Hey, I just met you

"...and this is crazy!" - er sennilega það sem ég hefði sagt ef ég hefði hitt Carly Rae Jepsen í múnderingunni sem hún var í hjá Chelsea Lately í síðustu viku. Carly mætti í skóm í fríkaðri kantinum úr smiðju United Nude. Skórnir eru skemmtilegir en ég var samt hrifnari af skóm þáttastjórnandans - nú væri gaman að vita hvaðan þeir eru.

    

Ég er ekkert sérstaklega hrifin af tónlistinni frá fröken Jepsen (ólíkt vinkonum mínum) en ég er hinsvegar hrifin af því hvernig hún fer sínar eigin leiðir í fatavali. Daman er því miður ekki alltaf smart en skemmtileg er hún!

    

   

    

Carly er ekkert að stressa sig á því að skipta úr strigaskónum yfir í hælana þegar hún mætir á rauða dregillinn. Söngfuglinn er greinilega mjög hrifin af HOMG platform strigaskónum frá JC eins og ég því hún hefur sést a.m.k. þrisvar í þeim á Hollywood viðburðum.

Hey, ef það er JC þá er það við hæfi á rauða dreglinum, hvort sem það eru strigaskór eða ekki - eða hvað ?

Síðustu dagar í myndum

Tískusýning Ellu í Ölgerðinni þann 20. september með nokkrum vel völdum skvísum (myndir fengnar að láni frá Vísi og MBL)

Tískusýning var æðisleg og það voru tvö dress sem stóðu upp úr hjá mér; ljósgulur og kvenlegur samfestingur ásamt svörtum kjól í anda fjórða áratugsins, laus í sniðinu og opinn í bakið. Sýningin var það vel sótt að það þurfti að loka húsinu rétt fyrir sýningu og vísa síðustu gestunum frá. Það var því ekki leiðinlegt að fá símtal í gær frá Elínrósu sjálfri þar sem hún vildi athuga hvort við hefðum ekki örugglega komist inn á sýninguna.

Skírn á haustdögunum

Ég var eina manneskjan sem mætti nær svartklædd í skírn um daginn, ég þarf eitthvað að endurskoða litavalið á svona tyllidögum. Tékkið á hálsmeninu, hægt að snúa því á báða vegu, annarsvegar með keðjuna niður á bringu eða bak, virkilega sniðugt. Skórnir eru frá Wild Pair sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, þið munuð sjá fleiri Wild Pair skópör í næstu innlitum. Þetta eru í raun pinnahælar með útvíðum hæl, ótrúlega sætir.

Síðustu sumardressin

Vinkonur mínar urðu ekki eldri þegar ég fjárfesti í gegnsæum útvíðum netabuxum í fyrra.. ég lofaði þeim því að þær kæmu vel út, dæmi nú hver fyrir sig. Mér finnst þær sjúkar yfir litaðar sokkabuxur. Á þessum myndum má líka sjá mig nota síðustu sumardagana í léttan klæðnað, nú tekur vetur konungur við með þykkum sokkabuxum og stórum og góðum peysum og kápum. Maðuf hefur fengið smjörþefinn af því síðustu daga (brrrr).

Þarna sést líka glitta í Vercace/HM gammósíurnar mínar... ungar stúlkur tjölduðu í nokkra daga fyrir utan HM í LA áður en Vercace línan var frumsýnd og allar flíkur kláruðust á fyrstu mínútunum. Ég mætti silkislök seinna sama dag og krækti mér í þessar leggings sem einhver dama hafði skilað 5 mínútum fyrr og viti menn - mín stærð og ein af fáum flíkum sem mig langaði í úr línunni. Endrum og eins dettur maður í lukkupottinn smile

LITA GRAD

Haustið 2010 settist ég að í Los Angeles til að leggja stund á framhaldsnám í verkfræði. Fljótlega eftir komuna þangað fór ég að fylgjast með skónum frá Jeffrey Campbell eftir að ég rakst á þá í búðarglugga þegar ég var á röltinu á lítilli göngugötu við Santa Monica ströndina.

Jeffrey Campbell var stofnað árið 2000 í Los Angeles og  var í upphafi lítið fjölskyldurekið fyrirtæki. Það þarf vart að taka það fram að Jeffrey Campbell merkið er í dag orðið eitt af vinsælustu skómerkjum í heimi og eru þeir þekktir fyrir að sameina gæði, þægindi og gott verð. Það sem mér finnst líka skemmtilegt við JC er að eigendurnir eru mjög vandlátir á dreifingaraðila og því sérðu þessa skó ekki í hvaða búð sem er (t.a.m. búa 40 milljónir í Kaliforníufylki en þar eru einungis 18 retail aðilar sem selja JC skó). Ef þú fílar merkið þarftu því að hafa örlítið fyrir því að finna búð sem selur þá og oftar en ekki eru það litlar rótgrónar búðir.  Hinsvegar má finna skóna víða í netverslunum.

Mitt fyrsta Jeffrey Campbell skópar var JC Lita, ólýsanlega þægilegir skór sem því miður eru fórnarlamb hönnunarstuldar á alvarlegu stigi. Nú er ég ekki að segja að ég versli aldrei eftirlíkingar – það eru ekki margar stelpur sem hafa efni á því að kaupa alltaf original skó. En ég átta mig ekki alveg á þessari eftirlíkinga sprengju sem kom eftir að JC Lita urðu vinsælir. Ég er svolítið þannig að mér finnst leiðinlegt að eiga eins föt/skó og margir aðrir og því hafa Lita skórnir mínir ekki verið í mikilli notkun undanfarið því mér finnst hálf leiðinlegt hvernig þeir hverfa í þennan ólgusjó Lita eftirlíkinganna.

Mér finnst nýjasta Lita útgáfan að vísu svolítið skemmtileg. Það er í raun búið að yfirfæra "Ombre" æðið yfir á Lita hælana:

 

Hér kemur glæra trendið líka svolítið við sögu eins og ég bloggaði um nýlega.

  

Það líður sennilega ekki á löngu þar til eftirlíkingar af þessari útgáfu spretta upp útum allan heim. 

EMMYS TÍSKAN

Tískan á rauða dreglinum á Emmy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi kom skemmtilega á óvart. E! sjónvarpsstöðin tók upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að vera með „stilleto cam“ og „mani cam“ þar sem áhorfendum gafst færi á að sjá skótískuna og skartið á rauða dreglinum í nærmynd. Þetta eru mikil viðbrigða fyrir skóunnendur – ég næ aldrei að sjá skóna á þessum viðburðum nægilega vel enda eru þeir oft faldir undir skósíðum galakjólum.

Það sem bar helst á góma á rauða dreglinum í gær voru háar klaufar, tjull, glimmer og pallíettur, blúndur, blómamunstur og litagleði. Það kom mér í raun ótrúlega á óvart hvað það var margt skemmtilegt í gangi. Og eins þreytt og ég er orðin á high-low pilsatískunni þá voru dömurnar á Emmy‘s með skemmtilegan snúning á því trendi – lágt high low, í raun það lágt að það sást bara rétt glitta í skóna. Eitthvað sem ég er að sjálfsögðu mjög hrifin af - skósýning er aldrei af hinu slæma!

Þá kom mér einnig á óvart hversu margir af þessum fínu gala kjólum voru með vösum á - og sjörnurnar pósuðu hver af annarri með hendur í vösum.

  

Þeir litir sem voru hvað mest áberandi voru sæblár, gulur, ljósgrár og liturinn sem verður sennilega hvað mest ofnotaður í haust – sá vínrauði wink

  

  

Hér koma svo nokkur vel valin outfit frá kvöldinu:

  

Emily Vancamp var ekki í hefndarhug í gær (ef þið eruð ekki byrjuð að horfa á Revenge þá eigið þið aldeilis mikla skemmtum framundan) en var aftur á móti stórglæsileg í þessum æðislega J. Mendel kjól. Ginnifer Goodwin var í fallegum barokk-inspired kjól frá Monique Lhuillier og í támjóum glærum Louis Vuitton hælum - en ekki hvað.

  

Þrátt fyrir mikla litagleði á rauða dreglinum voru svartklæddu dömurnar ekkert síðri. Hér eru þær Eddie Falco og January Jones í mjög svo ólíkum en flottum kjólum. Ég varð að smella inn þessari mynd af Eddie Falco þar sem mig er búið að dreyma um svona fallegt metal belti síðan í byrjun mars.

  

Hér eru svo Hayden Panettiere í kjól frá Marchesa og Emilia Clarke í mínum uppáhalds kjól frá kvöldinu - hvítum drop dead gorgeus Chanel kjól úr vorlínunni 2013. Hvíti liturinn, barokk munstrið og sniðið á pilsinu eru fullkomin blanda að mínu mati.

Það sem var mest áberandi í skótísku kvöldsins voru támjóir nonplatform skór, metal skór og skór með ökkla "cuffs". Það sem kom mér í raun mest á óvart var óvenju hátt hlutfall af metal skóm.. önnur hver daman var í metal lituðum hælum. Það vidi meira að segja svo til að Jena Malone og Maria Menonuos mættu í sömu metal cuff skónum úr 2012 haustlínu Casadei.

  

Æðislega skemmtileg tíska á rauða dreglinum á Emmy's í ár. Ég vona svo sannarlega að næsta verðlaunahátíð skarti jafn mikilli litadýrð og fjölbreytni!

EMMY’S

Fyrir nákvæmlega 2 árum vorum ég og minn maður stödd fyrir utan Nokia Theatre í Los Angeles, búin að svindla okkur í gegnum allar lokaðar götur og security check og komin alveg upp að rauða dreglinum fyrir utan The Emmy's. Þar fylgdumst við með fína og fræga fólkinu streyma að í svörtum glæsikerrum.

  

  

Í kvöld verður það sama uppi á teningnum - nema í þetta sinn fylgjumst við með úr fjarlægð, í gegnum sjónvarpsskjá. Fyrir þá sem eru með E! þá hefst LIVE útsending frá rauða dreglinum á Emmy's kl: 22 í kvöld. Ég mun sitja límd við skjáinn að horfa á alla fínu kjólana og skóna. Vona innilega að stjörnurnar taki smá áhættur í skóvali, skótískan á svona viðburðum vill oft verða ansi dull.

Tölum saman um útkomuna á morgun smile Góða skemmtun fyrir ykkur sem ætlið að horfa!

BOSTON LOVE

Evrópa og Bandaríkin hafa svo sannarlega sameinað krafta sína í yndislegu Boston. Borgin státar af sjarmanum frá Evrópu ásamt öllu því sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða - þar fer gott verðlag fremst í flokki. Hvað getur maður beðið um meira ? 

      

  

Ég rakst á tvær mjög athyglisverðar og skemmtilegar búðir þegar ég rölti Newbury verslunargötuna í kvöldsólinni.

Sú fyrsta heitir 433 og hefur að geyma samansafn af hinum ýmsu skemmtilegu merkjum. Af skómerkjum ber að nefna Chinese Laundry, Steve Madden,  Jessica Simpson ofl. Þessi verslun er ekki sú ódýrasta en þarna eru líka aðeins vandaðri og öðruvísi flíkur fyrir þá sem vilja ekki eiga sömu HM peysuna og annar hver Íslendingur wink Ég gat ekki farið tómhent úr 433 og fjárfesti í stórri og góðri ullarkápu fyrir veturinn ásamt mjög öðruvísi og skemmtilegum leðurjakka.

  

  

Kápan er frá BB Dakota - merki sem ég hef ekki rekist á áður en lofar mjög góðu.

Hin búðin er lítil skóverslun í kjallara íbúðarhúsnæðis á Newbury - John Fluevog. Þetta er mjög lítil og krúttleg búð með óvenjulega skó í anda Jeffrey Campbell. Verslunin leggur mikið upp úr gæðum og vinalegri þjónustu og þarna var að finna margar gersemar. Ég mun klárlega fylgjast með þessu merki í framtíðinni.

Ég mæli með þessum tveimur verslunum ef þið eruð á leiðinni til Boston og viljið sjá eitthvað annað en þetta vanalega (F21, Urban, HM, American Apparel). Ég gerði engu að síður góð kaup í öllum framangreindum verslunum - búðarráp í Bandaríkjunum stendur alltaf fyrir sínu.

ELLA

Ég er svo spennt fyrir kvöldinu - er svo heppin að eiga boðsmiða á tískusýningu fyrir vetrarlínuna hjá ELLU þar sem sumarlínan 2013 verður einnig formlega frumsýnd.

Sýningin er eingönu opin fyrir boðsgesti og lokuð fyrir öllum fjölmiðlum svo að það verður ekki leiðinlegt að vera einn af áhorfendunum.

Mér fannst sýningin frá ELLU mjög flott á síðasta RFF og hreifst sérstaklega af stóru rauðu leðurtöskunum úr fyrstu töskulínu ELLU.

Meira um sýninguna hér á ShoeJungle á morgun.

FOLDOVER

Hvað finnst fólki um þetta trend ? Foldover yfir hælinn, jafnt á hælum sem stígvélum.

   

      

Ég er ekki sannfærð - það er svo fallegt að sjá langa og flotta hæla undirstrika dressið.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er 80's tískan í allri sinni dýrð - þykkar legghífar sem voru togaðar lengst yfir hælinn.

                                  

Finnst þér líklegt að þú munir fjárfesta í foldover hælum ? Ég held að það sé best að segja sem minnst - ég man þegar ég lofaði sjálfri mér að fara aldrei í flatforms þegar ég varð vör við þá í tísku aftur fyrir tæpum tveimur árum. Núna á ég fleiri en eina og fleiri en tvenna : )

 

ÚTVÍÐUR HÆLL

Kim Kardashian var í mjög fallegum skóm þegar að Oprah Winfrey kíkti í heimsókn til Kardashian fjölskyldunnar nú á dögunum:

Skórnir eru úr haustlínu Céline, 2012.

Og þetta er ekki í eina skiptið sem Kardashian drottningin hefur sést í þessum skóm:

      

Ég skil ekki afhverju "útvíður" hæll hefur ekki náð almennilega inn fyrir landsteinana. Þetta er svo ótrúlega flott lögun á hæl og skemmtileg tilbreyting frá "venjulegu" hælunum. Ég fjárfesti í þó nokkrum svona pörum áður en ég flutti heim frá LA fyrir síðustu jól og fæ bara ekki nóg af þessum hæl. Ekki skemmir fyrir að þar sem hællinn er þykkur neðst þá eru skórnir mjög stöðugir og þægilegt að ganga á þeim. 

Ég lét mig lengi vel dreyma um þessa fallegu skó frá Jeffrey Campbell - svo lengi að ég missti af þeim og þeir urðu uppseldir:

      

Ef ykkur langar í fallega skó - ekki bíða of lengi með að festa kaup á þeim!

 

 

SÉÐ OG HEYRT

.... eru ekki örugglega allir búnir að kíkja í nýjasta Séð og Heyrt ?

P.s. splunknýtt innlit og nýir skór vikunnar - bara fyrir ykkur!

WHITNEY PORT

   

    

    

Life&Style tímaritið tók Whitney Port aldeilis í gegn í nýjasta tölublaði sínu og skellti henni í dálkinn "Even fashionista's make mistakes".

Tvískiptu buxurnar sem sjá má hér á efstu myndinni til vinstri féllu aldeilis ekki í kramið hjá dálkahöfundi sem vildi meina að dressið væri hrein hörmung fyrir neðan mitti. Þar verð ég að vera hjartanlega ósammála - buxurnar eru það sem gerir lúkkið skemmtilegt og eftirtektarvert. Það er alltaf gaman að sjá tískugúrúa eins og hana Whitney Port taka örlitlar áhættur í fatavali.

Whitney Port er líka enginn nýgræðingur þegar kemur að skófatnaði. Þegar mig vantar hugmyndir að nýjum skótrendum fletti ég í gegnum nýlegar myndir af skvísunni. Ökkla cuffs skórnir hér að ofan eru to-die-for!

BOSTON CALLING

Vinnan kallar og til Boston skal því halda í dag. 

Frítímanum verður eytt með S-unum mínum tveimur - sólinni og skóbúðunum.  

Verð virk á gramminu - @aglaf

 

Skór en ekki skór

Ég hrífst ekki síður af skóm sem fara ekki á fæturna. Í gegnum tíðina hafa margar gjafir til mín verið með sérstöku "skóívafi".

Á síðasta afmælisdegi völdu mamma og systir mín t.d. þennan sniðuga kökuspaða handa mér sem er í miklu uppáhaldi:

Þessi spaði fæst í Minju á Skólavörðustíg og Sirku á Akureyri. Sniðug gjöf fyrir hælaskvísur : )

BAROKK

Tískuunnendur hefðu sennilega ekkert á móti því að skreppa aftur til barokk tímabilsins sem stóð yfir á árunum 1600-1750. Tímabil mikilla skreytinga og hvers kyns dúllerís hvert sem litið var hvort sem það var fatnaður, byggingar, listaverk eða hárgreiðslur. Það eitt að líta inn í kirkjur frá barokk tímanum er eins og að líta inn í ævintýraheim - fallegar gyllingar og flæðandi blómamunstur í öllum hornum og hvert einasta smáatriði vel úthugsað.

Það er því mjög skemmtilegt að sjá þessi fallegu barokk munstur víða í haust tískunni.

    

        

Jessica Biel er klædd barokk stíl frá toppi til táar að hætti Dolce & Gabbana í myndatöku fyrir breska In Style blaðið.

        

Barokk tískan skilur skóna að sjálfsögðu ekki útundan og hér að neðan eru til að mynda skór úr smiðju Jeffrey Campbell, Alexander McQueen, Dolce & Gabbana ofl:

          

        

Ætli Bach hafi samið sinfoníurnar sínar í skóm svipuðum og silfurlituðu McQueen skónum hér að ofan ? Ég er viss um að ég gæti dregið eins og eina sinfóníu fram úr erminni ef ég kæmi höndunum yfir svipaða skó - hvílík fegurð.

 

GLÆRIR SKOR

I can see through you...

  

  

      

      

         

Sitt sýnist hverjum um þetta óvenjulega trend sem hefur farið um skóheiminn í sumar.

Glærir skór í bland við támjóaða litaða skó hafa einnig verið áberandi, fyrir þær sem hafa ekki viljað fara alla leið í glæra trendinu:

  

    

Það sem ég er hrifnust af eru glærir skór yfir fallega sokka eða sokkabuxur. Þetta er líka sniðug lausn fyrir þær sem langar að taka þátt í trendinu en vilja ekki sýna tásur eða "tásuskorur" eins og mér sjálfri er svo illa við.

  

TÍSKUBORGIN LA

Mikið er ég sammála Þórunni Ívarsdóttur, fyrrum LA nágranna mínum, um tískuna í LA.

     

Ég breyttist mikið á meðan ég bjó í LA. Fyrir LA dvöl var tíska eitthvað sem mér þótti gaman að pæla í við og við. Eftir LA dvöl var tíska ekki bara orðin innbyggð í mína daglegu hugsun heldur hafði skóáráttan náð hæstu hæðum.

Undir "Fróðleikur" má finna hinar ýmsu bandarísku skó-vefverslanir ásamt aðstoð við að finna réttar stærðir ef þið eruð í verslunarham á þessum fallega laugardegi.

Góða helgi : )

CUSTOMER SERVICE

Bara til að undirstrika það hvað Solestruck starfsfólkið eru miklir snillingar:

 Ég lenti í veseni með pöntunina mína afþví ég var að greiða með íslensku kreditkorti en senda á heimilisfang í LA. Í dag var síðasti dagur útsölunnar hjá þeim og allt ætlaði um koll að keyra hjá þeim vegna pantanafjölda.  Ég sendi þeim facebook message þar sem ég lýsi veseninu mínu og býst við að fá svar svona... 4 dögum seinna með þessu týpíska ameríska "Please accept our apologies... since the sale is over there is nothing we can do, please join in during our next sales event" blablabla. Reyndar bjóst ég ekki við að fá svar yfir höfuð fyrst ég sendi þeim facebook message en ekki email.

En neinei, ég fæ svar eftir 8 mín: "Engar áhyggjur, við reddum þér. Sendu bara pöntunina svona inn og við lögum. Takk takk"

Ég elska Solestruck, það er bara þannig.

Læt hér fylgja með stefnu fyrirtækisins:

 

HÁLSMEN

Það er síður en svo skortur á fallegum hálsmenum fyrir haustið hjá Topshop

    

    

    

 

Ég var svo heppin að finna þetta hérna í íslensku Topshop í Smáralind. Mjög geómetrískt og öðruvísi.

Mér finnst 3-D effektinn ótrúlega flottur þrátt fyrir að það sé pínulítið skrýtið að vera með útstandandi hálsmen : )

      

 

Sales night out

Systrakvöld í Hafnarfirðinum - Solestruck útsölur, kertaljós og kreditkort.

     

Ég er á bls. 1 af 96 á Solestruck útsölusíðunni og ég er með 11 Solestruck tabs opna. Þetta verður langt kvöld...

 

   

Útsölunni lýkur á morgun og ég mæli eindregið með því að þið verslið ykkur eins og eitt par. Þarna eru frábær skómerki á ferðinni fyrir lítinn pening.

Það fer hver að verða síðastur!

IPHONE

Ég hefði ekkert á móti því að vera fluga á vegg í San Francisco eftir nákvæmlega viku..

Apple hefur boðað til blaðamannafundar kl. 17 að íslenskum tíma og verður að teljast líklegt að nýjasti iphone síminn verði afjúpaður, eftir langa bið Apple aðdáenda. Apple hefur eins og vanalega haldið mikilli leynd yfir eiginleikum símans en skv. orðrómum þykir líklegt að síminn verði þynnri og skjárinn stærri, í líkingu við Samsung Galaxy S III símana. Hryllingssögur um minna port á símanum hafa einnig verið á kreiki, sem myndi leiða til þess að allar gamlar snúrur og aukahlutir myndu ekki ganga fyrir nýja símann. Hver veit.

Það sem er hinsvegar nokkuð víst er að eitt stykki glænýr iphone fær að fylgja mér heim frá LA í vetur. Og þá fer maður á fullt að spá og spegúlera í búning á þennan uppáhalds aukahlut. Er ekki við hæfi að kaupa iphone outfit fyrir alla daga vikunnar ?

        

        

        

Sum hulstrin eru svo sannarlega fumlegri en önnur. Ekki vill maður nú lenda í því að smyrja iphoninn sinn í misgripum.

Bandaríkjamenn hafa að sjálfsögðu einnig sett á markað lausn fyrir ástfangin pör:

Að lokum virðist ekki vera mikið framboð á iphone hulstrum fyrir skóunnendur. Hér er brot af því helsta:

        

 

Hvaða hulstur finnst ÞÉR flottast  ? 

 

ANDREIA CHAVES

Brasilíski skóhönnuðurinn Andreia Chavez fangaði athygli fjölmiðla víðsvegar um heiminn áður en hún útskrifaðist frá Polimoda Fashion Institue á Ítalíu árið 2010.

Andreia notar einstaka nálgun við skóhönnunina en hún notfærir sér óhefðbundin efni, mismunandi lögun, sjónhverfingar og stærðfræði ásamt nýjustu tækni við að skapa listaverk úr hverju skópari sem hún sendir frá sér.

  

„InvisibleShoe“ línunni var ýtt úr vör á tískuvikunni í New York í febrúar 2011 og hlaut mikið umtal í skó og tískuheiminum. Skórnir eru búnir til úr mörgum speglum sem gera eigandanum kleift að gera umhverfið að þátttakanda í heildarlúkkinu. Þar sem speglarnir á skónum gera þá að hálfgerðu kamelljóni falla þeir á skemmtilegan hátt inn í umhverfið og skapa skemmtilega sýn við hvert skref sem tekið er.

  

  

Andreia: „I am excited about the potential of what can be brought to footwear design as well as the cross-fertilization between the worlds of fashion, art, architecture and industrial design".

  

Mínir uppáhalds skór frá Andreiu kallast "NakedShoe". Þessir skór eru í raun speglalaus útgáfa af "InvisibleShoe". 

 

InvisibleShoe og NakedShoe fást á Solestruck en eins og við má búast kosta þeir nokkra hundrað þúsund kalla.

Ég hlakka mikið til að fylgjast með Andreia Chaves í framtíðinni - skóhönnuður sem notfærir sér verkfræðilega hugsun við innblástur og hönnun er svo sannarlega eitthvað fyrir mig.

 

ÚTSALA

Hvað gera skóunnendur á þessum vætusama mánudegi ? Þeir fara inn á Solestruck síðuna og versla sér fallega skó á útsölu. 

Snillingarnir hjá Solestruck eru með yfir 10.000 pör á útsölunni og senda frítt til Íslands fyrir pantanir yfir 150 dollurum. Muna að margfalda með ca 1,5x til að gera ráð fyrir tolli, skatti og tollþjónustu.

 

  

  

  

 

Happy shopping smile

SUNNUDAGUR TIL SÆLU

....sem þýðir nýir skór vikunnar

SIGNATURE HÁRGREIÐSLA

Amy Heidemann og Nick Noonan skipa hljómsveita Karmin. Þau kynntust í tónlistarnámi í Boston, stofnuðu bandið, trúlofuðu sig og urðu heimsfræg eftir að Ellen DeGeneres pikkaði upp youtube rásina þeirra. Þau eru dúllur.

   

Amy er ótrúlega skemmtileg týpa að mínu mati og fer sínar eigin leiðir burt séð hvað öðrum finnst. Hún er  frábær söngkona, enn betri rappari (ótrúlegt en satt) og best af öllu finnst mér signature hárgreiðslan hennar sem hefur slegið í gegn hjá ungum stúlkum víðsvegar um heiminn.

  

Amy: "My signature hairstyle is called the Karmin suicide roll. It's something that I have always loved from the 1940's era".

Á tónleikum hljómsveitarinnar má sjá stelpur í röðum með Karmin hárgreiðsluna enda hefur Amy verið dugleg við að pósta kennslumyndböndum á youtube fyrir aðdáendur sína. 

  

Fyrir áhugasama þá er eitt af fyrstu youtube myndböndunum þeirra turtildúfa hér

Fyrir þær sem vilja prófa "Karmin Suicide Roll" þá er hér kennslumyndband beint frá fagmanninum sjálfum.

 

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook