Next stop: Denver, Colorado

Þá er ég mætt til Denver, Colorado. Hér segir fólk "y'all" og hér er kirkja á öðru hverju horni. Áhugavert smile

En hvað það verður yndislegt að slappa hér af í 4 daga, borða góðan mat, versla jólagjafir, versla skó og komast í jólagírinn - því í Bandaríkjunum eru jólin jú á sterum.

  

Það getur tekið á að venjast 7 klukkutíma tímamismun en hér er klukkan 6 um morgun og við eldhress. Nú bíðum við bara eftir því að horfa á sólarupprás og svo er það ekta bandarískur kaloríu-morgunmatur á Ihop, mmmm!

Verð virk á gramminu as always - @aglaf

See y'all later!

 

HOLLENSK FERÐASAGA

Sólarhringurinn í Hollandi í síðustu viku kom svona líka skemmtilega á óvart. Ég dvaldi að mestu leyti í Wageningen sem er lítill háskólabær í klukkutíma fjarlægð frá Amsterdam. Það kom mér ýmislegt á óvart í þessari ferð og ég lærði alls konar hluti um Holland og litla Wageningen.

- Hollendingar eru virkilega góðir í ensku ólíkt flestum nágrönnum þeirra. Ég bjó mig undir að þurfa að nota frönskuna eða handabendingar að einhverju leyti en komst upp með amerískuna mína í öllum tilfellum.

- Wageningen búar vita ekki hvað Mohito er og hvað þá kunna þeir að búa hann til. Eftir 2 misheppnaðar tilraunir tók ég yfir kokteilaframleiðslunni í þessum sæta bæ.

- Í Hollandi búa tæplega 17 milljónir manna en landið er samt meira en helmingi minna en Ísland að flatarmáli. Það tekur ekki nema 1,5 tíma að keyra þvert yfir landið!

- Amsterdam er ótrúlega sjarmerandi og falleg borg með rosalega mörgum flottum verslunum. Aldrei hefði ég trúað því að ég myndi plana ferð til Amsterdam til að versla en það er klárlega komið á to-do listann.

- Hollendingar eru HÁVAXNIR. Sem betur fer fór ég í JC Lita skónum mínum út um kvöldið, annars hefði ég orðið undir í mannmergðinni.

- Vinkona mín sem var með mér úti og er hálf hollensk laug því að mér að "Te Huur" þýddi "Hórur hér". Ég skyldi ekkert í þessum ótalmörgu hóruhúsum útum allan bæ. Ég fékk að vita það seinna að "Te Huur" þýðir "Til leigu".

- Það er mikið af sérstökum byggingum og skemmtilegum húsum í Amsterdam. Ein blokkin var t.d. bara með svalir fyir nokkrar vel valdar íbúðir. Önnur bygging var eins og 90 gráðu þríhyrningur í laginu og á þakinu (langhliðinni) var sumsé garður hússins.

- Það er mikið lagt upp úr smáatriðum og gestrisni í Hollandi. Við vorum vel trítaðar af okkar gestgjöfum og ég var ótrúlega hissa á krúttlega hlaðborðinu sem að þrír karlmenn gerðu klárt handa okkur á fundinum. Sé manninn minn alveg í anda að dúlla sér við að raða upp smákökum og samlokum fallega á diska. Sjáiði bara hvað þetta er krúttlegt!

Mér finnst bleiki teketillinn æðislegur, ekki skemmdi fyrir að teið var það besta sem ég hef smakkað (þarf vart að taka það fram að það var heimalagað frá grunni).

Þar sem aðal tilgangur ferðarinnar var vinnufundur náði ég ekki að kynnast Amsterdam eins vel og ég hefði viljað. Samstarfsmaður okkar var hinsvegar svo yndislegur að hleypa okkur í búðir í örstund í Amsterdam svo að ég og vinkona mín hlupum upp verslunargötuna í miðbæ Amsterdam, virtum fyrir okkur fallegu búðargluggana og önduðum að okkur Amsterdam stemningunni.

Þessar örfáu mínútur sem við áttum í Amsterdam voru að sjálfsögðu einnig nýttar í smá HM verslunarleiðangur. Það gafst ekki mikill tími til að máta, það eina sem var í boði var að renna yfir búðina, grípa með sér það sem fyrir augu bar og borga.

Ég varð ólýsanlega glöð yfir því að komast inn í HM því í fyrsta lagi varð ég að eignast þessa hérna:

  

Í öðru lagi var ég að voooonast til þess að það væri eitthvað eftir af Maison Martin Margiela línunni í versluninni. Ég hoppaði hæð mína þegar ég sá að það var slatti eftir og gerði dauðaleit að fallega rauða kjólnum úr línunni, þessum hérna:

  

Eftir að hafa grátið í hálfa mínútu yfir því að hann væri uppseldur sá ég að uglubolurinn var til í minni stærð svo að ég tók gleði mína á ný smile

  

Dagurinn endaði á skemmtilegum háskólabar í Wageningen þar sem ég hitti 5 skemmtilega krakka úr háskólanum í Wageningen. Gaman að segja frá því að við fórum að spjalla út frá skónum mínum (skórnir skapa ekki bara manninn heldur nýja vini líka!) en þegar ég stóð við barinn tók ég eftir 5 starandi dúllum á næsta borði. Þá voru þau semsagt að rökræða hvort ég væri í JC skóm eða ekki og hversu hár hællinn væri eiginlega (JC for the win, alltaf!) Í enda kvöldsins vorum við öll orðin perluvinir og þau jafnframt útskrifuð úr íslensku 103 - þ.e. þau kunnu að segja "Hafnarfjörður" með stæl smile

Takk fyrir mig Holland!

MISS VOGUE

Miss Vogue er aukablað sem er gefið út af ástralska Vogue en blaðið hefur nú komið þrisvar út og státar þriðja tölublaðið af næstyngstu Kardashian systurinni á forsíðunni.

"Kardashian" á kannski ekkert svo vel við þar sem skvísan heitir Kendall Jenner og á lítið sem ekkert tilkall til Kardashian nafnsins en hún er hálfsystir Kim, Kourtney, Khloe og Rob Kardashian. Það verður að teljast nokkuð gott að landa forsíðu Vogue aðeins 17 ára gömul en stórstirnið Kim Kardashian þurfti að bíða til 31 árs aldurs þar til hún hlaut þann heiður. Kim birtist á forsíðu L'Uomo Vogue, ítalska karlablaði Vogue fyrr á þessu ári.

Ég man þegar ég sá Kendall fyrst í "Keeping up with the Kardashian" þáttunum, 10-11 ára mús sem mann grunaði samt að ætti framtíð fyrir sér í fyrirsætubransanum. Hún er skemmtilega ólík hálfsystur sinni Kim í vaxtarlagi og útliti, báðar gullfallegar en engu að síður mjög ólíkar.

Hér að neðan má sjá myndir af Kendall úr Vogue myndaseríunni. Það sem greip athygli mína strax voru fallegir skór - og jú reyndar falleg föt líka smile

  

  

  

Svörtu Nicholas Kirkwood hælarnir á efstu myndinni eru tveimur númerum of fallegir!

BEST OF BLACK FRIDAY SHOPPING

Ég gjörsamlega missti mig í bandarísku netverslununum um helgina. Black Friday var aldeilis svartur fyrir veskið mitt smile

Hér má sjá brot af afrakstrinum:

  

Ég gat ekki valið milli þessara tveggja para frá Messeca og lét því "bæði betra" mottóið stjórna kaupunum í þetta skiptið.

  

Jóla og áramótakjólarnir eru báðir komnir í höfn - blúndur annarsvegar og pallíettur hinsvegar. Sniðið á blúndukjólnum er gjörramlega fullkomið - hann fæst HÉR

   

Nýjasta fegurðin frá Jeffrey fékk einnig að bætast í safnið.

  

Valdi mér eina hælaskó frá Michael Antonio sem kann aldeilis að hanna flotta hæla.

  

Fallegir T-strap skór frá Asos. Þetta trend verður heitt út veturinn.

Ég held ég láti þetta gott heita í bili svo fólk haldi ekki að ég hafi gjörsamlega misst mig (sem ég gerði). Þið getið reyndar tékkað á enn einni JC gerseminni sem ég keypti undir Vikunnar. Sýni ykkur annars meira næst smile

Minni á að það eru einhverjar verslanir ennþá með afslætti í gangi, mæli með að skoða verslanirnar sem koma fram í blogginu hér fyrir neðan.

 

FAVORITE FRIDAY

Jólin eru sennilega heilagasti tími okkar Íslendinga. Jólin eru tími fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldumeðlemir búsettir erlendis flykkjast heim svo fjölskyldan geti notið dýrmætra samverustunda yfir hátíðarnar. Klukkan sex á aðfangadag sést varla hræða á götum úti en dýrðina má sjá í hverjum einasta stofuglugga. 

Það kom mér á óvart að þessu er alls ekki eins háttað í Bandaríkjunum. Þar er hátíð dagsins í dag, Thanksgiving hátíðin, aðal fjölskylduhátíðin (t.d. ef fólk þarf að velja um að vinna yfir jólin eða á Thanksgiving þá er fyrri kosturinn nær undantekningarlaust fyrir valinu). Það var æðislegt að upplifa Thanksgiving í ekta bandarískri stemmingu og borða kalkún og gómsætt meðlæti ásamt því að horfa á NFL (eini tíminn á árinu sem ég að horfi á amerískan fótbolta). Uppáhaldið mitt við Thanksgiving er samt sem áður ekki Thanksgiving dagurinn sjálfur heldur dagurinn sem fylgir í kjölfarið - Black Friday.

Þar sem Bandaríkjamenn eru oftast nær í fríi bæði á fimmtudag (Thanksgiving) og föstudag (Black Friday) hefur myndast sterk hefð fyrir útsölum þann dag sem leiðir til þess að fólk flykkist í búðir til að klára jólagjafainnkaup. Ohh, ég hreinlega elska þessa hefð - hvenær myndu Íslendingar taka upp á því að halda útsölur rétt fyrir jól ? Aldrei nokkurn tímann!

Útsölurnar eru það ríflegar að fólk tjaldar fyrir utan verslanirnar eftir að hafa lokið Thanksgiving kvöldverðinum. Vinkona mín gerði þetta í fyrra því hana vantaði nýja tölvu og gat fengið nýjustu týpuna á 50% afslætti.

Kvöldið hjá mér er búið að fara í skóinnkaup hjá mínum helstu vefverslunum - Solestruck, NastyGal, Miss KL, Amazon og Tilted Sole. Ég er hér umbil að drekkja hótelinu í Denver með sendingum stíluðum á mig, eins gott að vera með nóg af þjórfé til reiðu þegar ég sæki  þetta allt saman næstu helgi. 

Hér er smá yfirlit yfir tilboðin hjá helstu vefverslununum, fyrir ykkur sem viljið nýta Black Friday útsölurnar. Ég mæli eindregið með því þar sem þetta er besta útsala ársins. Allar neðangreindar verslanir senda til Íslands.

Nasty Gal - 25% afsláttur af öllum skóm fram á sunnudag. Afslátturinn reiknast af verðinu þegar þú bætir vörunni í körfuna. Notið prómókóðann "anything at all" og lækkið sendingargjaldið um $12.

Solestruck - 30% afsláttur af útsöluvörum á föstudag, 40% afsláttur af útsöluvörum á laugardag og 50% afsláttur af útsöluvörum á sunnudag.

MISS KL - Notið repcode SALES og promocode BLKJACK og fáið 15-30% afslátt af heildarupphæð (fer eftir upphæð) og fría sendingu innan Bandaríkjanna.

Tilted Sole - Notið kóðann "signmeup15" og fáið 15% af heildarupphæð kaupa yfir $100 eða "givemeten" og fáið $10 í afslátt fyrir pantanir yfir $75.

Karmaloop - Notið kóðann 50SHADES og fáið 15-30% afslátt (fer eftir upphæð) og fría sendingu innan Bandaríkjanna.

Asos - notið kóðann BLACKFRIDAYBONUS og fáið 20% aukaafslátt af öllum vörum (útsöluvörum og öðrum vörum).

Gleðilegan Black Friday! Einn af mínum uppáhalds föstudögum á árinu smile

 

Neverland

"Chandler, Her name is Dutch and also Marklan!"

Þá er ferðinni heitið til Amsterdam í vinnuferð. Ekki til Hvergilands, heimalands Pétur Pans (Neverland), heldur Hollands (Netherlands). Landsins sem er þekkt fyrir vindmyllur, tréklossa, osta og súkkulaði spænir (eitthvað sem heitir Hagen Slag og var það eina á óskalista húsbóndans).

Verð virk á gramminu - @aglaf

MISS KL

Karmaloop vefverslunin hefur verið til í 12 ár og hefur fært tískuunnendum yfir 500 streetstyle merki á auðveldan og þægilegan hátt. Ég get eytt mörgum klukkustundum í að skoða föt og skó á þessari síðu og þess má geta að Karmalook sendir til litla Íslands, eins og áður hefur komið fram.

Í september síðastliðnum var systurverkefni Karmaloop ýtt úr vör, vefversluninni Miss KL sem einblínir á kvenkyns viðskiptavini Karmaloop. Þessi síða er ekki síðri en Karmaloop og hefur að geyma margar fallegar gersemar frá t.d. Free People, Cheap Monday, Jeffrey Campbell, Dolce Vita, Unif ofl. Miss KL gefur einnig út vönduð og skemmtileg lookbook sem gaman er að fletta í gegnum. Mér finnst nýjasta lookbookið, Garlands & Glitz, æðislega skemmtilegt:

Mac púður og LimeCrime varaltur er combo sem klikkar seint.

Þessi kjóll er ofsalega fallegur - hann fæst hér

Blúndur, pallíettur og velvet klæði ásamt klaufum eru áberandi í gegnum lookbookið

Fallegir skór frá Dolce Vita - eru meira að segja á útsölu hér

Fleiri flottir skór frá Dolce Vita - neonbleikir ökklahælar úr DV8 línunni

Þessi kjóll er algjört uppáhalds. Skemmtilega stíliseraður með nýjustu hliðarútgáfunni af JC Lita skónum - Jeffrey Campbell X Human Aliens .

Ég mæli eindregið með skoðunarferð á þessa skemmtilegu vefverslun við fyrsta tækifæri. Smá veganesti fyrir ykkur - notið REWARD eða MKL sem prómókóða og sláið þannig 20% af heildarupphæð kaupanna. Happy Shopping!

JÓLA JÓLA

Litla 90 fm íbúðin sem við búum í er búin að vera stútfull af fólki úr stórfjölskyldunni um helgina sem er helsta orsökin fyrir bloggleysi síðustu daga. Í nótt var sofið í öllum rúmum og sófum og fjöldi heimilismanna þrefaldaðist á einu bretti  - einstaklega heimilislegt og kósý. Svona er það þegar að öll systkinin + mamman búa hinumegin á landinu. Þá á maður til að víkja öllu til hliðar á meðan að á heimsóknunum stendur. Fjarsambönd við það allra nánasta er ekki það skemmtilegasta smile

Við systur og frænkur misstum okkur í jólagírnum í dag og duttum í allsvakalegan föndurgír:

Afrakstur dagsins var því fallegt jólaskraut í gluggana, bæði snjókorn og skraut úr gömlum nótum. Skaðbrenndur putti sökum límbyssuslyss þurfti því miður að bætast á afrekalista dagsins. Ég er búin að skera þrjá stika af Aloe Vera plöntunni síðan um kvöldmatarleytið til að reyna að slá á sársaukann! smile

Kíkið endilega á skó vikunnar - sjóðheitir beint af færibandinu úr smiðju Jeffrey Campbell.

LIPSTICK JUNGLE

"If you wear lipstick and pluck your eyebrows you could wear nothing else"

Ég er svo sammála þessum orðum sem höfð eru eftir FRIENDS leikkonunni Courtney Cox. Uppáhalds "go-to" lúkkið mitt er látlaus augnfarði, helst bara eyeliner og maskari, og djarfur og flottur varalitur. Mér finnst líka mjög töff að sleppa augnfarðanum alveg, eins og Angelica Blick masterar hér að ofan.

Ég rakst á skemmtilegt varalitapróf um daginn þar sem lögunin á varalitnum á að geta greint þína helstu eiginleika - hver hefur ekki gaman af svona vitleysu ? wink

Ég var einhvernveginn handviss um það að ég beitti mínum varalit á ská, eins og númer 2 eða 5. Niðurstaðan kom mér því dálítið á óvart.

Þið getið sennilega giskað á það hvaða tveir varalitir eru nýlega búnir að bætast við safnið ?

Samkvæmt þessu gríðarlega vísindalega prófi er ég semsagt með sterka siðferðiskennd, mjög áreiðanleg, fljót að hugsa, elska áskoranir og er passasöm á framkomu.

Mæli með því að giska hvernig þið notið varalitina ykkar áður en þið kíkið! Ég er ennþá frekar hissa á því að ég fletji alla mína varaliti út smile


Hashtag

Stundum koma dagar þar sem maður fær leið á öllu sem er í tísku og langar í einhverjar nýjar og öðruvísi hugmyndir. Stundum er maður þó heldur ekki í skapi til að þræða tískublogg og vefverslanir eða fletta í gegnum hvert tímaritið á fætur öðru í leit að nýjum ferskleika. Helst af öllu vill maður liggja upp í sófa með fæturnar upp í loft og fá innblásturinn beint í æð.

Þá er svo gott að hafa instagram sem er án nokkurs vafa  mitt uppáhalds iphone/ipad app.

Hashtaggið góða á instagram er virkilega vanmetið. Það er óspart gert grín að fólki sem hrúgar hashtöggum á allar sínar myndir en þetta er einmitt eitthvað sem ég er virkilega þakklát fyrir. Ef þú tekur mynd af þér í Jeffrey Campbell skóm til dæmis - settu þá #jeffreycampell við myndina til að ég geti séð hana næst þegar ég fletti upp JC hashtagginu. 

Ég fer reglulega inn á instagram og fletti upp hinum ýmsu hashtöggum - sérstaklega þegar ég er skotin í einhverjum fallegum skóm og langar að sjá þá á fæti og við eitthvað dress.

Það sem mér finnst samt allra skemmtilegast er að fletta upp #shoes og sjá allan skalann af skemmtilegum skómyndum. Þetta gerði ég síðast í gær og hér er brot af því sem fyrir augu bar:

  

  

  

  

  

  

  

  

Verð að láta myndina hér að neðan fylgja með en ég lenti í nákæmlega þessum samræðum í gær á skrifstofunni.

En hvað ég er nú samt þakklát fyrir að það sé ekki dresscode á vinnustaðnum mínum!

THE JOY OF MUSIC

"Hvað ættir þú erfitt með að lifa án ?"

Vinsæl spurning í viðtölum í glanstímaritum nútímans. Svarið mitt yrði alltaf fólkið í kringum mig. Hinsvegar væri fyrsti "veraldlegi" hluturinn sem kæmi upp í hugann (á eftir skóm auðvitað) klárlega tónlist.

Ég get ekki ímyndað mér heim án tónlistar - ég elska að setja á mig heyrnartólin í vinnunni þegar ég þarf að loka mig af og vinna greiningar, hlusta á uppáhalds lagið mitt þegar mér vantar upplyftingu eftir erfiðan dag, hækka í græjunum í bílnum til að vekja mig á morgnana og taka nokkur dansspor við skemmtilega tóna um helgar eftir viðburðarríka viku (danssporin yrðu eflaust heldur kjánaleg án tónlistarinnar). Ég gæti heldur ekki ímyndað mér að horfa á bíómyndir án þess að hafa tónlist til að keyra upp ólíkar tilfinningarnar og stemmingu.

Ég er svoddan elektró fíkill og er þar af leiðandi mikill aðdáandi íslensku bandanna Retro Stefson og Sykurs. Hrifningin kemur að miklu leyti til vegna þess hvað þessi bönd eru fáránlega góð á sviði - það góð að ég stóð í stormi og frosti í Sirkusportinu á Airwaves til að dilla mér við þá fyrrnefndu.

  

Talandi um Retro Stefson þá er ég búin að hlusta á ÞETTA LAG þrisvar sinnum á meðan þessi færsla er skrifuð. Þetta lag fær að fylgja mér inn í helgina eftir vinnuviku sem mér fannst hefjast í gær - kosturinn við að vera í skemmtilegri vinnu wink Ég finn gleðihroll hríslast um mig þegar kórsöngurinn ómar í fyrri helmingnum á laginu og þegar bassinn byrjar smýgur hann inn í hjartað á mér og magnast upp í takt við hjartsláttinn. 

GÓÐA HELGI**

4 MORE YEARS

Í gær var mikilvægur dagur. Ekki einungis fyrir Bandaríkjamenn heldur fyrir okkur öll.

Ég vakti eins lengi og ég mögulega gat yfir kostningasjónvarpinu og brosti hringinn þegar úrslit urðu ljós, líkt og góðvinkona mín Sarah Jessica Parker:

Það var mikill kosningahamur í Bandaríkjamönnum í gær og þar voru skóverslanirnar ekki útundan.

Bakers setti saman lista yfir 8 flotta skó til að ganga til kosninga í:

Þar að auki voru þau með sérstakan afslátt allan daginn í tilefni kosninganna:

Jeffrey Campbell mældi með eftirfaranda þremur dressum fyrir kosningaklefann:

Ég hefði alveg verið til í að mæta í kjörklefann í dressi númer 2!

SHOEJUNGLE Í SÉÐ OG HEYRT

Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir varðandi það að birta Séð og Heyrt viðtalið sem birtist í blaðinu fljótlega eftir opnun síðunnar. 

Hér hafiði það smile Grein sem ég var hálfsmeyk við til að byrja með en gæti ekki verið sáttari með. Snillingarnir Begga og Myriam settu greinina afar fagmannlega og skemmtilega upp og ég er virkilega ánægð með nærmyndirnar af skónum, mjög flottar og vel unnar. 

GS CRAVINGS

Ég er alveg veik í ökklastígvél þessa stundina og væri alveg til í 1-2 pör frá GS - svona þangað til ég kemst næst til Bandaríkjanna og get misst mig í skóbúðunum wink

Þessir skór frá SIXTYSEVEN eru sjúklega flottir. Mér finnst svo flott á ökkklastívélum að vera með himinháan hæl en hafa platforminn næstum því jafn háan. Þessir skór eru svona í áttina að því lúkki.

Það þurfa líka allir að eiga eitt gæðaeintak af Billi Bi skóm. Þessir eru æðislegir og ég myndi sjá fram á fjölbreytt notkunargildi.

Þessir eru frá Again and Again og eru hrikalega flottir. Ég sá þessa skó live um helgina hjá einum fellow -skóunnenda og þeir eru ennþá flottari á fæti!

Aðrir frá SIXTYSEVEN í svipuðum stíl og Again and Again skórnir. Þeir eru hinsvegar ekki eins flottir að mínu mati. Í raun þykir mér þeir of "venjulegir"..

Þessir eru frá Bullboxer og eru líka virkilega fallegir. Ég er orðin ofsalega hrifin af þessu "útvíða" trendi yfir kálfana. Ég sá elstu Kardashian systurina (sem er jafnframt ein af mínum uppáhalds) í slíkum skóm fyrir nokkrum mánuðum síðan og þetta hefur verið bakvið eyrað á mér síðan þá. Ég er ekki frá því að þetta sé flott við lúkkið sem ég var að lýsa hér að ofan - himinhár hæll og næstum því jafn hár platform. Nú væri gott að geta smíðað sér sína eigin skó wink

Hvað er betra en að leggjast upp í sófa eftir íbúðarþrif og láta sig dreyma um fallega skó. Næst á dagskrá hjá mér er verslunarhringur í einni af minni uppáhalds netverslun. Verslunin pikkar upp ný trend um leið og þau fara á stjá en býður jafnframt upp á mjög sanngjarna verðlagningu. Ef allt gengur eftir þá verður þessi netverslun bráðlega í boði fyrir ykkur wink Spennandi!

HOLLYWOOD HALLOWEEN

Halloween nýtur vaxandi vinsælda hér á klakanum. Vinnufélagarnir mínir fengu þó nokkrar heimsóknir að kvöldi 31. október frá grímuklæddum börnum sem kölluðu "GRIKK EÐA GOTT!" um leið og til dyra var komið. Einn vinnufélaginn minn var svo óheppin að eiga ekkert nammi til á heimilinu en varð þó ekki fyrir neinum grikkjum heldur skokkuðu krakkarnir bara hlæjandi í næsta hús og héldu áfram.

Dvöl í Bandaríkjunum kennir manni enn betur að meta þessa skemmtilegu hefð en við upplifðum tvær hrekkjavökur á meðan að á LA ævintýrinu okkar stóð. Í fyrra skiptið fórum við í ekta bandarískt "houseparty" eins og þau gerast best en partýið var eins og klippt út úr amerískri bíómynd. Troðfullt hús af grímuklæddu fólki úr tónlistariðnaðinum í Hollywood, DJ-búr og ljóskastarar í stofunni, óendanlegar vínbirgðir í eldhúsinu og troðið af fólki í gjörsamlega öllum herbergjum. Við fórum alla leið í Hollywood þemanu þetta árið og klæddum okkur upp sem "heimamenn" og búningurinn féll  vel í kramið hjá viðstöddum.

Í seinna skiptið tókum við hjúin að okkur partýhaldið sem var vægast sagt eftirminnilegt. Ég klæddi mig upp sem Shopaholic í þetta skiptið (vinir mínir bentu mér vinsamlegast á að það væri ekki leyfilegt að klæða sig upp sem maður sjálfur wink) og þar sem LMFAO æðið var í hæstu hæðum fengum við óvænt tvö shuffle bot til að heiðra okkur með nærveru sinni.

  

Hollywood-búar eru þekktir fyrir það að taka hrekkjavökuna mjög alvarlega og því er mjög skemmtilegt að fylgjast með instagraminu hjá fína og fræga fólkinu í kringum Halloween tímabilið. Fyrir Hollywood áhugafólk eins og mig þá er hér brot af Halloween í Hollywood þetta árið:

  

Barnastjörnurnar Jessica Simpson og Christina Aguilera. Ég held að fæstir hafi skilið búninginn hjá þeirri síðarnefndu.

  

Sandra Bullock og krúttsprengjan hennar ásamt Jessicu Alba og fjölskyldu. Gaman að svona fjölskylduþema smile 

J-Lo og unglambið hennar, Casper Smart, klæddu sig upp sem hippar.

  

Lauren Conrad (ein af mínum uppáhalds) og drottningin sjálf Lady Gaga. 

  

Playboy kóngurinn Hugh Hefner sem aldrei fer úr náttsloppnum ásamt on and off unnustu sinni. Svo er það maðurinn sem hreinlega á hálfa Hollywood - Ryan Seacrest ásamt Julianne Hough en þau mættu sem Bonnie and Clyde á hrekkjavökuna í ár.

  

Kim Kardashian tók Halloween í tveimur pörtum í ár. Skvísan var stödd í New York á laugardagskvöldið og klæddi hún sig upp sem hafmeyjan úr kvikmyndinni Splash frá 1984. Kanye West var að sjálfsögðu ekki langt undan sem "kapteinninn hennar". 

  

Kardashian fjölskyldan er ekki þekkt fyrir neitt annað en að gera hlutina með stæl en hluti fjölskyldunnar ásamt vinum klæddu sig upp sem Batman gengið á hrekkjavökudeginum sjálfum, 31. október. Þarna mátti sjá alla Batman klíkuna eins og hún leggur sig: Batman, Catwomen, the Joker, Robin, the Riddler og Batgirl.

 

Kim er ekkert að tvínóna við hlutina og tók búning kvöldsins alla leið eins og sjá má hér að ofan en ofurparið mætti til leiks í Lambourghinií stíl við þema kvöldsins. Batman klíkan skemmti sér á klúbbnum LIV á Miami fram á nótt þar sem Kim fagnaði einnig afmælinu sínu en hún varð 32 ára nú á dögunum. 

Ef þú hefur ekki prófað Halloween stemminguna í Bandaríkjunum þá mæli ég eindregið með því - sérstaklega í borgunum New York, LA og Miami sem eru þekktar fyrir að vera með nóg um að vera wink

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook