TÍSKAN HANS ÓSKARS

Það var mikið fjör hjá okkur systrum hér uppi á hótelherbergi á meðan að stjörnurnar flykktust á rauða dregillinn fyrir utan Kodak Theatre í Hollywood í gærkvöldi. Við vorum ekkert að tvínóna við hlutina og vorum með live stream frá E! í tölvunni á meðan að við flikkuðum á milli beinna útsendinga hjá ABC og CNN í sjónvarpinu.

  

Í þetta skiptið voru trendin ekki fjölmörg heldur skinu örfá trend mjög sterklega í gegn:

SILFUR

  

  

Það er engin spurning um það að silfur var trend kvöldsins á Óskarnum. Þrátt fyrir ólíkar útfærslur þá taldi ég örugglega yfir 10 dömur sem mættu í silfruðum kjólum. Naomi Watts, Stacey Kiebler, Amanda Sigfried og Meryl Streep eru allar stórglæsilegar í silfruðu kjólunum sínum.

HÁAR KLAUFAR

  

Alveg eins og silfrið átti Óskarinn í ár þá einkennist allt verðlaunatímabilið 2013 af þessu trendi. Þrátt fyrir að Jennifer Lopez hafi slegið öll met með háu klaufinni sinni á Grammy's þá fylgja þær Jennifer Hudson og Naomi Harris fast á hæla hennar með sínum klaufum.

RENDUR/TEINÓTT

  

Skemmtilegt trend sem setur skemmtilegan svip á kjólana hjá þeim Noruh Jones og Halle Berry. Þær pössuðu að sjálfsögðu einnig upp á það að velja sér kjól í þemalit kvöldsins.

SVART/HVÍTT

  

  

Mörgum þótti Jennifer Lawrence bera af í hvíta prinsessukjólnum sínum en mér fannst Charlize Theron ekkert síðri. Faldurinn á kjólnum hennar Zoe Saldana er einnig skemmtilegur en ég var því miður ekki eins hrifin af kjólavalinu hjá Kelly Rowland. Daman er tágrönn en með röngu fatavali tekst henni að bæta á sig allnokkrum kílóum.

Þess má geta að Jennifer Lawrence fór heim með verðlaun sem besta leikkonan og hún var svo taugaóstyrk þegar hún var að stíga upp á svip að hún hrasaði um síða kjólinn sinn - hún er svo yndislega mikill klaufi

Fleiri skemmtileg dress voru kjólarnir hjá Jane Fonda og Anne Hathaway en þeir voru báðir ótrúlega fallegir að aftan. Helen Hunt mætti úr kjól frá H&M sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt og jafnframt merkilegt fyrir sænska fatarisann. Ég var ekki hrifin af kjólavali Jennfer Garner og Reese Witherspoon en kjóll þeirrar síðarnefndu er gullfallegur dökkblár LV kjóll sem því miður féll svo undarlega að líkamanum á þessari stórglæsilegu konu.

Að lokum eru hér myndir af nokkrum sætum Hollywood pörum á rauða dreglinum:

   

  

Channing Tatum og Jenna Dewan (sem kynntust við tökur á einni af mínum uppáhalds myndum - Step Up) eru náttúrulega bara krúttlegust í heimi með litla bumbubúann sinn!

Sólarkveðjur frá Orlando smile

I’M OFF THEN!

Goodbye Iceland and hello Orlando!

Þá er ég farin í sólina. Þið skemmtið ykkur á klakanum á meðan wink

Ég sé svoooo mikla möguleika í þessari yndislegu veðurspá fyrir næstu daga í Orlando:

Þegar ég verð ekki vinnandi þá verða það klárlega S-in mín tvö sem munu eiga allan minn tíma: Skókaup og Sólbað! Ég tel miklar líkur á því að sunnudeginum verði eytt með fyrra S-inu wink

  

Verð ofurvirk á gramminu - @aglaf og horfi svo með ykkur á Óskarinn á sunnudagskvöldið, alla leið frá Ameríkunni.

Vona að þið fáið einhverja sólargeisla til ykkar um helgina - ég geri mitt besta til að senda sólríkar hugsanir heim á klakann. Góða helgi öllsömul!

ÓSKAR Í ORLANDO

Nú styttist heldur betur í Óskarinn en hátíðarhöldin fara fram í Hollywood næsta sunnudag. 

Fyrir tveimur árum mættu þrjár galvaskar vinkonur á rauða dregillinn fyrir utan Kodak Theatre í Hollywood með þrjár myndavélar að vopni, sólgleraugu og þolinmæði. Ég verð að játa það að við komumst ekki í jafn mikið feitt og á Golden Globes en það var samt sem áður ótrúlega skemmtilegt að fá að fylgjast með öllu batteríinu í kringum þessa stórhátíð.

Glæsikerrurnar streymdu að hver á eftir annarri og gestir hátíðarinnar stigu út í sínu fínasta pússi, tilbúin í gleðina.

   

   

Mér fannst alveg glatað að vera ekki límd við skjáinn þarsíðasta sunnudag á meðan að stjörnurnar streymdu að á Grammy's en úr því verður bætt á sunnudaginn.

Ég ætla meira að segja að gera enn betur og horfa á Óskarinn Í AMERKUNNI.

That's right - ég þarf "því miður" að skjótast til Orlando í sólina í smá vinnuferð. Eftir sólbaðsríkan sunnudag ætla ég að koma mér vel fyrir uppi á hótelherbergi um kvöldið og fylgjast með rauða dreglinum og instagrama eins og brjálæðingur.

Hvaða trend ætli verði áberandi í ár ? 

DEPRESSED SHOES ?

Slaufur á skóm kalla á mig úr öllum áttum. 

Það tók mig tíma að taka þær í sátt en þær verða líka að vera með skemmtilegu sniði svo að ég samþykki þær.

Depression shoes hafa innleitt slaufuæðið á skemmtilegan hátt í nýjustu skónum frá þeim:

  

  

Þrátt fyrir þunglyndislegt nafn þá eru Depression skórnir ótrúlega skemmtilegir. Fyrir áhugasama þá fást þeir hjá Solestruck, skórisanum sjálfum.

Þessir gulu eru strax komnir á óskalistann hjá mér:

    

  

Á maður að slaufa sig upp fyrir sumarið ?

NEW YORK FASHION WEEK

Ég er búin að bíða í dágóðan tíma eftir að ákveðin týpa af skóm detti í tísku svo ég geti fjárfest í einum slíkum. Þessir skór sem ég er að tala um eru hælaskór sem ná frekar hátt upp á ristina. Þeir hætta því ekki rétt fyrir ofan tærnar heldur ná í raun upp á miðja ristina.

Ég varð ekkert lítið sátt þegar ég sá þeim bregða NOKKRUM sinnum fyrir á New York fashion week:

MARC JACOBS

  

  

  

  

NARCISO RODRIGUEZ

  

  

  

RAG AND BONE

  

  

  

...þetta þýðir að ég ætti að geta fundið svona skó víða þegar að líða fer að hausti smile

LA FASHION WEEK

Einungis 3 vikur í LA endurfundi og LA fashion week!

Ég sé ljúfa lífið mitt fyrir mér í hillingum: fullkomið hitastig, strandarferðir, Disneyland, heimsókn í FRIENDS settið í Warner Bros, NBA leikur, celebrity-hunting, kokteilar, búðarráp, road trip til Vegas, fashion week viðburðir, endurfundir með LA vinum & vandamönnum og að sjálfsögðu súper virkni á instagram - allt fyrir ykkur wink

MIISTA SPRING 2013

Mikið eigum við skemmtilegt sumar í vændum! Ég þreytist sko alls ekkert við að skoða sumar lookbookin hjá öllum uppáhalds skómerkjunum mínum wink

Miista býður okkur í áframhaldandi glært ævintýri ásamt blómóttu, flatforms, pastel grænu, basti og silfurglanslituðum (iridescent silver).

Ég elska næstneðstu skóna - og varð ekkert lítið glöð þegar ég sá að Solestruck póstaði þeim á instagram undir væntanlegar vörur:

  

Styttist í sumar, sól og hælaskó!

P.s. Splunkunýir skór vikunnar í boði Grey City.

 

MESSECASHOP.COM

Eitt af fyrstu bloggunum hér á ShoeJungle fjallaði um skóna frá Messeca. Að sama skapi hafa skórnir frá þessu merki ratað oftar en einu sinni undir skó vikunnar - HÉR og HÉR.

Núna í desember eignaðist ég svo loksins mínu fyrstu Messeca skó og ég get staðfest það að þeir eru jafn þægilegir og þeir eru fallegir. Ég lenti í smá valkvíða en þar sem skórnir voru á helmings afslætti vegna Black Friday útsölunnar gaf ég sjálfri mér tvenna skó frá þessu merki í jólagjöf.

  

Ég hef aldrei áður átt fallegri ökklastígvél, táin er alveg slétt að framan og hællinn skemmtilega geómetrískur. Þessir skór eru klárlega á topp tíu listanum mínum eins og er!

  

Hinir skórnir eru ekki mikið síðri - með loði á hliðunum og  stálbút á hælnum. Messeca hjónin Jacques og Julie eru einfaldlega alveg með þetta og hafa klifrað ansi hratt upp skóheiminn á þessu einu og hálfa ári sem Messeca NYC hefur verið til.

Þrátt fyrir að Messeca fáist víða á netinu, t.a.m. hjá Solestruck, Nasty Gal, Karmaloop, Wasteland og fleirum þá er nú hægt að kaupa skóna beint af Messeca. Vefverslunin www.shopmesseca.com leit dagsins ljós nú á dögunum og má þar fjárfesta í sumarlínu Messeca 2013. Verslunin sendir til Íslands fyrir $20 en sendir frítt innan Bandaríkjanna fyrir þá sem eiga leið sína þangað á næstu mánuðum.

Hér má sjá brot af 2013 lookbookinu:

  

  

  

Glært, stígvél með opinni tá, skræpótt og rósótt ásamt áframhaldandi Oxford tísku er það sem koma skal hjá Messeca í sumar.

Ef þið eigið erindi til New York þá mæli ég eindregið með því að líta við í einu Messeca búðinni í heiminum á 5th Avenue smile

HVERN LANGAR Í SKÓ ?

Eru ekki allir búnir að kíkja á Vísi í dag ? ShoeJungle spáir þar fyrir um heitustu skótrendin í sumar og nefnir t.d. gladiator hæla, svarthvíta skó, há hælastykki, támjótt, metal ofl.

Af þessu tilefni ætlar ShoeJungle að fara af stað með skemmtilegan facebook leik þar sem þið getið t.d. unnið skó í uppáhalds trendinu ykkar og dekur í boði Bonitu snyrtistofu. Það sem þið þurfið að gera er að smella like-i á facebook síðu ShoeJungle (ef þið hafið ekki nú þegar gert það) og smella kommenti við "Facebook leikur ShoeJungle" færsluna á facebook (efsti statusinn) þar sem þið veljið ykkar uppáhalds trend af þeim sem ég nefni í greininni á Vísi.

**Eftir 300 like munum við draga út einn heppin vinningshafa sem fær að launum ZoPure serum dropa og litun&plokkun ásamt augnmaskameðferð með háls og herðanuddi frá Bonitu snyrtistofu (bestu snyrtistofunni í bænum).

**Eftir 500 like munum við draga út einn heppin vinningshafa sem hlýtur að launum skó tengda því trendi sem hann nefnir í kommentinu á facebook. Ég mun finna þrenna skó sem eru tengdir þessu trendi og vinningshafinn velur síðan sitt vinningspar.

**Eftir 1000 like munum við draga út einn heppin vinningshafa sem hlýtur að launum skó úr smiðju Jeffrey Campbell. Aftur mun ég leggja til 3 pör og vinningshafinn velur sitt uppáhalds par sem hann fær að bæta við skósafnið sitt.

Eru ekki allir til ? Þið flýtið fyrir úrslitunum með því að dreifa gleðinni - því fleiri like sem síðan fær, því nær komist þið JC skónum wink

CHEAP MONDAY

Sænska fyrirtækið Cheap Monday var stofnað árið 2000 af þeim Örjan Anderson og Adam Friberg. Cheap Monday er sennilega þekktast fyrir gallabuxurnar sínar en hefur tvímælalaust teygt anga sína í fleiri áttir á síðustu árum. Til að mynda hóf fyrirtækið að selja skó í lok árs 2011 og var ég ein af þeim spenntu sem beið eftir því hvernig fyrstu skór sænska gallabuxnarisans myndu líta út.

Og þá kynntist ég Monolit skónum:

    

Skemmtilegir og hæfilega grófir skór sem féllu vel í kramið hjá skóunnendum. Ég lenti því miður í því að vera á milli númera, eins og gerist svo oft hjá mér með evrópska framleiðendur sem framleiða ekki í hálfum númerum. Því hef ég enga reynslu af CM skóm en er mjög forvitin að vita hvort þeir séu þægilegir og auðveldir að ganga á.

Ég var að skoða sumarlínuna þeirra og leist mjög vel á skóúrvalið. Skemmtilega grófir og þykkir hælar, támjótt, metal litir, svarthvítt og há hælastykki.

    

    

Solestruck er með ágætis úrval af Cheap Monday skóm fyrir áhugasama - þar er líka hægt að fyrirfram panta skó úr sumarlínunni. Hér er brot af úrvalinu:

    

    

    

Njótið helgarinnar! 

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook