BOSTON BABY

Ég er stödd í yndislegu Boston með einni af mínum bestu. Lífið leikur svo sannarlega við okkur.

Gærdagurinn var tekinn snemma með amerískum morgunverði, starbucks frappó, búðarrápi á Newbury (og heljarinnar hláturskasti í H&M), stund á milli stríða úti í sólinni á kaffihúsum Newbury, tapas dinner downtown og nokkrum danssporum á næturklúbbum borgarinnar.

  

  

  

  

Við erum duglegar á instagram - @aglaf

Hér í Bostonlandi er hinsvegar kominn tími á morgunverð og manicure+pedicure - sendum kveðjur til ykkar yfir hafið!

SHOESHOPPING

Ég og ein af mínum bestu tókum kvöld að mínu skapi í síðustu viku, vopnaðar sitt hvorri tölvunni og kreditkorti.

Internetkaup eru með því skemmtilegra sem ég geri yes

Eftir akkúrat viku verðum við stöllur nefnilega staddar í Boston í heljarinnar afslöppun eftir langa og stranga vinnutörn hjá okkur báðum. Ég get ekki beðið eftir endurfundum við Newbury verslunargötuna, afslöppun uppi á hótelherbergi, manicure og pedicure, Cheesecake Factory, Starbucks Frappó og síðast en ekki síst - girl talk út í eitt. 

Ég er rétt í þessu að gera það upp við mig hvaða skó ég á að velja mér frá F21, skóúrvalið hjá þeim er í betri kantinum þessa stundina:

  

  

  

  

  

Það verður ljúft að bæta nokkrum pörum við skósafnið heart

NAILS: NICE AND NEED TO HAVE

Nail accessories er eitthvað sem ég á einhvernveginn aldrei nóg af.

Þegar ég gerist svo heppin að komast í Target, CVS eða sambærilegar verslanir tek ég mér alltaf dágóðan tíma í að gramsa í nagladeildinni og enda oftast nær með nokkur naglalökk og eitthvað nýtt og spennandi nagladót í farteskinu. Ég tók saman smá lista yfir það sem ég hef sankað að mér á síðustu mánuðum. 

NEED-TO-HAVE:

1. Gott undir og yfirlakk - mjög nauðsynlegt að eiga fyrir naglalakkaskvísur eins og mig. Mér finnst undirlakkið vera sérstaklega nauðsynlegt til að forðast gulleitar neglur eftir naglalökk í dekkri kantinum. Ég er ekki eins dugleg við það að skelli yfirlakkinu á (aðallega vegna þess að ég er óþolinmóða týpan sem hefur ekki tíma til að bíða eftir að það þorni) en þegar ég vil að lakkið haldist lengi á þá nota ég það hiklaust. Sally Hansen er minn "vinur-í-glæpum" þegar kemur að nagladóti en ég nota þessi 3 undir og yfirlökk frá Sally mjög mikið. Double Duty og Ultimate Shield eru bæði mjög þægileg því þar færðu bæði undir- og yfirlakk í sama glasinu. Triple Strong glasið nota ég þegar neglurnar mínar eiga það til að rifna og klofna en þetta lakk styrkir neglurnar og byggir þær upp.

2. "No More Mistakes Manicure Clean-Up Pen - algjör snilld frá Sally Hansen og fæst í flestum drug stores. Þetta er í raun bara pensill með naglalakkaeyði sem er þægilegt að nota ef það hefur farið naglalakk útfyrir einhversstaðar. Í dag þá stressa ég mig ekki á því að setja naglalakkið fullkomlega á heldur lakka mig eldsnöggt og fer svo bara eina umferð með penslinum í kringum nöglina þegar lakkið er næstum þornað.

5. Express Remover - nýja uppáhalds snyrtivaran mín og algjör lifesaver fyrir þær sem skipta oft um lakk. Þetta er víst búið að vera til í mörg ár en ég uppgötvaði þetta fyrst bara fyrir nokkrum mánuðum. Það er ekki bara tímasparnaður sem fylgir þessari snilldarvöru heldur líka það að liturinn fer ekki útum allt þegar þú ert að taka hann af. Ég lenti alltaf í því þegar ég var að vesenast með naglalakkaeyði og bómul að liturinn fór yfir hálfan fingurinn á mér þegar ég var að reyna að nudda honum af nöglinni. Fyndið líka hvað þetta er sáraeinfalt - naglalakkaeyðir og svampur í dós og eina sem þarf að gera er að stinga fingrinum ofan í svampinn og snúa í 1-2 hringi og voila - lakkið er farið af.

  

NICE-TO-HAVE:

3. Nail art pen - ótrúlega skemmtileg viðbót við naglalakkasafnið. Ég mæli með þessu fyrir þær sem hafa gaman af því að dúlla sér við naglaskreytingar en þetta er líka gott að nota ef manni langar í french manicure með svartri rönd.

4. French manicure kit - sniðugt fyrir þær sem fíla french manicure. Í þessu kitti er allt sem þarf: undirlakk, hvítur penni og ljósbleikt gegnsætt yfirlakk.

6. Magnetic nail color - nýung frá Sally Hansen. Metallic naglalakk með mjög frumlegum fídus: þú berð lakkið á neglurnar og notar svo segul í lokinu til að koma skemmtilegri áferð á neglurnar. Ég verð eiginlega að skella inn myndabloggi næst þegar ég set þetta lakk á mig en þetta er líka sýnt inni á Sally Hansen Youtube síðunni.

7. Skemmtileg yfirlökk - Crackle lakkið frá Sally Hansen og glimmerlakk frá F21. Crackle lakkið kemur með cracked yfirbragð á neglurnar og glimmerlakkið er skemmtileg viðbót þegar manni langar að vera sérlega glamorous wink Ég nota glimmerlakkið oft í bláendana (efst) á nöglunum og hrúga þá dágóðum slatta þar og læt það svo fade-a niður á við.

8. Chanel yfirlakk fyrir matta áferð - ein af mínum uppáhalds naglavörum eins og ég hef bloggað um áður. Gefur öllum naglalökkum matta og fallega áferð.

9. Naglalakkalímmiðar - hljómar frekar ómerkilega en þetta er mjög fljótleg og þægileg leið til að setja á sig nagla"lakk". Þú setur límmiðann einfaldlega á nöglina og þjalar límmiðann þar til að hann er í sömu stærð og nöglinn. Ekkert undir- og yfirlakksvesen og enginn tími sem fer í að bíða eftir að lakkið þorni! Eini gallinn er að einn svona pakki kostar á við 2 naglalökk og hver pakki dugar bara fyrir eina ásetningu.

  

Annað sem ég mæli með fyrir naglalakkaskvísur er góður handáburður (þar sem naglalakkaeyðirinn á það til að þurrka hendurnar verulega upp) og góð B vítamínblanda fyrir sterkara hár og neglur yes

LA MEETS ICELAND

Þá er enn einni útlendingaheimsókninni senn að ljúka. Ljósmyndarinn & leikstjórinn sem lentu á klakanum "straight out of Hollywood" fyrir viku síðan snúa aftur til heimahaganna á morgun eftir viðburðaríka dvöl.

Yndislegir dagar að baki og ég er eitthvað svo uppfull af þakklæti fyrir alþjóðlega vinahópinn minn þessa dagana heart

Þetta er svo magnað - þegar ég flutti aftur heim til íslands og kvaddi LA vinahópinn minn með tárin í augunum lofuðu allir því að heimsækja mig við fyrsta tækifæri. Ég tók þeim loforðum með miklum fyrirvara en mér til mikillar gleði (og undrunar) hafa nú flestir af mínum nánustu vinum staðið við orðin stóru. Á síðastliðnu ári hef ég fengið hvorki meira né minna en 7 vini í heimsókn og er búin að hitta restina á ferðalögum mínum um Bandaríkin. 

Ég hef ekki tímt að taka upp tölvuna undanfarna viku og blogga en nú sný ég aftur tvíefld - eitt af meistara markmiðum mínum var að gefa mér meiri tíma í skópælingar og blogg yes Ég hvet hvern og einasta að leggjast í sjálfsskoðun og komast að því hvað virkilega veitir ykkur ánægju og gleði og leggja þá áherslu á að gefa ykkur tíma fyrir þessa hluti. Hljómar sjálfsagt en ég hef oft staðið mig að því að eyða tíma í eitthvað sem mér finnst ekkert sérstaklega skemmtilegt. 

Lífið er stutt og dýrmætt heart

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook