TJULL TREND

Það er eitthvað svo reglulega rómantískt við tjull ballerínupils..

  

  

  

  

  

Kannski af því tjull kemur svo oft við sögu í brúðarkjólum ?

  

  

Það er talið að tjullpils sem tískuvara hafi verið fundið upp af Patriciu Field, búningahönnuði Sex and the City þáttanna. Carrie valsar um í tjullpisli í upphafsstefi þáttanna eins og kunnugt er - en það tók víst dágóðan tíma að sannfæra framleiðendurna um að klæða aðalstjörnu þáttanna upp í tjullpils sem búningahönnuðurinn hafði fundið í outlet verslun á $5. Patriciu tókst þó að lokum að fá það í gegn með aðstoð Söruh Jessicu Parker sem sannfærðist strax um ágæti pilsins. Til allrar lukku sló þetta outfit heldur betur í gegn og hefur tjullpilsið upp frá því liggur við verið kennt við Carrie Bradshaw, enda klæddist hún slíku pilsi þó nokkrum sinnum í gegnum þáttaröðina.

  

   

Ein af mínum uppáhalds tískubloggurum, Blaire Eadie á Atlantic Pacific, birti um daginn myndir af sér í tjullpilsi og nokkrum dögum síðar sá ég þessi pils hvert sem ég leit á meðan ég valsaði um götur New York borgar.

  

Ég fór m.a. inn í Urban Outfitters verslun þar sem tjullpils og kjólar réðu ríkjum:

  

  

     

Ég hefði eflaust fjárfest í einhverjum af þessum pilsum/kjólum ef ég hefði ekki verið komin í verslunarbann eftir Boston ferð okkar vinkvenna fyrr í haust.

Ég á samt í ákveðnu love/hate sambandi við þessi tjull pils. Þau eru nefnilega mjög vandmeðfarin og geta verið jafn hallærisleg og þau eru falleg - t.a.m. hinir frægu tjull prom kjólar úr Wal-Mart wink Jafnframt á ég erfiðara með að sjá mig fyrir mér í svona pilsi á Íslandi. Það er bara eitthvað við þessi pils - sjarminn er farinn ef maður er ekki berleggja og léttklæddur að ofan.

Nær þetta trend inn fyrir landsteinana ?

REUNITED WITH NYC

Tonight is the night !

Í dag fæ ég ekki einungis að njóta þeirra forréttinda að vakna  á Íslandi en fara að sofa í einni af minni uppáhalds borgum - ég fæ líka að kíkja á flíkur úr samstarfi HM og Isabel Marant. 

Við vinnufélagarnir erum að fara í smá skreppferð til New York og það vildi svo skemmtilega til að samstarf HM og Isabel Marant dettur í búðir akkúrat í dag. Dagskráin mín fyrir kvöldið í kvöld er því ekki aaaaalveg sú sama og hjá vinnufélögunum - á meðan þau fara að kokteilast fyrir dinner ætla ég beinustu leið niður á 5th Avenue og taka góðan hring í H&M í tilefni dagsins.  heart

   

  

  

Um helgina stefni ég líka á að heimsækja ShoeHeaven, öðru nafni The Messeca Showroom á Manhattan. Þetta er eina showroom Messeca merkisins og ef ég er heppin verður Bridgette sjálf (hönnuðurinn á bakvið Messeca) á svæðinu svo ég geti spurt hana spjörunum úr - allt frá því að hún hóf ferillinn sem lærlingur hjá Jeffrey Campbell og þar til hún fór að hanna fyrir brasilísku hjónin sem stofnuðu Messeca.

Þetta verður allt saman skrásett á instagram - @aglaf

Góða helgi yes

COVER GIRL

Ég tók þátt í smá tískuinnleggi í Séð og Heyrt um daginn - kom mér skemmtilega á óvart að enda á forsíðunni:

  

Skemmtilegt hvað Séð og Heyrt er að fikra sig meira í átt að tískupælingum í stað eingöngu slúðurs. Uppáhalds slúðurblaðið mitt vestanhafs er einmitt blaðið Life&Style sem mér finnst vera hæfileg blanda af slúðri um fræga fólkið og umræðu um nýjustu tískutrendunum.

Í þessu viðtali nefndi ég þau trend sem ég tel að eigi eftir að vera hvað mest áberandi í vetur - stacked hringi, menswear, cutout ökklastígvél (cleavage stígvélin margumtöluðu), hnéhá stígvél, winter white flíkur ofl. 

Endilega kíkið í blaðið til að lesa allt viðtalið - í þessu innleggi voru ýmsir tískutöffarar teknir tali og þar á meðal góðvinkona mín hún Fatou og Helgi á Trendnet. Blaðið kom út í síðustu vikunni í október fyrir áhugasama yes

 

A UNIF TASTE OF HELL

Í byrjun árs 2012 kolféll ég fyrir UNIF HELLBOUND skónum, eins og ég hef áður talað um.

Núna, rúmlega einu og hálfu ári síðar - eftir miklar vangaveltur, samningaviðræður við visa kortið mitt og eftir að skórnir voru loksins restockaðir í svörtu, er ég orðinn stoltur eigandi. Ég lét mig hafa það að kaupa skóna í leðri en ég hefði hefði helst viljað fá skóna í rússkinni, eins og þeir voru upphaflega hannaðir. 

Ég pantaði mína af Nasty Gal sem eru alltaf með jafn smekklegar og skemmtilegar pakkningar. Það voru sko heldur betur jólin hjá mér þegar ég mætti upp á hótel í Boston og fékk þessar elskur loksins í hendurnar (á fæturna wink).

  

Það sem setti punktinn yfir i-ið var þegar ég fékk like frá UNIF á instagram eftir að ég póstaði myndinni hér að ofan til hægri - þá fékk mín heldur betur stjörnur í augun.

  

Það albesta við þessa skó er að þeir koma með þremur settum af reimum svo maður fær í raun 3 mismunandi skó yes Eins og er þá er ég hrifnust af winter white reimunum - þær fara líka svo vel við nýja winter white pelsinn minn sem ég fer varla úr þessa dagana wink

  

  

Setningin "Cause every tall girl needs a short best friend" hefur alltaf verið ein af mínum uppáhalds þar sem besta vinkona mín er 181 cm og ég ekki nema 161 cm. Það hefur því alltaf verið frekar kostulegt að sjá okkur valsa flissandi um hlið við hlið - báðar langt frá meðalhæð kvenna á íslandi wink Í þessum skóm á setningin hinsvegar ekki við lengur þar sem ég slaga hátt upp í 180 sentimetrana þegar ég er búin að reima þessa killer hæla á mig. 

Skórnir eru samt sem áður jafn þægilegir og þeir eru fallegir heart

JEFFREY CAMPBELL SKÓKAUP

Ég fjárfesti í tveimur gullfallegum JC pörum í Boston. Bæði svört ökklastígvél og bæði keypt hjá Urban Outfitters - hinsvegar mjög ólík:

Jeffrey Campbell Feria

  

  

Jeffrey Campbell Oriley

  

  

Svo ótrúlega falleg og vönduð - þetta ætlar bara ekki að hætta að vera uppáhalds hönnuðurinn minn.

  

Hlakka til að raða saman dressum við þessi skópör heart

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook