Kardashian baby fever

Þá er búið að staðfesta sögusagnirnar - Kim Kardashian og Kanye West eiga von á litlu kríli næsta sumar. Skv. E online er Kim komin rúmar 12 vikur á leið.

  

Kanye West ákvað að deila fréttunum með tónleikagestum í Atlantic City í gærkvöldi og þá voru fréttirnar heldur betur fljótar að berast um netheimana.

 
Hér að neðan má sjá ýmis twitter viðbrögð frá Hollywood liðinu:
 
Kourtney Kardashian: "Been wanting to shout from the rooftops with joy and now I can! Another angel to welcome to our family. Overwhelmed with excitement!"
 
Khloe Kardashian Odom"Keeping secrets is hard with so many family members! Especially when you are so freaking excited!!!!! LOVE is everything!!!!"
 
Ryan Seacrest: "It's true smile @KimKardashian & @KanyeWest are having a baby! congrats u guys"
 
Demi Lovato: "So happy for you @KimKardashian.. Love you SO much and I'm so excited to babysit!! Miss you girly..
 
Ef barnið þeirra verður eitthvað í líkingu við Mason og Penelope Disick (börnin hennar Kourtney Kardashian) þá má búast við því að krúttskalinn verði sprengdur!
 
 
 
 
 
Úúhh baby baby baby!

 

ÁRAMÓT

Í kvöld fögnum við árlegum tímamótum í faðmi fjölskyldu og vina. 

Ég og minn erum í fyrsta skipti stödd á Akureyri yfir áramótin - á bólakafi í snjó en umvafin hlýju og dýrindis mat hjá bestu mömmunni minni. Eftir sprengjubrjálæðið með litlu bræðrunum verður eflaust troðið í sig nammi og spilað, hlegið og huggað sig fram á rauða nótt.

Dress kvöldsins samanstendur af gullfallegum pallíettukjól frá F21 og himinháum hælum frá Michael Antonio. Er ekki alltaf glamúr þema á gamlárs ? wink

  

Árið 2012 var heldur betur viðburðarríkt á mínum bæ. Eftir að hafa lokið mastersnámi í verkfræði í borg englanna fluttum við Kanarnir aftur heim í frostið á fróninu góða. Ég fékk það svona líka í bakið að hafa talað íslensku veðráttuna upp við amerísku vinina en við bjuggum í snjóskafli fyrstu þrjá mánuðina okkar á Íslandi. Ég sem hafði sagði við alla að það snjóaði nær aldrei á Íslandi - "Seriously, Iceland is the green one and it's really not that cold over there".

Á miðju ári fékk ég svo tækifæri til að stökkva í spennandi starf í einum skemmtilegasta iðnaði sem ég veit um og ég er ekkert lítið glöð að hafa stokkið til. Ekki má svo gleyma því að ég fékk að deila skóbrjálæðinu mínu með ykkur frá 1. september síðastliðnum. Að lokum fékk ég að kíkja út fyrir landsteinana oftar en einu sinni á árinu og málaði Köben rauða í góðra vina hópi, kíkti reyndar ekki í rauða hverfið á meðan að Amsterdam dvölinni stóð en leyfði peningaveskinu að sjá rautt í Boston og Denver.

Ég er viss um að árið 2013 mun færa mér einhver enn frekari tækifæri og áskoranir og ég ætla að leyfa mér að sigla súper jákvæð og glöð inn í nýtt ár - GLEÐILEGT ÁR ELSKU BESTU LESENDUR!

Pink Blick

Angelica Blick hefur greinilega lesið færsluna um Pastel bleikt og fjólublátt hár hér á ShoeJungle wink

"I think it’s so fun to try new things when it first comes to my hair! So therefore I dyed it pink."

Ég er ennþá að melta hvort ég eigi að nenna að aflita hárið mitt, bara til að geta tekið þátt í trendinu. Ég varla tími því þar sem ég hef leyft mínum náttúrulega lit að láta ljós sitt skína undanfarna mánuði. Ég held ég láti því nægja að dást að pastellituðum kollum úr fjarlægð - og tek hattin ofan fyrir þeim sem þora að láta til skarar skríða!

Fallegi MMM jakkinn

Ein af mínum uppáhalds flíkum sem ég keypti í Denver er falleg gersemi úr samstarfi H&M og Maison Martin Margiela.

  

Ég var búin að kaupa mér over sized tvíhnepptan frakka í F21  en þegar ég mátaði MMM jakkann fór ég rakleiðis tilbaka inn í F21 og skilaði hinum jakkanum. Þess má geta að þeir kostuðu nánast það sama! Jakkinn kom í fallegum MMM garment poka svo að honum leið vel á leiðinni heim til Íslands.

  

Myndirnar ná engan veginn að sýna hvað þessi jakki er endalaust fallegur enda hafði ég ekki tekið eftir honum þegar ég skoðaði MMM úrvalið á netinu, þegar línan var frumsýnd. Hann er úr stífu fallegu efni og með silfurlitaða sauma hér og þar. Trúi varla enn að ég hafi einungis borgað $40 fyrir þessa gersemi!

  

  

Eitthvað segir mér að þessi jakki verði ofnotaður!

P.s. beltið á síðustu myndinni er líka nýtt uppáhalds. Fæst hjá Asos smile

SÆTAR JÓLAGJAFIR

Ég vona að þið hafið öll haft það jafn yndislegt og ég yfir jólahátíðarnar. Ég er búin að borða ALLTOF mikið, spila, hlæja, lesa bækur og tímarit, borða nammi, kúra upp í sófa, borða ennþá meira og slappa af fyrir allan peninginn.

Ég ætla að deila með ykkur einni af mínum uppáhalds jólagjöfum þetta árið. Það hefur alltaf verið vitað mál að ég er skóunnandi en það var einstaklega mikið skóþema í gjöfunum í ár - eitthvað sem mér finnst nú ekki leiðinlegt wink 

Þetta völdu litlu systkinakrúttin mín handa skóbrjáluðu systur sinni og mikið tókst þeim vel til. Þetta sameinar semsagt tvö af mínum stærstu áhugamálum - spil og skó. Ég verð alveg ómöguleg ef ég fæ ekki að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt spil hver einustu jól en ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því þetta árið þar sem þetta var eitt af þremur spilum sem leyndust í jólapökkunum.

Þetta sniðuga minnisspil hefur að geyma skó sem eru hannaðir á mismunandi tímabilum á síðustu öld.

"An ideal gift for shoe lovers everywhere, this beautifully produced memory game tests your recollection of some of the world's most fabulous shoes - from vintage Ferragamo sandals to the latest Manolo's."

Það er svo magnað hvað tískan gengur í hringi, það var ótrúlega gaman að fletta í gegnum spilið og sjá 40-70 ára gamla hönnun sem gæti allt eins verið frá árinu 2012. Hér er smá sýnishorn:

Þessir fallegu skór frá árinu 1938 minna óheyrilega mikið á Jeffrey Campbell Salvatore skóna frá árinu 2011.

Svona skó hefur maður heldur betur séð víða á síðustu tveimur árum!

Fallegi innbogni hællinn sem t.d. einkennir Miu Miu hælaskó er víst ekki glæný hugmynd  :)

Nýlegir rauðbotna skór frá Louboutin snillingnum.

Skór frá einni af minni uppáhalds - Vivienne Westwood. Platform tískan lá víst ekki lengi í dvala því þessir skór eru ekki eldri en frá árinu 1990.

Mikið hlakka ég til að spila þetta spil við litlu bræður mína yfir áramótin. Spil sem er skemmtilegt fyrir bæði mig og þá smile Þetta er ótrúlega sæt og falleg gjöf og ég get glatt ykkur með því að þetta spil fæst í Eymundsson hér á klakanum.

Deili með ykkur fleiri skótengdum jólagjöfum á næstu dögum - haldið áfram að njóta jólafrísins!

GLEÐILEG JÓL

Þá eru jólin mætt á svæðið enn eina ferðina, ji hvað tíminn flýgur! Því miður hefur alltof lítill tími gefist til bloggs sökum jólaanna en úr því verður svo sannarlega bætt í jólafríinu. Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um að pósta myndum af Denver skóhrúgunni og ég mun ganga í málið á næstu dögum smile

Síðustu dagar eru búnir að fara í jólastúss, hreingerningu, kósýheit og samveru með vinum og vandamönnum. Ég er alin upp á mjög miklu jólaheimili og því er ansi jólalegt hér á bæ og allt klárt fyrir hátíðarnar. Við hjúin erum búin að horfa á 3 jólamyndir á síðasta sólahring - The Holiday, Love Actually og Fred Claus og það kannski lýsir fyrir ykkur jólastemmingunni á mínu heimili smile

  

Jólakjóllinn minn frá Asos kom í hús í gær, rétt í tæka tíð fyrir jólin. Ég var ekkert smá glöð að það hafðist, þökk sé yndislegri flugfreyju.

  

Ég ákvað að velja mér frekar chunky skó við jóladressið í dökkgrænum Emerald lit. Það er svo skemmtilegt að blanda saman mismunandi tónum af sama litnum.

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og í leiðinni þakka kærlega fyrir viðtökurnar frá því að síðan opnaði 1. september. Ég er ótrúlega þakklát og mér finnst ekkert skemmtilegra en að deila mínum klikkuðu skópælingum með ykkur lesendum. Ég vona að síðulesning hafi náð að stytta ykkur stundir og gefið ykkur hugmyndir þegar kemur að skókaupum. Ég minni á að allar ábendingar og fyrirspurnir eru velkomnar í gegnum tölvupóstfangið shoejungle@shoejungle.is 

HAFIÐ ÞAÐ GOTT YFIR HÁTÍÐARNAR heart

SKÓRNIR NÆSTA SUMAR

Ég er ein af þeim sem kolféllu fyrir gladiator þemanu í skótískunni á tískuvikunum núna í haust. Þetta er það sem koma skal í sumartískunni 2013:

Fengið að láni frá heimasíðu Kim Kardashian: www.kimkardashian.celebuzz.com

Ég verð að segja að ég var lang hrifnust af skónum frá Alexander Wang. Ég hefði ekkert á móti því að eiga báða þessa frá Wang:

  

Mér þótti Vercace útgáfan af gladiator þemanu líka skemmtileg, þó hún sé ekki jafn frumleg og skemmtileg og frá Wang:

  

  

Skemmtilegt að pæla í sumarskóm í frostviðri smile

SÆLU SUNNUDAGUR

Það kannast eflaust margir við mánudagsdrungann fræga sem herjar á stærsta hluta landsmanna á þessum fyrsta virka degi vikunnar. Ég veit ekki hvers vegna en ég hef aldrei upplifað þennan drunga. Auðvitað væri maður nú stundum til í einn aukadag í helgina en ég hef hinsvegar aldrei upplifað þetta sem leiðinlegasta dag vikunnar.

Við systurnar ræddum þetta um helgina og komumst að því að við deilum ákveðnum sunnudagsleiða - eins fáránlega og það hljómar. Ég veit ekki hvað það er við sunnudaga því þetta er nú frídagur og oftast nýttur í afslöppun og kósý stundir. Kannski er þetta stórborgarbarnið í mér sem þolir ekki dvalann sem leggst yfir Reykjavíkina á sunnudögum (ég fæddist klárlega á röngum stað því ég þrífst lang best í eril og borgum sem aldrei sofa). 

Það var þó erfitt að kvarta yfir sunnudeginum í gær sem var yndislegur í alla staði. Dagurinn byrjaði á dýrindis brunch hjá ömmu og þar á eftir tók við verslunarleiðangur með litlu systur. Við hjúin skelltum okkur svo á jólatónleika hjá Baggalúti sem voru ólýsanlega skemmtilegir! Ekki skemmdi fyrir að Laddi mætti á svæðið í banastuði og tók "Snjókorn Falla" fyrir áhorfendur og kom þar með hverju einasta mannsbarni í húsinu í jólaskap. Eftir að Baggalútsmenn höfðu verið klappaðir upp hljóp Laddi í súperman skikkju inn á sviðið og tók gamla góða "Súperman" lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. Það þarf vart að taka það fram að ég spratt á fætur og tók allar hreyfingarnar með herra Ladda - enda var þetta lag í miklu uppáhaldi hjá mér á mínum yngri árum.

Skórnir sem ég nældi mér í á harðahlaupum í Amsterdam voru vígðir á tónleikunum. Skórnir eru úr H&M og eru skemmtileg blanda af glæra og t-strap trendinu. Mér finnst þeir mjög frumlegir og sé marga möguleika í þeim - t.d. að fara í skemmtilega litaða sokka eða sokkabuxur við eins og ég gerði í gær.

Nýjasti varaliturinn í safninu setti punktinn yfir i-ið - "Up the amp" frá MAC.

  

  

Eftir tónleikana var haldið á Laugarveginn og borðað góðan mat og tekið örstutt rölt í kuldanum þangað til við gáfumst upp fyrir kuldabola.

Ef allir sunnudagar væru svona yndislegir þá myndi þessi sunnudagsleiði kannski heyra sögunni til wink

T-STRAP

T-strap trendið hefur heldur betur heillað mig í vetur.

    

 

    

  

    

    

Hér eru nokkrir sem urðu á vegi mínum þegar ég tók útsýnisrúnt á vefverslununum:

  

  

Skemmtilega ólíkir. Persónulega finnst mér þeir fallegastir támjóir og með engum platform.

A “ELLE” OF A SHOE

Þessir skór hér eru búnir að valda miklu fjaðrafoki í heiminum en Elle Fanning mætti svona skóuð á frumsýninguna á Breaking Dawn Part II.

  

Skórnir eru úr vorlínu Prada 2013.

Elle hefur getið sér gott orð sem upprennandi tísku icon og því ætlaði allt um koll að keyra þegar hún mætti í þessum skóm á rauða dregillinn. Hún fékk ágætis útreið í Fashion Police þættinum, ég er þó sammála Kelly Osbourne - hún er bara 14 ára og má alveg vera klæða sig eftir því svona endrum og eins. Viljum við nokkuð rifja upp fatavalið okkar við 14 ára aldur ? Hmm... smile

 
Þess má geta að Joan Rivers er eldri en báðar ömmur mínar, hún verður áttræð á næsta ári! Vill einhver giska á fjölda lýtaaðgerða ?
 
Þetta hafði hún að segja við ástralska Telegraph um sjálfan sig og lýtaaðgerðir: ”Every weekend I just go in and I do something new. I get a 10th one free. It’s a little like coffee you just keep going!"
 
Hún má alveg eiga það að hún er með húmorinn í lagi!

 

PINK & PURPLE

Ég er ástfangin af nýjasta trendinu í hárheiminum! Ef ég væri með aflitað hár eins og í gamla daga þá væri ég búin að skella pastel fjólubláu skoli í hárið.

  

  

  

    

      

    

  

    

    

    

  

  

Ég sá reyndar eina dökkhærða stelpu í Denver sem var með pastel bleikt skol og það kom alveg nokkuð vel út. Hver veit, kannski verður þetta jólaliturinn minn í ár ?

Góða helgi smile

TIL SÖLU

Ég er með glænýja og gullfallega HM skó til sölu. Þeir eru alveg ónotaðir og ennþá með verðmiðanum á.

Hér eru myndir sem ég tók á ipadinn (ekki bestu gæðin):

  

Hér eru myndir frá HM síðunni:

  

  

Skórnir eru úr HM og eru í stærð 38.

Eina ástæðan fyrir því að ég er að selja þá er sú að ég keypti þá í einu númeri of stóru þar sem mín stærð var ekki til í Amsterdam (mig langaði samt svo hrikalega mikið í þá að ég lét vaða). Hinsvegar fann ég svo skóna í minni stærð í Denver um helgina og á því núna 2 pör smile Þessir skór eru ótrúlega fallegir og mjög þægilegir - þeir sem þekkja mig vita að ég er ekkert sérstaklega hrifin af HM skóm því mér finnst oftar en ekki vanta heilmikið upp á gæðin. Þessir skór eru hinsvegar mjög þægilegir (ég er einmitt í mínum akkúrat núna) og virðast vera vandaðri en venjulegir HM skór.

Skórnir fara á kostnaðarverði sem er 7.000 krónur. 

Fyrstur kemur fyrstur fær. Áhugasamir hafið samband við mig í gegnum email: aglafridjons@gmail.com 

 

GUILTY PLEASURE

Þetta gerist í janúar....

 

 

Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég er spennt. Þetta er mitt guilty pleasure - æj þetta er svo mikil afþreying! Og svo er ekki leiðinlegt að horfa á öll fínu outfittin, fæ svo oft hugmyndir frá Kourtney enda er hún alltaf smart.
 
Fyrsti þátturinn af  "Kourtney and Kim take Miami" verður frumsýndur 20. janúar á sjónvarpstöðinni E!
 
P.s. Er komin heim frá Denver, 15 skópörum ríkari og back to business wink

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook