Friday útsölur sem auðvelduðu veskinu kaupin í þetta skiptið).

Að sjálfsögðu stóð ég samt undir nafni og greip með mér nokkur pör - hér má sjá afraksturinn:

  

Deandri Helga - nánari upplýsingar um þessa gullfallegu skó HÉR

  

HM ökklastígvél sem mér finnst passa við gjörsamlega ALLT þessa stundina.

  

Nude non-platform hælar sem er möst að eiga í skóskápnum en þessa fann ég í F21. Neonbleika ökklabandið setur skemmtilegan svip á skóna en því er auðveldlega hægt að smella af. Hugsa að ég leyfi bandinu að vera á út sumarið wink

  

Jeffrey Campbell Boop D Doo. Svoooo fallegir og þægilegir!

  

Gullfallegir HM skór sem ég rakst á inni í HM í Caesar's Palace í Vegas. Fann þetta eina par sem reyndist svo heppilega vera í minni stærð. Hællinn er með þeim flottari  - lítur út eins og pinnahæll aftan frá en er í raun þykkur og massífur.

Afskaplega  ánægð með þessi kaup. Verð samt að viðurkenna að ég er dolfallin yfir JC skónum.

  

  

Gekk svo langt að fara út í þeim í snjókomu um daginn - held að það sé skynsamlegra að bíða eftir sumarsólinni svo ég eyðileggi ekki rúskinnið wink

PRIVILEGED SHOES

Ég hef áður talað um það hvað ég er hrifin af instagram. Ég skoða instagram á hverjum degi og það er með því fyrsta sem ég glugga í á morgnana meðan ég er að nudda stírurnar úr augunum og það síðasta sem ég geri áður en ég legg símann frá mér á kvöldin og skríð upp í rúm.

Ég er að "follow-a" alls konar skemmtilegar týpur á instagram og sæki þaðan innblástur á svo mörgum sviðum, hvort sem um ræðir skó, ferðalög, outfit hugmyndir, mat og fleira og fleira. Ég hef einnig uppgötvað fjöldan allan af skemmtilegum skómerkjum í gegnum instagram og það finnst mér nú ekki leiðinlegt smile

Ein af þessum skemmtilegu týpum sem ég fylgist með er Joyce Bonelli sem er förðunarfræðingur og hefur verið að gera garðinn frægan í Hollywood. Hún farðar t.a.m. Nicki Minaj, Nicole Richie, Kardashian gengið eins og það leggur sig, Rihanna og fleiri. Fyrir utan það að vera ótrúlega góð í að farða þá er hún alltaf smart í tauinu og er einmitt bara svo mikil týpa. Alltaf með þykkan svartan eyliner og eldrauðar varir og oftar en ekki með skemmtilega hatta og í fríkuðum skóm. Nýjasti "fylgihluturinn" hennar er svo litli krúttlegi sonur hennar, hann er með þeim sætustu:

  

  

  

Joyce er mikill áhugamaður um tísku og póstaði um daginn skóm úr sumarlínu Privileged Shoes sem mér finnst svo skemmtilegir:

Háir, fríkaðir, öðruvísi og "a little bit too much". Fíla líka að þeir eru opnir alveg að tánni - skemmtilegur fídus.

  

  

  

Hvet ykkur til að skoða úrvalið hjá Privileged Shoes - fullt af skemmtilegum og öðruvísi skóm:)

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook