OFF TO EUROVISION!

Mér finnst svo stutt síðan ég var á leiðinni til LA á Coachella - en það er víst komið að næsta ævintýri. Áramótaheitið mitt í ár var að eyða í upplifanir frekar en dauða hluti og ég held að ég sé gjörsamlega að jarða þetta heit wink

Við júrónördavinkonurnar ákváðum strax eftir að úrslit keppninnar í fyrra voru kunngjörð að nú væri þetta bara now or never - júrónördar verða að fá að fara einu sinni á Eurovisionkeppnina og þegar hún er haldin í næsta bæ við Ísland þá er þetta ekki spurning. Það er reyndar örlítið búið að bætast í hópinn og við erum að fara sex saman á allar keppnirnar, bæði undanúrslitakvöldin og aðalkeppnina. 

Ég verð snælduvitlaus á snapchat og instagram - @aglaf

Hér er uppáhaldslagið mitt í ár en þótt Frakkarnir séu vinafáir í Eurovisionheimi þá finnst mér þeir ansi oft hitta í mitt mark með lögin sín:

 
Ég er dálítið hrædd um að ég þurfi að veifa frönskum fána á aðalkeppninni.. en maður á víst aldrei að segja aldrei - ÁFRAM ÍSLAND!
 
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
I feel like I just came home from Coachella (maybe because I literally just did) but it's time for the next adventure!
 
My new years resolution this year was to spend my money on experiences rather than dead things and I think I can safely say that I'm killing this resolution wink Me and my fellow Eurovision nerd decided a while ago that we had to attend Eurovision this year since it's being held in Copenhagen (which is almost in driving distance from our little island). A few of our other friends then tagged along and we will be six of us in total, attending both the semifinals and the final.
 
Above is my favorite song this year - although the French sadly don't have any friends in the Eurovision world, they really know how to make catchy songs. While making fun of themselves and the competition wink

ALL ABOUT MULES

Ég svíf enn um á bleiku Coachella skýi. Þrátt fyrir margra mánaða eftirvæntingu náði hátíðin að toppa allar mínar væntingar og vel það. Ferðasagan birtist hér von bráðar, í þremur hlutum wink

En fyrst - löngu tímabært skóspjall. Ég hélt yfir til LA í smá frí eftir Coachella og eyddi m.a. páskadegi í búðarráp og JC skókaup (ekki leiðinlegt það). Sumarið í ár öskrar á Mules skó úr öllum áttum og það er orðið nokkuð ljóst að við þurfum að viðra hælana á okkur í sumar. Jeffrey Campbell sendi til að mynda frá sér lookbook eingöngu tileinkað Mules skóm.

  

  

   

  

Ég er nú þegar komin á bragðið með þessa tísku því ég fékk þessa fínu Rebeccu Minkoff Mulara í NY í nóvember. Ég freistaðist svo til þess að bæta öðrum í safnið og verslaði mér eina Jeffrey Campbell skó í páskagjöf frá mér til mín:

  

  

Þessir skór heita Jeffrey Campbell Vinton Mule og eru fáanlegir í svörtu og brúnu. Virkilega fallegir og þægilegir.

Nú fær hællinn að tana í sumar wink

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

This summer it's all about the Mules. I got my second pair of Mules while shopping in Santa Monica on Easter Sunday and grabbed these gorgeous looking JC's at Lorin, 3rd Street. These shoes are called Jeffrey Campbell Vinton Mule and are available in brown and black leather. Very beautiful and super comfortable.

Looks like my heel finally gets to tan this summer wink

A COACHELLA FAREWELL

Þá er ég mætt í sólina í D.C. til að sækja upp ferðafélagann og spennan magnast með hverri mínútunni.

Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom heim af flugvellinum í gær var að rífa upp Coachella pakkann okkar - um leið og fékk miðana í hendurnar varð þetta fyrst raunverulegt. Þetta er að gerast ekki á morgun heldur hinn!

Það er búið að gefa út nákvæma dagskrá og það er orðið ljóst að ég þarf að færa nokkrar fórnir, en það var svosem vitað fyrst að hátíðin fer fram á 5 sviðum samtímis. Svona lítur minn óskalisti út:

FRIDAY

Tom Odell
HAIM (næ hálfu showinu þeirra því þá þarf ég að hlaupa á annað svið til að ná Bastille)
Bastille
Ellie Goulding
Chromeo
The Knife
Outkast (ég á eftir að missa það þegar þeir stíga á svið til að loka föstudeginum)

SATURDAY

Sander Kleinenberg
Bombay Bicycle Club
Kid Cudi
MGMT
Lorde (næ hálfu showinu því þá þarf ég að rjúka á annað svið til að ná Foster The People)
Foster the People (missi af Fatboy Slim og Solange sem spila á sama tíma)
Empire of the Sun (missi af síðasta korterinu því ég verð að sjá Pharrell, finnst þetta langversti áreksturinn)
Pharrell Williams (missi af Tiga á meðan)
Pet Shop Boys/Muse (eftir að ákveða hvort það verður, held að Magga muni draga mig á Muse)
Nas

SUNDAY

The 1975
Rudimental
Alesso
Calvin Harris
Lana Del Rey
Beck (fyrri helmingurinn)
Disclosure
Duck Sauce

Það var alveg viðbúið að laugardagurinn yrði erfiður en ég er samt með tárin í augunum yfir því að Empire of the Sun og Pharrell þurfi að rekast á. Annars er ég bara glöð með hvað föstudagurinn og sunnudagurinn raðast vel smile

Ég raðaði bestu lögunum með þessum artistum hér að ofan niður á nokkra mix diska sem verða í spilaranum á meðan við keyrum í gegnum eyðimörkina til Palm Springs:

Dagurinn í dag fer í lokaundirbúning fyrir hátíðina og borgarrölt í DC. Ég setti saman nokkur Coachella outfit til gamans áður en ég lagði af stað frá Íslandi, ætla að melta það í dag hvað verði fyrir valinu eða hvort ég sjái eitthvað hentugra á búðarrölti í dag:

  

Ég endaði á því að hálffylla töskuna mína af skóm - mjög eðlilegt allt saman.

Á MORGUN hefst svo ferðalagið til Kaliforníu - við Magga þurfum að vakna um miðja nótt til að taka flug til LA og ætlum svo að nostra við okkur allan daginn. Sólbað á ströndinni, hand- og fótsnyrting ásamt dinner&drinks með gömlum LA vinum.

Verð stjórnlaus á snapchat og virk á gramminu - @aglaf

Lífið er ljúft heart

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

I'm sitting here in Magga's living room in D.C., looking at my beautiful Coachella package. Wristbands, shuttle passes along with all the necessary information for the festival. This is becoming all to real now!

The set times have been released and unfortunately I'm looking at some clashes on Saturday. I 'll miss Fatboy Slim and Solange while attending Foster the People and two of my favorite acts, Pharrell and Empire of the Sun, are performing almost at the same time. I'll miss the last part of Empire of the Sun so I can run to the big stage and catch Pharrell. At least I'll get a little bit of both smile

Other than that I'm just one happy girl who's looking at a wonderful day in D.C. I have some final shopping to do before the festival and a date with one of my BFF - the sun. While packing for Coachella I filled my suitcase with shoes (perfectly normal) and prepared some Coachella outfits (pictured above), but I might add some more outfits while shopping today. It's not only about the music wink

Tomorrow we'll then continue on to LA and spend some quality time on the beach, get a mani and pedi and have dinner and drinks with good old LA friends.

Follow my Coachella adventures on instagram - @aglaf

Life is good smile 

COACHELLA COUNTDOWN - IT’S ON!

Þá er loksins komið að þessu eftir 11 mánaða bið, niðurtalningu og endalausa spennu.

Ég er hálf skjálfhent að skrifa þessa færslu - ég trúi einfaldlega ekki að þetta sé að fara að gerast!

Ég var að lenda frá Boston, sjúklega jetlagged og þreytt eftir mikla vinnutörn síðustu vikur. Þrátt fyrir að ég sé í skemmtilegustu vinnu í heimi þá verður ótrúlega ljúft að stíga upp í flugvélina á morgun og halda áleiðis til Kaliforníu í smá frí. Notabene - Á MORGUN!

Fyrsta stoppið verður í heimabæ ferðafélagans, Washington DC, þar sem dagarnir verða nýttir í afslöppun ásamt lokaundirbúningi fyrir hátíðina. Á fimmtudeginum fljúgum við svo yfir í USA heimabæinn minn þar sem við skálum við gamla vini áður en við keyrum yfir til Palm Springs, eldsnemma á föstudagsmorgninum.

Veðrið virðist ætla að leika við okkur og mér sýnist besta vinkona mín ætla að fylgja okkur alla leið til Coachella, þar sem hún ætlar að tjalda og sjá um að tana okkur aaaalla hátíðina wink 

Veðrið í DC þriðjudag og miðvikudag:

Veðrið í LA fimmtudag og föstudag:

Síðast en ekki síst, veðrið á Coachella:

Ég er í hamingjukasti - fíla sérstaklega "Chance of rain: 0%" ALLA dagana á Coachella. Þetta verður aðeins öðruvísi upplifun heldur en pollagallinn í Eyjum wink

Síðasti listamaður vikunnar áður en ég fer á hátíðina er aðili sem ég er hvað spenntust fyrir því að sjá LIVE og það er ástmaðurinn minn hann Pharrell Williams. Þetta er tónlistarmaður sem ég er búin að vera alvarlega skotin í síðan á unglingsárunum þegar hann gerði garðinn frægan með hljómsveitinni sinni N.E.R.D. Hann skaut aftur upp kollinum í fyrra þegar hann fór í samstarf með Daft Punk fyrir nýjustu plötuna þeirra ásamt Robyn Thicke fyrir umdeilda smellinn "Blurred Lines". Herra Williams gerði svo endanlega allt vitlaust  þegar hann gaf út smellinn Happy fyrir myndina "Despicable Me 2", nú á dögunum.

Pharrell hefur altlaf farið sínar eigin leiðir í klæðavali og oft mætt á Hollywood viðburði í skemmtilegum dressum í stíl við konuna sína. Hann hefur a.m.k.einu sinni hlotið titillinn "Best klæddasti maður heims" og nokkrum sinnum toppað lista yfir best klæddustu hip hop og RnB stjörnurnar. Hann toppaði swag skalann gjörsamlega þegar hann mætti í stuttbuxna-jakkafötum á síðustu Óskarsverðlaunaafhendingu.

   

  

Ég hlakka mikið til að sjá show-ið hans á hátíðinni, hvort sem um er að ræða fatnaðinn hans, hvort hann fái til sín einhverja óvænta leynigesti, hvort hann taki N.E.R.D/Daft Punkt/Robyn Thicke smelli þrátt fyrir að vera einn síns liðs og jafnframt hvernig show-ið hans verður sett upp. Hann hefur gefið út lög með ófáum tónlistarstjörnum og því ætla ég að spá því að það verði einn ef ekki tveir óvæntir gestir sem mæta með honum á svið. Íííísk - ég er svo spennt!

Hvort sem að Pharrell verður einn eða í góðra vina hópi þá er allavega nokkuð víst að hann muni taka lagið sem ég valdi sem seinasta Coachella lag vikunnar. Ég get ekki beðið eftir að heyra þetta lag LIVE:

 
Ég mun valhoppa klappandi upp í vél á morgun, sönglandi Happy fyrir alla viðstadda. Einum of sátt gella á leiðinni á sína fyrstu og LANGÞRÁÐU Coachella hátíð!
 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

It's finally happening. I'm leaving for Coachella TOMORROW. This is beyond surreal.

The last Coachella song of the week is by an artist which might just be my favorite from the lineup this year. Agla heart Pharrell Williams.

I can't even deal, I'm so excited!

RFF 2014

Á svona dögum er svo gaman að búa á Íslandi.

Ég elska þegar bærinn er jafn lifandi og stútfullur af uppákomum og um síðustu helgi. Þá fór bæði fram Hönnunarmars og Reykjavík Fashion Festival, sem var í ár haldið í fimmta skipti.

  

  

   

  

Ég leit víða við, eins og símamyndir helgarinnar láta í ljós.

Ég kíkti í Off Venue partý hjá Trendnet bloggurum með þessum þremur gullmolum sem sjá má hér að ofan, rak inn nefið á hönnunargjörninga með Svönu minni (og þóttist skilja allt sem var í gangi þarna enda mikill artisti innra með mér), eyddi laugardeginum með sálufélaganum mínum á tískusýningum í Hörpunni og eftirpartýaðist örlítið seinna um kvöldið. Ég kíkti líka í opnunarteiti hjá HAF en þau hjú hönnuðu einmitt nýju umbúðirnar sem við notum um borð hjá Icelandair. 

Outfit á RFF Off venue: blúndutoppur og buxur frá Urban Outfitters, Kimono frá F21, Glænýir skór frá Rebeccu Minkoff og HM Maison Martin Margiela jakki.

Outfit á RFF tískusýningum í Hörpu: bolur frá HM, buxur frá Nasty Gal, Helmut Lang inspired jakki frá GoJane, hælar frá Jeffrey Campbell og Michael Kors taska.

Ótrúlega viðburðarrík helgi í alla staði, með góðu fólki. Dröslaðist loksins til að taka upp almennilegu myndavélina og tók slattann allan af myndum á tískusýningum laugardagsins enda sat ég í bestu sætum í húsinu. Smelli þeim inn við fyrsta tækifæri smile

Litli útlandabúinn í mér tekur svona viðburðarríkum helgum fagnandi - lifi menningin heart

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

I'm in love with last weekend - both Design March and Reykjavík Fashion Festival were held during the weekend with lots of exciting events, all around the city.

I stopped by quite a few places and my iphone pictures give you a little glimpse into my weekend of fun. I actually pulled out my professional camera this weekend, when I attended the fashion shows at Harpa on Saturday. I'll share those with you soon.

The city girl in me wants all weekends to be like this weekend smile

COACHELLA COUNTDOWN - 1 WEEK

Það er rúm vika þar til ég stíg upp í flugvél áleiðis til Palm Springs í Californiu. 9 dagar!

Ég á aðeins tvær hljómsveitir/listamenn eftir á listanum mínum yfir band vikunnar og það kom ekkert annað til greina en að geyma það besta þar til síðast. Hljómsveit vikunnar er að koma saman á tónleikum í fyrsta skipti í 7 ár og eins og gefur að skilja er eftirvænting hjá aðdáendum mikil. Hljómsveitin er skipuð tveimur meisturum sem bæði rappa og syngja ásamt því að vera almennt álitnir miklir töffarar. Annar þeirra er reyndar (að mínu mati) einn af svölustu mönnum sem ég veit um.

Ég er að sjálfsögðu að tala um hljómsveitina Outkast og sá svali er André 3000. Gleymi því ekki þegar Ashton Kutcher var að reyna að æsa hann upp í Punked þáttunum góðu fyrir nokkrum árum - maðurinn er bara það svalur að hann lætur ekkert á sig fá.  

Það er úr nógu að taka þegar kemur að því að velja lög með Outkast en ég ákvað að velja eitt af mínum uppáhalds "ó-mainstream" lögum með sveitinni. Þrátt fyrir að þetta lag rati ekki inn á "Top Tracks" lista hjá þeim þá vonast ég samt til þess heyra þetta live, undir berum himni í Coachella eyðimörkinni í algjörri sæluvímu:

 
Þeir sem þekkja mig vel vita hvaða listamaður verður síðasti Coachella listamaður vikunnar næsta sunnudag - sá sem veit svarið fær sent eðal-snapchat þegar listamaðurinn stígur á svið á Coachella yes
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Only 9 days until I board the plane and head to Palm Springs!
 
The band of the week is reuniting to perform live at Coachella after 7 years of silence. They kickoff the festival with a headlining act on Friday night and will surely set the tone for the rest of the weekend. They are known for their endless list of hit songs, their ability to both rap&sing and just for being generally cool (they both just got it).
 
This is of course Outkast and the song I've picked is one of their non-mainstream song which is nontheless one of my favorite Outkast songs.
 
Also, next week marks the end of  the "Coachella bands of the week" as I get ready to leave for the festival. Those who know me, know that I have saved the best for last. Who will it be ? wink

COACHELLA COUNTDOWN - 2 WEEKS

Klukkan er korter í Coachella!

Fékk flugmiðann í hendurnar í dag, LA BFF er búin að bóka bílaleigubílinn, ég er að leggja lokahendur á solid CD mix fyrir rúntinn okkar í gegnum Palm Springs eyðimörkina og svo notaði ég frítímann minn í Toronto til að grípa mér nokkur Coachella outfit í Urban og F21.

Umsjónarmenn Coachella facebook síðurnnar eru hreinlega að gera mig brjálaða úr spenningi en þau pósta hverri girnilegu myndinni á fætur annarri á facebook síðu hátíðarinnar. Verð hreinlega að deila með ykkur nokkrum:

"Nothing beats the combination of live music and the Coachella sunset"

   

"Put your hands up for palm trees" 

"At Coachella - we start 'em young"

Instagrammið mitt er sömuleiðis útatað í Coachella myndum en hátíðin er orðin að svo mikilli tískuhátíð að flestar netverslanirnar sem ég fylgi á Gramminu keppast við að pósta daglegum myndum með tilvísun í hátíðina. Hashtöggin #Coachella og #Coachellacountdown eru meðal þeirra heitustu þessa stundina þegar það eru einungis 2 vikur í þessa tónlistarveislu.

Hér eru nokkrar myndir sem hafa ratað inn á instagram newsfeedið mitt síðustu daga:

  

  

  

  

Ég skulda þrefalt band vikunnar og hér koma þau öll í röð - ég er búin að vera að geyma nokkur af þeim bestu þar til núna:

Band vikunnar - 4 vikur í Coachella

Fatboy Slim spilar á mjög þéttskipuðum laugardegi á Coachella hátíðinni. Þar sem hátíðin fer fram á 5 sviðum þá geri ég mér grein fyrir því að ég þurfi að færa þónokkrar fórnir á laugardeginum. Ég vona hinsvegar að Fatboy Slim þurfi ekki að lúta í lægra haldi (gerist ekki nema Pharrell, Empire of the Sun eða Foster the People séu að spila á sama tíma).

Það var frekar erfitt að velja eitthvað eitt lag með meistara Fatboy en ég ákvað að taka nostalgíuna á þetta og velja fyrsta lagið sem ég man eftir að hafa heyrt með FS:

 
Band vikunnar - 3 vikur í Coachella
 
Kanadíski elektró snillingurinn Tiga. (Nei, ekki rapparinn Tyga smile)
Það kom bara eitt lag til greina og það er lag sem við HR-ingarnir dönsuðum ósjaldan við hér á árum áður:
 
 

Band vikunnar - 2 vikur í Coachella

Elsku Calvin Harris sem gerði mér gríðarlega erfitt fyrir þegar kom að því að velja bara eitt lag til að pósta hér. Hinsvegar verð ég að vera blogginu samkvæm (þrátt fyrir að síðustu vikur hafi ekki verið sérlega skóvænar og hafi mestmegnis farið í niðurtalningu fyrir Coachella) og velja lagið sem hann samdi svo skemmtilega um mikilvægi skónna - "Ooohh I put on my shoes and I'm ready for the weekend":
 

 
Þetta styttist og styttist og styttist heart

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Do you know what time it is ? Well it's quarter to Coachella - that's what's up! The flight tickets are ready, the rental car has been booked, I'm almost finished with the CD mixes for the road trip and I managed to grab a few Coachella outfits at Urban O. and F21 during my stay in Toronto the other day.

The Coachella facebook is driving me crazy with all of the pictures they're posting - above is a little preview along with some pictures that are bombarding my instagram every day. Coachella seems to be on everybody's mind these days wink

I have 3 artists of the week overdue since I've been silent for 3 weeks now but here they are, all in good time wink

COACHELLA COUNTDOWN - 5 WEEKS

Við erum að tala um 5 vikur!!

Hljómsveit vikunnar er mjög lituð af því hvar ég er stödd akkúrat núna. Exzibit A má sjá hér að neðan:

Já, hér er ég í 20 stiga frosti (en engu að síður umvafin mestu snillingum í heimi) í elsku ísköldu Toronto.

Kanadamenn eru ýmsum kostum gæddir - þeir eru kalhæðnir, þeir kunna að spila hokký, þeir tala með sjúklega fyndnum hreim og síðast en ekki síst - tveir af þeim skipa hljómsveitina Chromeo. Hjartað mitt tók auka kipp þegar ég sá Chromeo á blaði fyrir Coachella í ár og þeir eru svo mikið must-see að það er ekki fyndið. Ég man ennþá hvar ég var þegar ég heyrði Needy Girl með þessum snillingum fyrst - stödd í partýi á Norrebro í Köben, nýskriðin í tvítugt og umkringd ókunnugu fólki sem dansaði frá sér allt vit þegar þetta lag kom á fóninn. Tæpum 8 árum síðan er þetta lag enn á Favorites listanum mínum, ásamt fjölmörgum Chromeo lögum.

Það er erfitt að velja eitthvað eitt lag en þar sem mér finnst svo gaman að dansa þá er ágætlega vel við hæfi að leyfa "Fancy Footwork" laginu að verða fyrir valinu:

 
Önnur stórgóð lög eru t.d. When the night falls, Don't turn the lights on, Night by Night ofl.
 
Skemmtilegir textar, funky elektrótaktur, frumleg myndbönd og almennt feel-good vibe í kringum þessa herramenn wink Hlakka óendanlega til að taka smá fancy footwork með þeim þann 11. apríl yes
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
The band of the week has a little something to do with where I'm at right now - exzibit A can be seen above.
 
Lovely Toronto welcomed me with -20°C and a blizzard on Friday. I'm definitely a city girl at heart but I'm not sure if I could handle this - not even Iceland gets this cold!
 
Canadians are however my kind of people. They are extremely sarcastic, they talk funny, hockey is a freaking religion to them and last but not least - two of them make up the band Chromeo. Oh, Chromeo... My heart skipped a beat when I saw their name on the Coachella line-up for this year. They are a definite, DEFINITE must-see and I can't wait to kick off the festival with some fancy footwork by Chromeo.
 
You can never go wrong with their awesome lyrics, funky electro-beat, original music videos and just a general feel-good vibe. I love these guys smile

POLAROID PARTÝ

Ég á ansi þéttan vinahóp sem myndaðist á gömlu góðu HR árunum - á þeim dýrðartímum þegar það kostaði undir 5000 kalli að fylla litla Yarisinn minn, góðærið var á hátindi sínum og fyrirtækin kepptust við að baða okkur verkfræðinema upp úr kampavíni og jarðarberum í föstudagsvísindaferðunum. Good times smile

Ef það er eitthvað sem við HR-ingarnir kunnum, þá er það að skemmta okkur vel saman og finna nýjar leiðir til að gefa lífinu lit. Veit hreinlega ekki hvar ég væri án þessara snillinga.

Eitt af því sem við tókum upp á fyrir nokkrum mánuðum var að skjalfesta hittingana okkar á Polaroid filmu. Þetta er ein sú mesta snilld sem ég veit um og eitthvað sem allir ættu að gera þegar þeir eru að hitta vini sína við góð tilefni - árshátíðir, afmæli, innflutningspartý ofl. Ekki nóg með það að það sé viss stemning að vera vopnuð Polaroid vélinni og veggfóðra vegginn með mómentum kvöldsins - hláturskastið þann næsta dag, þegar maður kíkir yfir atburðarrás gærkvöldsins er það allra allra besta. 

  

Hver framkallar líka myndir í dag ? Þetta er svo mikil snilld því gullin andartök eru fest á filmu (án þess að taka "má ég sjá myndina sem þú tókst, æj nei bíddu... taktu aðra" á þetta) og svo er hægt að safna þessu saman í albúm seinna meir.

Þetta er strax orðið að hálfgerri hefð hjá okkur og miðbæjarrottan sem tekur oftast að sér að vera elsku besti partýhaldarinn er komin með sérstakan vegg undir herlegheitin, og er sá veggur alltaf þakinn polaroid myndum frá síðasta hitting.

Mæli með þessu heart

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nothing beats a night out with good friends... except a night out with good friends AND a polaroid camera.

This is something me and my college friends started doing recently, everytime we get together and this has turned into a tradition for our group. To be able to capture the golden moments without the typical "hey can I see the picure.. no I don't like it, take another one" is a freedom in itself. But what's even better is to look at all the pictures the next day, and catch up on last night's crazy events (including the moments everyone had forgotten about). 

Our designated party-host (the one who lives closest to downtown) now even has a specific wall that is our "polaroid" wall and it's usually covered with pictures from our last party. 

One of the best ways to document memories!

COACHELLA COUNTDOWN - 6 WEEKS

Hljómsveit vikunnar er tvöföld þar sem ég missti úr síðustu viku. Ég er nefnilega búin að vera rosalega dugleg að heiðra eitt af nýju mottóunum mínum fyrir árið 2014, ein af mínum bestu benti mér á þetta hér sem er nokkuð gott:

  

Hin breska Bastille er hljómsveit síðustu viku (7 vikur í Coachella). Ég er rosalega lítil remix manneskja en einhverra hluta vegna kann ég virkilega að meta lagið "Of the night" með Bastille sem er endurgerð af gamla góða 90's smellinum "Rythym of the night" með Corona.

Bastille verður mikilvægt must-see fyrir mig á föstudagskvöldinu, gefið að þeir verði ekki að spila á sama tíma og Outkast og Pharrell.

 
Hljómsveit þessarar viku er mikið nostalgíu band fyrir mig, sænska dúóið The Knife. Þeir sem eru á mínum aldri muna klárlega eftir því þegar lagið "Heartbeats" var spilað í ræmur hér á klakanum árin 2006 og 2007. Það fyndna við það er samt að lagið var fyrst gefið út árið 2002, en varð ekki frægt fyrr en acoustic cover-útgáfa af laginu var notuð nokkrum árum síðar í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum (One Tree Hill, Bones, Scrubs ofl).
 
Heartbeats er gott lag en ég ætla samt að setja lagið "Pass It On" sem lag vikunnar, sérstaklega þar sem mér finnst steel-drums æðislegt hljóðfæri (kannski af því að Litla Hafmeyjan var uppáhalds Disney myndin mín þegar ég var lítil og það hljóðfæri notað í næstum öllum lögunum í þeirri mynd) wink
 
 
Vikurnar fljúga - bara 6 vikur í sólskin og tónlistarveislu!
 
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Double doze of Coachella bands this week since I didn't post any last week - I've been very busy being not busy with work or other assignments (and not signing onto facebook every other minute!). Just enjoying the now and spending time with my people. Highly recommended wink
 
Bastille and The Knife are both playing Friday night at Coachella and both on my must-see list - given that they're not performing while either Outkast or Pharrell take the stage. 
 
Only 6 weeks now heart

 

Síða 1 af 20 síðum  1 2 3 >  Last ›

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

@aglaf
#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook