NÝTT NÝTT

Það er loksins komið NÝTT INNLIT ásamt nýjum SKÓM VIKUNNAR. ShoeJungle er litað af Deandri gleði þessa vikuna yes

Ég mæli með að þið dundið ykkur við að skoða innlitið og skó vikunnar á meðan að þið hlustið á þessa snilld hér:

Pharrell hefur greinilega hrokkið svona allhressilega í gang við það að skríða í fertugsaldurinn núna á dögunum. Þetta lag verður á repeat í allt sumar heart

ACCESSORIES

Aukahlutir setja oft skemmtilegan svip á heildarlúkkið - eins og skórnir. 

Þessir tveir aukahlutir flugu með mér alla leið frá LA til Íslands í síðasta mánuði:

Mér finnst veskja-bakpokinn æði - 90's fílíngur í bland við Chanel quilted munstrið. Skemmtileg tilbreyting í veskjaflórunni.

Derhúfurnar voru í uppáhaldi hjá mér síðasta sumar og mér sýnist þær ætla að rata aftur í búðirnar þetta sumarið. Ég greip þessa krúttlegu blúndumunstruðu húfu því með í einni F21 ferðinni.

  

  

Skemmtilegt og verður vafalaust notað mikið í sumar!

PALEO PITSA

Það hafa eflaust margir heyrt um hina víðfrægu LKL blómkálspitsu. LKL æðið er gjörsamlega búið að heltaka landann en þetta mataræði snýst að mestu leyti um að sleppa einföldum kolvetnum og sykri en innbyrða þess í stað meira af fitu.

Við vinkonurnar höfum hinsvegar verið að fikra okkur áfram með Paleo mataræðið síðan um áramótin sem er að mörgu leyti svipað og LKL en einnig að mörgu leyti ólíkt. Paleo mataræði byggir í raun á matarvenjum steinaldarmannsins, áður en landbúnaður kom til sögunnar. Paleo snýst því í meginatriðum um að borða kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, hnetur, egg og fræ. Stóri munurinn á LKL og Paleo eru því mjólkurvörurnar sem í raun er neytt í miklu mæli í LKL en ekki neitt á Paleo. Ég hef mjög góða reynslu af Paleo og get hiklaust mælt með þessu mataræði en ég reyni núna að halda mig við uþb. 70-80% Paleo mataræði. Bara það að draga úr neyslu sykurs, mjólkur og hveitis hefur gjörbreytt minni líðan, orku og matarvenjum (verð t.a.m. ekki sársvöng lengur og ekki alltof södd). 

Svo ég komi mér aftur að efninu, þá var ég spennt fyrir einhverskonar hveitilausri pitsu en þótti ostamagnið í LKL pitsunni alltof mikið. Botninn í þessari pitsu er í raun 50/50 blómkál og ostur - sú uppskrift sem ég fékk frá vinnufélögunum miðaði við 7,5 dl af osti á móti 7,5 dl af blómkáli. Ég hafði heyrt um það að maður gæti notað möndlumjöl í stað ostsins fyrir þá sem vilja takmarka neyslu á mjólkurvörum og ákvað ég því að prófa mig áfram og heimfæra þessa LKL pitsu yfir á Paleo mataraæðið.

Útkoman var ótrúlega góð og matargestirnir mínir um helgina voru ekkert lítið sáttir með þessa fínu pitsu: 

Hér er uppskriftin fyrir áhugasama en hún er fyrir sirka 5 manns:

Einn blómkálshaus
5 dl möndlumjöl
6 egg
1-2 msk olía
Salt, pipar, ítalskt krydd og önnur krydd að vild

Blómkálshausinn er fínsaxaður í matvinnsluvél og öllu síðan blandað saman í skál. Setjið bökunarpappír á ofnplötu (magnið í þessari uppskrift er fyrir tvær plötur) og smyrjið pappírinn með örlítilli olíu áður en deigið er sett á. Bakið í 15-20 mínútur við 200° og takið svo plöturnar út og setjið áleggið á. Pitsunum er svo skellt aftur inn í ofn í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. 

Ég mæli með litlum osti, nóg af parmaskinku og hrúgu af ruccola sem áleggi - ótrúlega gott!

MATT NAGLALAKK

Það virðist vera hægara sagt en gert að verða sér úti um fallegt naglalakk sem gefur matta en ekki glansandi áferð. Það er í það minnsta ekki til jafn mikið úrval af þessum lökkum og hinum.

Mér finnst matt naglalakk einmitt alveg virkilega fallegt:

  

  

Því var ég frekar sátt þegar góðvinkona mín benti mér á ÞETTA snilldar yfirlakk frá Chanel sem gefur þessa möttu fallegu áferð. Í útsýnisferðinni minni um Rodeo Drive í mars sl. kom ég því ekki tómhent heim heldur með krúttlegasta Chanel poka sem ég veit um en hann var í sömu stærð og naglalakks-flaskan:

  

Þetta yfirlakk gjörsamlega breytir naglalakkinu eins og sjá má á fyrir og eftir myndunum hér að neðan:

  

Á þessari mynd er ég búin að setja yfirlakkið vinstra megin:

Fyrir þær skvísur sem eru mikið í Bandaríkjunum þá fæst þetta lakk í flestum Chanel verslunum ásamt Nordstrom og Macy's. Ég hef ekki kannað hvort þetta er til hérlendis en gæti alveg trúað því að þetta fengist í Hagkaup.

Þrátt fyrir að ég hafi ekki komið heim með skó eftir útsýnisferðina á Rodeo Drive þá var þessi fundur ekkert síðri smile

BLURRED LINES

Pharrell er einn sá svalasti í bransanum. Nýjasta lagið frá honum er á repeat hjá mér:

 
Dressin í myndbandinu eru líka sérlega skemmtilega stíliseruð - hvítt og glært ræður þar ríkjum ásamt rauðum varalit og gylltum aukahlutum. Getur ekki klikkað!
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Pharrell klæðist skemmtilega speisuðum silfurgalla mestallt myndbandið en gallinn ásamt skónum við kemur frá meistara Lanvin.
 
Fínasta helgarlag - gott fyrir eyrun og augun wink Góða helgi!

SO BOOTYLICIOUS

Queen B hóf tónleikaferðalag sitt um heiminn í gær í Belgrad í Serbíu þar sem hún skartaði hverju dressinu á fætur öðru:

Derhúfa, kögur, sheer ermar... Beyoncé er svo mikið með þetta!

Það dress sem stóð hinsvegar upp úr hjá mér í gær var þetta fallega hvíta dress frá Ralph and Russo couture:

Stuart Weitzman sá um að "skóa" skvísuna upp fyrir kvöldið en hvert einasta skópar sem hún klæddist á opnunartónleikunum kom úr smiðju Stuart.

"I’ve been doing shoes for so long for her, we’ve learned what she needs,'  that includes heels 'of a special width for her to dance on' rubberized soles 'so she’s not slippin’ and slidin’ around' and extra padding inside. She really is interested in the way the shoe feels on her foot and absolutely has the impression of not being willing to suffer, no matter how the shoe looks on her foot."

Nokkrar af mínum bestustu voru að næla sér í miða á tónleika hjá dívunni í London núna í byrjun maí. Nú vonast ég bara eftir skemmtilegu kraftaverki svo ég komist með yes

LA FASHION WEEK

LA ferð okkar vinkvenna núna í mars var vægast sagt ævintýraleg og munu því fleiri en eitt og fleiri en tvö blogg fara í sögutíma frá ferðinni.

Við stöllur mættum eldhressar í lokapartý LA Fashion week ásamt því að fá boð á mjög exclusive atburð sem fór fram í lok vikunnar en það var LA Fashion Week Awards, haldin í Sunset Gower Studios í Hollywood. Þessi verðlaunaathöfn er hálfgerð uppskeruhátíð eftir tískuvikuna og er tilgangurinn að heiðra helstu styrktaraðila ásamt því að veita þeim hönnuðum sem þóttu skara fram úr verðlaun. Það þarf vart að taka það fram að þetta var mjög svo lokaður atburður og því vorum við ekkert lítið sáttar að ná að koma okkur þangað inn.

Þetta var vægast sagt algjört prinsessukvöld fyrir mig í alla staði og eitthvað sem virkilega stendur upp úr eftir ferðina. Við vinkonurnar eyddum laugardeginum í búðum að finna okkur outfit við hæfi og vorum svo mættar upp í Hollywood um sexleytið til að hitta vin okkar sem vinnur fyrir NBC og E! en hann var tengingin okkar þarna inn.

Eftir að fara í gegnum nokkur öryggishlið og gestalista-tékk vorum við komnar inn í Gower Studios og viti menn, fengum sæti á næstfremsta bekk. Áður en hátíðin hófst var slegið upp fyrirpartýi í stúdíóinu með opnum bar, ýmsum vörukynningum, rauðum dregli og hárgreiðslu og förðun fyrir viðstadda. Ég þáði hárgreiðsluna enda í boði mjög þekktrar stofu í Beverly Hills og var ekkert smá sátt með útkomuna - California beach curls eins og þær gerast bestar. Ég og hárgreiðslumaðurinn hann Justin náðum mjög vel saman enda var magnað að hlusta á söguna hans - hann vann sem investment banker hjá Morgan Stanley í 7 ár með alltof há laun þangað til hann fékk nóg af því að vera ríkur og óhamingjusamur og ákvað að fara í hárgreiðslunám. Þegar hárið mitt var klárt vorum við orðin bestu  vinir og ég labbaði í burtu með afsláttarkort upp á 50% hjá honum Justin mínum smile

Við þríeykið fórum svo í að mingla við viðstadda en partýgestir voru flestir hverjir módel, hönnuðir, fólk úr tónlistarbransanum og eitthvað af Hollywood liði. Við kynntumst mjög skemmtilegum strákum sem vinna á Disney Channel ásamt því að vera með eigin nærfatalínu. Þeir voru svo yfir sig spenntir að hitta íslenskar stelpur að við þurfum að sitja fyrir með þeim á þó nokkrum myndum wink Ég tók líka í höndina á skipuleggjanda hátíðarinnar og fékk mynd af mér með fallegasta manni í heimi, Ben Elliott sem er módel og leikur t.d. í The Lying Game (leikur bad boy Derek).

  

Hátíðin sjálf var mjög skemmtileg og þeir hönnuðir sem stóðu upp úr sem sigurvegarar voru Dina Bar-El fyrir women's couture, Anthony Franco fyrir men's couture og Betsey Johnson fyrir contemporary design. Við fengum líka að hlýða á söng frá Kimberly Caldwell og Sabrina Antoinette en sú síðarnefnda er nýbúin að skrifa undir plötusamning hjá kærastanum hennar Rihönnu, Chris Brown.

  

Skelli hér með einu vídjói þar sem Anthony Franco tekur á móti sínum verðlaunum en kynnirinn er Rocco Gaglioti. Þarna fáiði líka tækifæri til að berja Ben Elliott augum einu sinni enn en hann afhendir Franco verðlaunin wink wink

Eftir hátíðina var öllum hátíðargestum boðið í eftirpartý á W hotel í Hollywood og þangað skelltum við okkur að sjálfsögðu og lentum í enn frekari ævintýrum þar sem ég held að ég segi nánar frá í næsta hluta af "Agla and Vala take Los Angeles" wink To be continued...

Njótið helgarinnar - ég ætla allavega að stíga nokkur dansspor í kvöld!

CHARLOTTE OLYMPIA

Charlotte Olympia Dellal er 32 ára skóhönnuður sem er af brasilískum ættum, fædd í Suður-Afríku en hefur alla tíð búið í London. Hún hefur hannað fallega og vandaða skó undir merkinu "Charlotte Olympia" frá árinu 2008 sem hafa svo sannarlega komið henni á kortið sem virtum skóhönnuði. Charlotte rekur verslanir í London og New York og hefur hlotið hylli ýmissa stjarna, til að mynda Beyoncé, Blake Lively, Olivia Palermo, Sarah Jessica Parker, Cheryl Cole og Alexa Chung.

  

  

  

Þess má geta að Blue Ivy er líka í Charlotte Olympia skóm hér að ofan wink

Nýjasta línan frá Charlotte er svona líka skemmtileg en hún hefur hannað flatbotna skó ásamt handtösku fyrir sérhvert stjörnumerki. Með skónum fylgir lítil sæt bók um stjörnumerkin ef kaupendur vilja fræðast nánar um sitt merki.

 

Charlotte sækir innblástur í glamúrinn og fágunina í gömlu Hollywood frá árunum 1930-1950 og notar til að mynda mikið gull-litaðan í hönnun sinni. 

"I like that era, it got that nostalgic feel to it. The accessories were so much more fun and had a certain humour to them.  They were more a part of the outfit and the look.When you look back to previous decades, like the fourties, fifties, thirties, they’d wear a fantastic hat, a funny little bag like the poodle bag for example. They had stockings to match their shoes. It was so much accessories-oriented, more fun. I love hats, I love shoes, I collect them. That’s why I like it so much."

Skemmtilegur hönnuður sem vert er að fylgjast með!

 

SOLANGE

Solange Knowles er fleira til lista lagt en að vera bæði tískulögga og litla systir hennar Beyoncé. 

  

Solange er nefnilega ansi góð í tónlistinni (eins og stóra systir).

Þetta lag er búið að vera á repeat hjá mér undanfarið - leyfi því að fylgja ykkur inn í vinnuvikuna:

 
Þær systur eru flottar - bæði í fatavali og tónlistargerð. Það er nú bara þannig wink
 
Dagurinn hjá mér í er hinsvegar með ágætlega hressandi sniði - morgunmatur á Íslandi, hádegismatur í Danmörku og kvöldmatur á Íslandi aftur.
Stuð stuð stuð yes

BLACK AND WHITE

White-on-white æðið sem verður áberandi í sumar er búið að vera heitt umræðuefni á tískubloggunum undanfarið. Þrátt fyrir að það sé virkilega sumarlegt og skemmtilegt trend þá er ég spenntari fyrir black and white samsetningunni.

Queen B var að mínu mati í flottasta dressinu á Grammy's í ár og tók B/W trendið á næsta level. Hver segir að maður þurfi að mæta í gala kjól á Grammy's !

  

Uppáhaldið mitt hún Jessica Alba alltaf jafn flott:

Rihanna í skemmtilegu B/W Miu Miu dressi:

Riri hefur heldur betur verið dugleg að láta sjá sig í mismunandi svarthvítum dressum og situr einnig fyrir á forsíðu breska Vogue í monochrome B/W toppi frá Louis Vuitton.

  

  

Nicole Richie er önnur uppáhalds hjá mér. Hún er að sjálfsögðu búin að láta sjá sig í nokkrum B/W dressum:

  

  

Fleiri skemmtileg B/W dress:

  

  

Enda þetta á dressinu sem seldi mér B/W trendið, Kristen Stewart í Balenciaga á frumsýningu í nóvember síðastliðnum:

  

Fyrir áhugasamar þá var að koma frekar svipaður toppur í sölu hjá Nasty Gal:

  

Fæst HÉR - hvíti seldist reyndar upp á nokkrum dögum og svarti rýkur út. Mæli með því að hafa hraðar hendur ef áhugi er fyrir hendi!

P.s. Splunkunýir skó vikunnar! Tékk it smile

OPEN TOE BOOTS

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum tískuunnanda að Victoria Beckham er forfallinn aðdáandi "open-toe" stígvéla. 

Eins og sjá má þá er stíliseringin ansi svipuð þegar þessi tilteknu stígvél verða fyrir valinu hjá dömunni - hnésíðir þröngir kjólar og oftar en ekki mittisbelti. Ég get ekki ákveðið mig hvort mér finnist þetta sjúklega flott eða ferlega ljótt (það er eiginlega enginn millivegur). Það að kjóllinn nái yfir stígvélin er held ég það sem ég get næ ekki alveg utan um.

Hvað um það - "open-toe" stígvél skutu víða upp kollinum á tískupöllunum fyrir sumarið, meðal annars hjá Victoriu sjálfri á New York fashion week. Hennar framlag samanstendur af samstarfi við Manolo Blahnik sjálfan og útkoman er hreint ekki af verri endanum. 

  

Ég er ekki frá því að ég kunni betur að meta þessa útgáfu af "open-toe" stígvélum. Styttri og sést í bert hold á milli.

Hér má sjá fleiri dæmi um "open-toe" stígvél fyrir sumarið frá Balmain:

  

  

Það verður gaman að fylgjast með því hvort þetta trend festi rætur á klakanum á sumarmánuðunum. 

JC CRAVINGS

Frá því að ég kynntist Jeffrey Campbell skónum hafa þeir verið mjög ofarlega á mínum "uppáhalds" lista.

Hinsvegar, eins og ég hef áður komið inn á, fannst mér JC keðjan örlítið missa sjarmann eftir að þeir stukku úr því að vera lítið sætt fjölskyldufyrirtæki (sem gaf út "nokkra" skó á ári) yfir í offramleiðsluna sem einkennir fyrirtækið í dag.

Það er nær ómögulegt að halda í við allan þennan fjölda af JC nýjungum sem fyrirtækið sendir frá sér á degi hverjum og valkvíðinn þegar kemur að JC kaupum stigmagnast eftir því sem vöruúrvalið margfaldast.

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

 

En hver veit - kannski er þetta bara væl í mér því mig langar í svo margt af því sem JC hefur upp á að bjóða í dag wink

Tékkið á skóm vikunnar - glænýir hælar frá meistaranum sjálfum.

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook